Fréttablaðið - 30.09.2006, Síða 22

Fréttablaðið - 30.09.2006, Síða 22
22 30. september 2006 LAUGARDAGUR ■ FÖSTUDAGUR, 22. SEPT. Draumastarf fyrir stjórnmála- menn Fyrir utan að leiða til stjórnar- skipta höfðu sænsku þingkosning- arnar þann kost með sér að eldri borgurum fjölgaði á þingi. Um síðustu áramót var fjórð- ungur sænskra kjósenda 65 ára eða eldri, það er að segja 25 pró- sent, en aðeins 1,2 prósent þing- manna höfðu náð þessum aldri. Hætt er við að jafnréttissinn- uðu fólki þyki þetta undarleg hlutföll og þau þættu örugglega ámælisverð ef um kynjahlutfall væri að ræða. Ekki veit ég hvernig ástandið er á Íslandi en miðað við eftir- launalöggjöfina virðast eldri borg- arar þurfa að vera duglegri við að halda fram sínum málum. Hafi hagsmunahópar góðan þing- styrk eru eftirlaunamálin í lagi, samanber smá grín sem alþing- ismenn samþykktu handa sjálf- um sér ekki alls fyrir löngu. Sannarlega væri það til góðs fyrir Alþingi og lands- stjórnina ef fólk sem hefur skilað góðu dagsverki á öðrum sviðum væri til í að láta til sín taka í stjórn- málum í eitt eða tvö kjör- tímabil. Stjórnmála- menn sem fara á eftirlaun og eru við góða heilsu ætti að gera að stöðumælavörð- um, því starfi fylgir útivera, holl hreyfing og persónuleg og gefandi samskipti við almenning í staðinn fyrir seníla einangrun í seðlabönk- um og sendiráðum. ■ SUNNUDAGUR, 24. SEPT. Óli vinur minn Þetta hefur verið langur dagur. Afmælis- veisla í tilefni af þriggja ára afmæli Sólveigar litlu var haldin með fjölda gesta og miklu taum- leysi í súkkulaði- og rjómaneyslu. Allt fór það vel fram. Þetta var hinn ánægjulegi hluti dagsins. En skömmu eftir að veislunni lauk skar Andri sig í putta með osta- hníf og pabbi hans þurfti að fara með hann á slysó. Svona tekur ein kyn- slóð við af ann- arri. Ekki kem ég tölu á þær ferðir sem ég þurfti að fara með syni mína á slysavarð- stofuna, brotna, brennda, skorna, skrámaða eða tognaða. Rétt fyrir kvöldmat kom svo Magnús Brimar, vinur minn frá árunum þegar ég var að vinna hjá Air Atlanta suður í Arabíu. Því miður ekki í kurteisisheimsókn heldur til að tilkynna mér lát sam- eiginlegs vinar. Óli Smith er dáinn. Varð bráðkvaddur í dag í Kúala Lúmpúr þar sem hann var stöðvarstjóri. Ólafur Roy Viner Smith hét hann reyndar fullu nafni, en flestir þekktu hann sem Óla Smith. Hann var lengi hjá Flugleið- um eða Loftleiðum eða Flugfélaginu eða hvað það nú hét, stöðvarstjóri í Glasgow og seinna í London. Hann var greiðviknasti maður sem ég hef nokkurn tímann kynnst, vildi öllum gott gera. Á þeim árum þegar vantaði allt til alls brugðu margir á það ráð að hringja í Óla og biðja hann að kippa með sér einhverju smáræði þegar hann ætti næst leið til lands- ins, og hvort sem um var að ræða vindlakassa eða vinstra framskít- bretti af Dodge Weapon módel 1943 sagði Óli að ekkert væri sjálf- sagðara og minntist aldrei á borg- un. Það er sorglegt að þessi brosmildi öðlingur skuli vera far- inn. Við ætluðum að verða gamlir saman, við ætluðum að veiða saman og segja hvor öðrum sögur og hlæja saman. Ég ætlaði alltaf að heimsækja hann í Kúala en kom því aldrei í verk. Og nú er hann farinn og skilur eftir sig söknuð og dýrmætar minningar. