Fréttablaðið - 30.09.2006, Síða 86
30. september 2006 LAUGARDAGUR50
Einn mest notaði litur í heim-inum er tvímænalaust svart-ur. Liturinn fyllir fataskáp
hverra konu enda liturinn bæði
grennandi og fer hvaða húðgerð
sem hárlit vel. Það geta sem sagt
allir klæðst svörtu, en það er ekki
hægt að segja um aðra liti litrófs-
ins. Svartur passar einnig við alla
aðra liti og því mjög öruggt að
kaupa sér svarta flík. Ég þekki
margar konur sem vilja helst ekki
klæðast öðru en svörtu og verða
óöruggar ef þær eru ekki klæddar
í neitt svart.
Sem betur fer fyrir kvenþjóð-
ina er svartur meginlitur vetrar-
tískunnar. Það er í tísku að vera
svartklæddur frá toppi til táar
sem áður fyrr hefði túlkast sem
vanvirðing því svartur er auðvitað
einnig litur sorgarinnar. Svartur
er dularfullur og seiðandi litur.
Háttsettar konur í atvinnulífinu
nota mikið svartan lit til að undir-
strika vald sitt.
Svartur er góður litur sem
hægt er að nota og njóta við hvaða
tækifæri sem er.
alfrun@frettabladid.is
Nú er útlitið svart
LEÐUR Svört leður kápa frá Yves Saint
Laurent fyrir veturinn 2006.
NYTSAMLEGT Leðurjakki
með blazer-sniði úr
Gallerí 17.
STUTTUR Jakki frá
íslenska hönnuðinum
Eygló og fæst í Kronkron.
DEMANTAR Þeir hafa
ávallt farið vel við
svartan klæðnað.
Kjóll frá Gallerí 17.
FÍNAR Buxur
með niðurmjó-
um skálmum frá
Kronkron.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SLAUFA Svört slaufa um hálsinn.
Dömulegt frá Yves Saint Laurent.
TASKA Það er nauðsynlegt að eiga
svarta tösku sem gengur við allt. Þessi
er frá Gallerí 17.
HÁLSMEN
Svartar perl-
ur frá Rokki
og rósum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VILHELM
LAKK Dömulegir
skór frá Rokki
og rósum úr
svörtu lakki.
ÖKKLASTÍGVÉL
Öðruvísi stígvél
franska hönnuðar-
ins Eley Kishimoto,
fást í Kronkron.
SÆTUR Lítill hattur með slaufu
að framan frá Rokki og rósum.
LEÐURPILS
Seiðandi pils úr
leðri frá Rokki
og rósum. KOKTEILTASKA Frábær
taska úr Kronkron.
BELTI Mitt-
isbelti með
teygju og
lakki. Frá
Rokki og
rósum.
Spáir þú mikið í tískuna? Já, ég geri það. Ég er
samt enginn þræll tískunnar og eltist ekki við hvað
sem er. Það er svo gaman að sjá hvernig
myndlist hefur áhrif á tísku og svo öfugt.
Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Hann
er bara frekar persónulegur og breytilegur. Allt frá
rómantík til furðulegra hugmyndaríkra flíka. Það fer
bara eftir skapi hverju sinni.
Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Emma Cook,
3as four, Undercover, Peter Jensen, Bernhard Will-
helm, Alexander McQueen og Preen.
Flottustu litirnir? Svartur er alltaf góður með en
svo er ég alltaf mjög veik fyrir öllum bláum litum
alveg frá ljósbláum til fjólublárra og grænblárra
lita.
Hverju ertu veikust/veikastur fyrir? Kjólum, ég
verð alltaf svo hamingjusöm þegar ég klæðist fal-
legum kjól.
Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég keypti mér
mjög fallega, svarta, rómantíska kápu i Zöru.
Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Ég er
mjög ánægð með það hversu frjálsleg tískan er í
dag. Flíkur eru líka orðnar að meiri gripum sem
hafa sjálfstæð form og nálgast það jafnvel að vera
skúlptúrar.
Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir veturinn? Ég er
að fara til Bandaríkjanna núna í vikunni og þar ætla
ég að reyna að finna mér góðan jakka.
Uppáhaldsverslun? Kron Kron og Trilogia eru fal-
legustu búðirnar á Íslandi í dag.
Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði?
Það er mjög misjafnt, alveg frá 0 kr. upp í svona
30.000 kr. Ég kýs frekar gæði en magn.
Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Svörtu þröngu
gallabuxnanna minna, ég nota þær örugglega mest af
öllu sem ég á.
Uppáhaldsflík? Það er
líklega kjóll eftir Peter
Jensen sem ég fékk í
Lakkrísbúðinni sem var
og hét.
Hvert myndir þú fara í
verslunarferð? Til New
York eða Berlínar.
Ljótasta flík sem þú
hefur keypt þér? Í
fyrrasumar keypti ég
mér jakka í Kolaport-
inu með svona Star
Trek-prenti á. Hann
er rauðleitur og úr
einhvernvegin svona
plast-pappírs efni, mjög
sérstakur.
SMEKKURINN ÁSLAUG ÍRIS KATRÍN FRIÐJÓNSDÓTTIR MYNDLISTARMAÐUR
Kýs gæði fram yfir magn
> Mælum með
... legghlífum. Eru til
í öllum stærðum og
gerðum í verslunum
borgarinnar. Hent-
ugar yfir skó og
stígvél, við buxur
sem og pils. Góð
fjárfesting fyrir
veturinn.
utlit@frettabladid.is
Ég tel mig í hóp miðbæjarrottanna. Flutti þangað fyrir rúmum þremur
árum og losnaði þar með úr viðjum úthverfanna, sem einkennast af klíku-
myndunum og sjoppuhangsi. Það var mikil uppljómun fyrir mig að kom-
ast í miðbæ Reykjavíkurborgar sem er með eindæmum sjarmerandi og
fallegur með gömlum byggingum og sérstöku samfélagi. Undanfarið
hefur einnig verið í tísku að búa í miðbænum og ætli það hafi ekki spilað
eilítið inn í ákvörðun mína um búferlaflutning sem og hin stutta vega-
lengd á skemmtistaðina. Röltfæri á barinn er góður kostur fyrir mann-
eskju á mínum aldri.
Þess vegna var ég með eindæmum glöð þegar ég rölti niður Laugaveginn
fyrr í vikunni og sá að fjórar nýjar búðir höfðu opnað í þessari hringiðu
menningarinnar. Hingað til hefur meira verið af því að búðir hverfi úr
miðborginni og flytji sig í verslunarmusterin tvö.
Ég tek ofan fyrir búðareigendum sem staðsettir eru á Laugaveginum
enda veit ég af eigin raun að búðarlífið á Laugaveginum er ekki auðvelt.
Hið ótrausta veðurfar klakans spilar mjög stóran þátt í því að ekki er
auðvelt að fá viðskiptavini til að vaða slabb og himinháa skafla til að
kaupa sér einn bol. Miðbærinn morar einnig í stöðumælavörðum sem
gera ekki annað en að gera fólki lífið leitt með því að spreða himinháum
sektum út um allt.
Ofangreindar búðir eru hins vegar keimlíkar í alla staði. Allar selja þær
rándýran hátískufatnað sem flestir geta aðeins látið sig dreyma um og
það er mjög gaman að skoða og fá að þreifa á fallegum fatnaði sem búð-
irnar hafa upp á að bjóða. Ætli Laugavegurinn og nágrenni sé að verða
að „fínu hverfi“ eins og fyrirfinnst í næstum öllum stórborgum heims? Í
þeim hverfum eru glæsivagnarnir á hverju strái og Chanel-búðir fylla
hver götuhorn.
Sjáum hvað setur, en ég vona innilega að þessar búðir haldist á Lauga-
veginum og fleiri búðareigendur fari að fordæmi þeirra og opni þar
búðir. Það er nauðsynlegt til þess að verslunargatan haldi sessi sínum
sem miðpunktur Reykjavíkurborgar.
Miðbæjarmambó
MÓÐUR VIKUNNAR
Álfrún fer yfir málin
9
HVER VIN
NU
R
!
SENDU
SMS
SKEYT
IÐ JA
TNF
Á
NÚME
RIÐ 19
00 OG
ÞÚ
GÆTIR
UNNI
Ð MIÐ
A FYR
IR TVO
!
VINNIN
GAR E
RU BÍÓ
MIÐAR
FYRIR
TVO,
DVD M
YNDIR
OG M
ARGT
FLEIR
A!
FRUM
SÝND
29//09
//06
V
in
n
in
g
ar verð
a afh
en
d
ir h
já BT Sm
áralin
d
. K
ó
p
avo
g
i. M
eð
þ
ví að
taka þ
átt ertu
ko
m
in
n
í SM
S klú
b
b. 99 kr/skeytið.
MOBILE