Fréttablaðið - 30.09.2006, Side 37

Fréttablaðið - 30.09.2006, Side 37
][ Veiðisumarið með Stefáni Jóni Hafstein Fleiri veiðifréttir og heilræði við veiðar á www.flugur.is. Þar sem veiðivertíð er formlega lokið fyrir utan nokkar undan- þegukindur í sjóbirtingi þykir rétt að hætta pistlum sem bera heitið „Veiðisumarið með...“ Samt er það ekki svo að maður hætti að veiða á veturna. Þá veiðir maður aftur fiskana frá liðnu sumri, í huganum, og dreymir fiska næsta sumars. Nóg er af efni í frekari áætlanir um veiðar á flugur.is, ef menn vilja bæta hernaðaráætlunum í draumasafnið sitt! Hvaða fiskur ber af öðrum? Tækifærið er því nú að fjalla um göfgi fiskanna. Laxinn er rétt- nefndur „konungur Atlantshafs- ins“, og er um leið ofmetnasti sportfiskur á Íslandi. Það er hann ef verð veiðileyfa er skoðað, því það er fjarstæðukennt hve miklu munar á laxveiði og silungsleyfi sé ánægjukvarðinn hafður til hliðsjónar. Laxinn er ekki betri matfiskur en flestir silungar, hann er alls ekki fjörugri á færi en silungar af sömu stærð: Fjög- urra punda lax er ekki nærri jafn skemmtilegur á færi og jafn stór sjóbleikja eða urriði í straum- vatni. Spennan við laxveiðar er einkum sú að laxinn verður almennt stærstur þeirra fiska sem við veiðum á stöng. Það er frábært að setja í stóran lax, en sjaldgæf skemmtun fyrir flesta. Svo ef spurt er um stærð, þá er laxinn göfugastur, en hann er bara ekki nærri alltaf stærstur! Vatnafiskur Margir halda vatnafiskinn síst- an. Vötnin eru þéttsetin bleikju og urriða sem eru þegar best lætur óborganlegir sportfiskar. Stórir vatnafiskar hafa svo mikið rými til að þjóta um að veiðimað- ur getur lent í verulegum vanda. 10 punda urriði í Veiðivötnum fer hæglega út með alla línu og undirlínu; Þingvallavatnsbleikja í meðalstærð er ótrúlega sterk. Og svo hefur vatnafiskurinn annað: Maður getur veitt ótrú- lega mikið af honum við réttar aðstæður. Stóri „hittingurinn“ er oft í stöðuvötnum. Tugir fiska á klukkutíma! Eða, risafiskar sem fara langt í 20 pund! Og silungur úr jafn ólíkum vötnum og Veiði- vötnum og Elliðavatni er hnoss- gæti sem tekur fram flestum laxi. Sjógengnir silungar Oft finnst manni að sjógengnir silungar séu spretthörðustu fisk- arnir. Þeir koma í árnar útbólgn- ir af æti, marfló og síli, og lætin maður þegar þeir taka! Þessir fiskar eru miklu fjörugri, pund fyrir pund, heldur en laxinn. Þeir taka meiri spretti, en laxinn vinnur þá á úthaldinu. Það er svo smekksatriði hvort maður vill snarpan slag eða langan. Og um þessa fiska gildir að þeir geta verið ótrúlega krefjandi í veiði, en líka gefið mikinn fjölda fiska þegar hann loksins tekur! Hvað er best í munni? Af þessum fiskum er laxinn lík- lega leiðigjarnasta bráðin á borði. En sá sem ekki hefur bragðað eyruggafitu á nýrunn- um sjóbirtingi veit ekki hvað orðið „gourmet“ þýðir. Eða hráa pundsbleikju úr sjó. Silungar eru hins vegar eins og góð vín frá ólíkum héruðum bestu vín- bænda: bragðið fer eftir aðstæð- um hverju sinni, því er hægt að halda „silungasmökkunarpróf“ fyrir matgæðinga og þeir skynja muninn á bragðinu eftir því hvaðan fiskurinn kemur. Og hver er þá niðurstaðan um göfgi fisk- anna? Engin, sem betur fer, því á meðan höfum við nóg að hugsa hver fyrir sig og hlakka til vors- ins. Hittumst á flugur.is, með þökk fyrir veiðisumarið, Stefán Jón. Göfgi fiskanna Flogið á leik Breiðabliks EINSTAKT TÆKIFÆRI GEFST TIL AÐ SJÁ BREIÐABLIKSSTÚLKUR MÆTA STÓRLIÐI ARSENAL Í LONDON. Express ferðir hafa ákveðið að bjóða upp á ferð á leik Arsenal og Breiðabliks í London sem fram fer 19. október. Þetta verður seinni leikur liðanna í átta liða úrslitum í