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 26. SEPT. Ómarsgangan Ég er einn heima með börnin. Frú Sólveig fór í Ómarsgönguna að mótmæla Kárahnjúkum. Vonandi verður sú mótmæla- alda sem nú rís til þess að lands- feðurnir og -mæðurnar axli nú þá sjálfsögðu ábyrgð að gera skyn- samlegar áætlanir um landvernd og orkuvinnslu á næstu áratug- um. Ég veit ekki hvort ég hefði farið í gönguna ef ég hefði átt heiman- gengt. Ég hef hingað til treyst stjórnvöldum í þessu máli og trúað því að þetta virkjanabákn sé þjóð- arhagur − og sérdeilis mikill búhnykkur fyrir fólk sem langar að búa á austanverðu landinu. Fyrst gekk allt af göflunum út af Eyjabökkum en þangað hef ég aldrei komið. Þá var ákveðið að ráðast í Kárahnjúkavirkjun en þangað hef ég heldur aldrei komið. Einhvern veginn stóð ég í þeirri trú að þetta væri málamiðlun, en svo virðist ekki vera. Aldeilis ekki. Fyrir mína parta hlýt ég að vera undir áhrifum frá Einari Ben. Mér finnst eitthvað tignarlegt við að virkja fallvötn og beisla orku- lindir náttúr- unnar, fólki til hag- sældar. Mér þykja virkjanir yfirleitt fallegar − en verksmiðjur ljótar. Ég væri til í að mótmæla álbræðslunni á Reyðarfirði, álver- inu í Straumsvík, Grundartanga og fleiri eiturspúandi skrímslum. Svo þætti mér frábært ef náttúruverndar- sinnar mótmæltu einhvern tímann ein- hverju sem ég hef séð, eins og pípunum á Hellisheiði eða fjöllunum við þjóðveg eitt sem verið er að breyta í malargryfjur eða bara mengun, rusli og sóða- skap í höfuðborginni. Margir vilja vernda náttúruna til að geta grætt á að sýna hana ferðamönnum. Þeir sem hafa komið til Prag, Feneyja eða bara Mallorca hafa séð að ferðamanna- iðnaður hefur áhrif á umhverfið. Nú er hvert einasta krumma- skuð á landinu að reyna að koma sér upp ferðamannagildru: Draugasafni, álfasafni, galdra- safni, stríðssafni, dýrasafni, bara einhvern veginn safni í von um að fullar rútur af ferðamönnum streymi að úr öllum áttum. Eitt er víst og það er að það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ég kann að hafa haft á röngu að standa í sambandi við þessa virkj- un, það hefur þá komið fyrir áður og á eftir að koma fyrir aftur. ■ FIMMTUDAGUR, 28. SEPT. Skakkar kýr Áðan voru götuljósin slökkt. Ég þori ekki annað en vera mjög hrifinn af myrkvuninni þegar Sólveig kemur inn aftur. Hún fór út með Andra að skoða myrkrið − og stjörnurnar. Ástand- ið á heimilinu hefur verið svolít- ið ótryggt síðan ég álpaðist til að segja um Ómarsgönguna að mér þætti full seint í rassinn gripið að mótmæla þegar búið er að framkvæma. Í myrkrinu sit ég inni og les erlend dagblöð á netinu. Athyglisverð þykir mér frétt í Ekstra Bladet um Ion nokkurn Astaroaie, bónda í Rúmeníu. Ion þessi virðist hafa frétt af því að íslenskir bændur hafi lengi haft það fyrir satt að kýr mjólki betur ef þeim er sköffuð afþrey- ing, svo sem harmóníkutónlist eða útvarpsmessur. Nema hvað þessi rúmenski bóndi tók sig til og fór að blanda kannabisplöntum í kýr- fóðrið hjá sér og viti menn: Nytin í kúnum rauk upp úr öllu valdi. En því miður fyrir Ion bónda og kýrnar hans tók það að spyrjast út að beljurnar hans væru rammskakkar alla daga og því kom- ust yfir- völd á snoðir um þessa sérkenni- legu landbúnaðar- tilraun og gerðu það sem yfir- völd telja að þau eigi að gera: Bönn- uðu Jónsa að blanda hassi í kvöldgjöfina. Hins vegar vilja þessi sömu yfirvöld laða til sín bæði ferða- menn og stóriðju. Skakkar kýr og stóriðja Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá áhrifalitlum hagsmunahópi og nýjum stöðu- mælavörðum. Kær vinur er kvaddur, vikið að Ómarsgöngunni og fjallað um eldfim um- ræðuefni eins og ferðamenn, stóriðju og skakkar kýr. ����� ���������� ������������� ������������� �������
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.