Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 44
Soffía er sannkallaður heimshornaflakkari. Hún bjó í tvö ár í Hollandi þar sem hún var í söngnámi ásamt því að koma fram með reifhljómsveitinni Groove. Hún fékk því útrás fyrir sitt helsta hugðarefni þarna úti auk þess að geta sinnt gríðarlegri söfnunaráráttu. „Ég var svo heppin að hafa aðgang að alls kyns mörkuðum í Hollandi,“ segir Soffía. „Eftir á að hyggja hefði ég viljað komast oftar á flóamarkaði en tím- inn leyfði það einfaldlega ekki vegna söngsins. Helst hefði ég þurft gám undir alla hlutina sem ég fékk augastað á. Nú er draumurinn að komast á banda- ríska markaði þar sem finna má alls kyns skemmti- lega hluti.“ Soffía fór fyrst að safna gömlum munum þegar hún hóf búskap fyrir um það bil fimmtán árum. Mestmegnis eru þetta hlutir frá ferðalögum og úr fjölskyldunni, en hún segist ekki hika við að spyrja ömmu og afa um gamla muni rati þeir upp á háaloft hjá þeim. „Ég lít á þessa gömlu hluti sem börnin mín, hálfgerða munaðarleysingja sem ég hef tekið undir minn verndarvæng, og þykir afar vænt um,“ segir hún og bætir við að henni finnist sorglegt til þess að hugsa hversu duglegt fólk er við að henda heillegum hlutum, sem gegndu kannski áður hlutverki helsta stofustássins á heimilinu. Soffía safnar öllu á milli himins og jarðar; göml- um skóm, ritvélum, spilum, leikföngum og skólatösk- um. Saumavélar eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. „Saumavélasafnið mitt vekur jafnan mikla kátínu, þar sem ég sauma sjálf ekki nokkurn skapaðan hlut,“ segir Soffía hlæjandi. „Flestar eru vélarnar frá langömmu minni, að einni undanskilinni sem ég fékk í gjöf frá góðvini mínum Bjartmari Þórðarsyni leikara,“ segir hún. „Hún er upphaflega úr skáp sem hann notaði undir baðvask heima hjá sér. Þannig að nú á ég eina frí- standandi saumavél, sem verður bráðlega tekin í gegn og sett á viðeigandi stað í nýja „gamla“ hús- inu mínu, sem við maðurinn minn festum kaup á í Vogum á Vatnsleysuströnd. Það var byggt árið 1946 og þarfnast töluverðra endurbóta, sem verður gaman að takast á við,“ segir hún. Soffía er augljóslega í skýjunum yfir flutningun- um og segist hafa dottið í lukkupottinn þegar þau fundu húsið, þar sem þarna sé fámennt en góðmennt og fjölskylduvænt. Soffía hefur fleiri ástæður til að fagna því hún er að leggja lokahönd á plötu sem kallast Wild Horses eftir samnefndu lagi. „Ég hefði viljað hafa fimm- tíu lög á plötunni en tókst að velja tíu lög, flestöll í rólegri kantinum, sem mér þykir afar vænt um,“ útskýrir hún. „Þarna er meðal annars að finna lag sem Guðrún Árný systir mín samdi við ljóð eftir mig. Lögin eru annars héðan og þaðan og því kannski svolítið eins og hlutirnir sem ég hef safnað í gegnum tíðina.“ - rve Ættleiðir gamla hluti Soffía Karlsdóttir söngkona safnar öllu milli himins og jarðar og vill helst hafa sem minnst í stíl heima hjá sér. Smiður sem bjó í íbúðinni áður en Soffía tók við henni setti upp þessa skemmtilegu innréttingu. Soffía keypti á hana höldur úr versluninni Borð fyrir tvo og gætti þess að hafa engar tvær eins, þar sem henni er illa við að hafa allt í stíl. Singer-saumavél frá annarri langömmu hennar. Hún er enn nothæf þótt hún sé ekki notuð. Óhætt er að segja að stofan hjá Soffíu sé skrautleg. Í horninu er gamalt orgel frá afa henn- ar, sem barnabörnin fengu að glamra á tímunum saman. Í dag fær systursonur Soffíu að leika sér á því. Á borðinu er leirskál eftir móður Soffíu sem er að hennar sögn mjög listræn. Soffía gefur líklegast út plötu fyrir jólin og vænta má að fyrsta lagið verði flutt í útvarpinu á næstunni. Þessa leikfangakubba átti frændi Soffíu þegar hann var lítill. Þeir eru frá sjötta áratugnum og útbúnir smellum svo að hægt sé að festa þá saman. FRAMHALD Á NÆSTU OPNU... Þennan gamla rugguhest smíðaði ömmu- bróðir Soffíu handa móður hennar þegar hún var þriggja ára. Soffía hefur skreytt hann með heimatilbúnum jólakransi sem henni finnst flott að hafa uppi allt árið um kring. ■■■■ { heimilið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Frá vinstri talið barnaskór af syni Soffíu, henni sjálfri og móður hennar. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.