Evrópu- keppni félagsliða kvenna. Sá fyrri fer fram á Kópa- vogsvelli hinn 12. október. Express ferðir telja nauð- synlegt að styðja Blikastelpurnar í baráttu sinni við ensku meistarana í liði Arsen- al sem fór taplaust í gegnum síðasta tímabil bæði í deild og bikar. Verðið á þessari ferð er 49.900 krónur á mann miðað við tvo saman í herbergi. Innifalið er flug, gisting á The Strand í tvær nætur og miði á leikinn sem háður verður á Borehamwood- leikvellinum í London, heimavelli Arsenal-stúlknanna. Allar nánari upplýsingar um ferð- ina fást á vefsíðu Express ferða, www.expressferdir.is Breiðabliks- stúlkur eiga stuðning vísan hjá þeim sem fljúga til Lond- on á leik þeirra og Arsenals. Lax sem Móðir Jörð hefur alið sjálf er miklu hæfari til að bjarga sér í hörðum heimi en seiði sem mennirnir sleppa í árnar til að hækka verð á veiðileyfum. Borgarleikhúsið og Express ferðir efna til leikhúsferðar til London 20.-23. október. Tvær góðar leiksýningar eru í boði fyrir þá sem vilja bregða sér til London með Express ferðum. Þær eru Hamskiptin eftir Kafka í leikstjórn Gísla Arnar Garðars- sonar með Ingvar Sigurðsson og Nínu Dögg Filippusardóttur í aðal- hlutverkum. Einnig söngleikurinn We Will Rock You með öllum vin- sælustu Queen lögunum. Ef far- þegar óska verður farin skoðunar- ferð um borgina með Ingibjörgu Þórðardóttur, fréttamanni hjá BBC. Sérstakur fararstjóri verður Guðjón Petersen leikhússtjóri. Gist verður á Grafton-hótelinu í hjarta borgarinnar. Verð fyrir kortagesti Borgar- leikhussins er 45.900 á mann í tví- býli. Innifalið er flug með sköttu- m, gisting á 4* hóteli með morgunverði og akstur til og frá flugvelli. Allar upplýsingar veitir Lilja Hilmarsdóttir hjá Express ferðum sími 5900100 www.expressferdir.is Leikhús í London Ingvar E. fer með annað aðalhlutverkið í Hamskiptum eftir Kafka sem boðið er upp á í London. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ferðabækur eru bráðsniðugt hjálpartæki fyrir ferðamenn og geta slíkar bækur bæði sparað tíma og veitt mikla innsýn inn í ókunnuga áfangastaði. Nálgast má ferðabækur í bókabúðum og á netinu. Vínarborg s: 570 2790 www.baendaferdir.is 30. nóvember - 3. desember Vínarborg er mikil tónlistarborg og skartar sínu fegursta á aðventunni, enda eru jólamarkaðir á mörgum stöðum í borginni sem er nokkuð óvenjulegt. Í þessari ferð ætlum við að fara í skoðunarferð um borgina, þar sem sagan og tónlistin eru í fyrirrúmi. Skoðum Stefánsdómkirkjuna og förum í hina stórkostlegu höll Schönbrunn þar sem m.a. keisaraynjan Sisi bjó á sínum tíma. Hægt er að komast á Vínartónleika þar sem tónlist eftir Mozart og Strauss er spiluð. Gist á hinu glæsilega Radisson SAS Palais Hótel. Lúxusferð til fallegrar borgar sem hefur upp á margt að bjóða! Fararstjóri: Hin eina sanna Diddú Verð: 98.860 kr. á mann í tvíbýli. A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Sp ör - R ag nh ei ðu r In gu nn Á gú st sd ót tir Lúxus - Jólaferð MasterCard Mundu ferðaávísunina! ������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������� � � � � � � �� �� �� �� �� � �� �� � ���� ���������� Kúba ������� ���������� ����������� ����������� ����������� ���� ������������������������� ������������������������� ���������������� ������������������������ ��������������� �������������������������������� ���������������������������� ������������� ����������� ������������������������������� ������������������������������������ ������������������������������ ��������� ����������� ��������������������� ����������������� � ��������������� ���� � ����������������

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.