Fréttablaðið - 30.09.2006, Síða 37

Fréttablaðið - 30.09.2006, Síða 37
][ Veiðisumarið með Stefáni Jóni Hafstein Fleiri veiðifréttir og heilræði við veiðar á www.flugur.is. Þar sem veiðivertíð er formlega lokið fyrir utan nokkar undan- þegukindur í sjóbirtingi þykir rétt að hætta pistlum sem bera heitið „Veiðisumarið með...“ Samt er það ekki svo að maður hætti að veiða á veturna. Þá veiðir maður aftur fiskana frá liðnu sumri, í huganum, og dreymir fiska næsta sumars. Nóg er af efni í frekari áætlanir um veiðar á flugur.is, ef menn vilja bæta hernaðaráætlunum í draumasafnið sitt! Hvaða fiskur ber af öðrum? Tækifærið er því nú að fjalla um göfgi fiskanna. Laxinn er rétt- nefndur „konungur Atlantshafs- ins“, og er um leið ofmetnasti sportfiskur á Íslandi. Það er hann ef verð veiðileyfa er skoðað, því það er fjarstæðukennt hve miklu munar á laxveiði og silungsleyfi sé ánægjukvarðinn hafður til hliðsjónar. Laxinn er ekki betri matfiskur en flestir silungar, hann er alls ekki fjörugri á færi en silungar af sömu stærð: Fjög- urra punda lax er ekki nærri jafn skemmtilegur á færi og jafn stór sjóbleikja eða urriði í straum- vatni. Spennan við laxveiðar er einkum sú að laxinn verður almennt stærstur þeirra fiska sem við veiðum á stöng. Það er frábært að setja í stóran lax, en sjaldgæf skemmtun fyrir flesta. Svo ef spurt er um stærð, þá er laxinn göfugastur, en hann er bara ekki nærri alltaf stærstur! Vatnafiskur Margir halda vatnafiskinn síst- an. Vötnin eru þéttsetin bleikju og urriða sem eru þegar best lætur óborganlegir sportfiskar. Stórir vatnafiskar hafa svo mikið rými til að þjóta um að veiðimað- ur getur lent í verulegum vanda. 10 punda urriði í Veiðivötnum fer hæglega út með alla línu og undirlínu; Þingvallavatnsbleikja í meðalstærð er ótrúlega sterk. Og svo hefur vatnafiskurinn annað: Maður getur veitt ótrú- lega mikið af honum við réttar aðstæður. Stóri „hittingurinn“ er oft í stöðuvötnum. Tugir fiska á klukkutíma! Eða, risafiskar sem fara langt í 20 pund! Og silungur úr jafn ólíkum vötnum og Veiði- vötnum og Elliðavatni er hnoss- gæti sem tekur fram flestum laxi. Sjógengnir silungar Oft finnst manni að sjógengnir silungar séu spretthörðustu fisk- arnir. Þeir koma í árnar útbólgn- ir af æti, marfló og síli, og lætin maður þegar þeir taka! Þessir fiskar eru miklu fjörugri, pund fyrir pund, heldur en laxinn. Þeir taka meiri spretti, en laxinn vinnur þá á úthaldinu. Það er svo smekksatriði hvort maður vill snarpan slag eða langan. Og um þessa fiska gildir að þeir geta verið ótrúlega krefjandi í veiði, en líka gefið mikinn fjölda fiska þegar hann loksins tekur! Hvað er best í munni? Af þessum fiskum er laxinn lík- lega leiðigjarnasta bráðin á borði. En sá sem ekki hefur bragðað eyruggafitu á nýrunn- um sjóbirtingi veit ekki hvað orðið „gourmet“ þýðir. Eða hráa pundsbleikju úr sjó. Silungar eru hins vegar eins og góð vín frá ólíkum héruðum bestu vín- bænda: bragðið fer eftir aðstæð- um hverju sinni, því er hægt að halda „silungasmökkunarpróf“ fyrir matgæðinga og þeir skynja muninn á bragðinu eftir því hvaðan fiskurinn kemur. Og hver er þá niðurstaðan um göfgi fisk- anna? Engin, sem betur fer, því á meðan höfum við nóg að hugsa hver fyrir sig og hlakka til vors- ins. Hittumst á flugur.is, með þökk fyrir veiðisumarið, Stefán Jón. Göfgi fiskanna Flogið á leik Breiðabliks EINSTAKT TÆKIFÆRI GEFST TIL AÐ SJÁ BREIÐABLIKSSTÚLKUR MÆTA STÓRLIÐI ARSENAL Í LONDON. Express ferðir hafa ákveðið að bjóða upp á ferð á leik Arsenal og Breiðabliks í London sem fram fer 19. október. Þetta verður seinni leikur liðanna í átta liða úrslitum í Evrópu- keppni félagsliða kvenna. Sá fyrri fer fram á Kópa- vogsvelli hinn 12. október. Express ferðir telja nauð- synlegt að styðja Blikastelpurnar í baráttu sinni við ensku meistarana í liði Arsen- al sem fór taplaust í gegnum síðasta tímabil bæði í deild og bikar. Verðið á þessari ferð er 49.900 krónur á mann miðað við tvo saman í herbergi. Innifalið er flug, gisting á The Strand í tvær nætur og miði á leikinn sem háður verður á Borehamwood- leikvellinum í London, heimavelli Arsenal-stúlknanna. Allar nánari upplýsingar um ferð- ina fást á vefsíðu Express ferða, www.expressferdir.is Breiðabliks- stúlkur eiga stuðning vísan hjá þeim sem fljúga til Lond- on á leik þeirra og Arsenals. Lax sem Móðir Jörð hefur alið sjálf er miklu hæfari til að bjarga sér í hörðum heimi en seiði sem mennirnir sleppa í árnar til að hækka verð á veiðileyfum. Borgarleikhúsið og Express ferðir efna til leikhúsferðar til London 20.-23. október. Tvær góðar leiksýningar eru í boði fyrir þá sem vilja bregða sér til London með Express ferðum. Þær eru Hamskiptin eftir Kafka í leikstjórn Gísla Arnar Garðars- sonar með Ingvar Sigurðsson og Nínu Dögg Filippusardóttur í aðal- hlutverkum. Einnig söngleikurinn We Will Rock You með öllum vin- sælustu Queen lögunum. Ef far- þegar óska verður farin skoðunar- ferð um borgina með Ingibjörgu Þórðardóttur, fréttamanni hjá BBC. Sérstakur fararstjóri verður Guðjón Petersen leikhússtjóri. Gist verður á Grafton-hótelinu í hjarta borgarinnar. Verð fyrir kortagesti Borgar- leikhussins er 45.900 á mann í tví- býli. Innifalið er flug með sköttu- m, gisting á 4* hóteli með morgunverði og akstur til og frá flugvelli. Allar upplýsingar veitir Lilja Hilmarsdóttir hjá Express ferðum sími 5900100 www.expressferdir.is Leikhús í London Ingvar E. fer með annað aðalhlutverkið í Hamskiptum eftir Kafka sem boðið er upp á í London. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ferðabækur eru bráðsniðugt hjálpartæki fyrir ferðamenn og geta slíkar bækur bæði sparað tíma og veitt mikla innsýn inn í ókunnuga áfangastaði. Nálgast má ferðabækur í bókabúðum og á netinu. Vínarborg s: 570 2790 www.baendaferdir.is 30. nóvember - 3. desember Vínarborg er mikil tónlistarborg og skartar sínu fegursta á aðventunni, enda eru jólamarkaðir á mörgum stöðum í borginni sem er nokkuð óvenjulegt. Í þessari ferð ætlum við að fara í skoðunarferð um borgina, þar sem sagan og tónlistin eru í fyrirrúmi. Skoðum Stefánsdómkirkjuna og förum í hina stórkostlegu höll Schönbrunn þar sem m.a. keisaraynjan Sisi bjó á sínum tíma. Hægt er að komast á Vínartónleika þar sem tónlist eftir Mozart og Strauss er spiluð. Gist á hinu glæsilega Radisson SAS Palais Hótel. Lúxusferð til fallegrar borgar sem hefur upp á margt að bjóða! Fararstjóri: Hin eina sanna Diddú Verð: 98.860 kr. á mann í tvíbýli. A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Sp ör - R ag nh ei ðu r In gu nn Á gú st sd ót tir Lúxus - Jólaferð MasterCard Mundu ferðaávísunina! ������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������� � � � � � � �� �� �� �� �� � �� �� � ���� ���������� Kúba ������� ���������� ����������� ����������� ����������� ���� ������������������������� ������������������������� ���������������� ������������������������ ��������������� �������������������������������� ���������������������������� ������������� ����������� ������������������������������� ������������������������������������ ������������������������������ ��������� ����������� ��������������������� ����������������� � ��������������� ���� � ����������������
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.