Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.09.2006, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 30.09.2006, Qupperneq 90
54 30. september 2006 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? SEPTEMBER 27 28 29 30 1 2 3 Fimmtudagur ■ ■ LEIKIR  14.00 KR og Keflavík mætast í úrslitum VISA-bikars karla.  14.00 Stjarnan og HK mætast í DHL-deild kvenna í handbolta.  15.00 Fram og Grótta mætast í DHL-deild kvenna í handbolta.  16.00 FH og Haukar mætast í DHL deild kvenna í handbolta.  16.00 ÍBV og Valur mætast í DHL- deild kvenna í handbolta.  16.00 HK og Fylkir mætast í DHL- deild karla í handbolta.  16.00 Valur og Akureyri mætast í DHL-deild karla í handbolta. FÓTBOLTI KR og Keflavík mætast í dag á Laugardalsvelli í úrslitaleik VISA-bikarkeppni karla í knatt- spyrnu.Gengi liðanna hefur verið ólíkt í síðustu umferðum Lands- bankadeildarinnar í sumar. KR hefur gengið allt í haginn og ekki tapað leik frá 17. júlí þegar liðið lá fyrir ÍA á heimavelli en síðan þá hafa KR-ingar leikið sjö leiki, unnið fimm og gert tvö jafntefli. Keflvíkingar hafa hins vegar ekki unnið fjóra síðustu leiki sína í deildinni. Síðasti sigurleikur Kefl- víkinga var 2-1 sigur á Íslands- meisturum FH í Keflavík en síðan þá hafa Keflvíkingar gert tvö jafntefli og tapað tveimur leikj- um. Keflvíkingar hafa haft gott tak á KR undanfarin ár og það var engin breyting þar á í leikjum lið- anna í deildinni í sumar. Fyrri leikurinn í Keflavík endaði með 3- 0 sigri heimamanna en síðari leik- urinn á KR-vellinum fór 2-2. En bikarkeppni hefur allt annan brag á sér en deildarkeppni. Þar kemur ekkert annað til greina en sigur og þjálfarar liðanna, þeir Teitur Þórðarson, þjálfari KR, og Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, sögðu að það væri ekki flókið verkefni að undirbúa leikmenn andlega fyrir þennan leik. „Það er ekkert vandamál hjá okkur hvað það snertir. Margir af okkar strákum hafa áður spilað úrslitaleiki og þeir vita hvernig tilfinning það er og það er engin spurning að menn koma klárir í þennan leik,“ sagði Teitur Þórðar- son, þjálfari KR. „Það er nú þegar komin mjög góð stemning í okkar hóp og við höfum líka stráka sem hafa spilað úrslitaleik áður og unnið bikarinn, þannig að við vitum alveg hvað þarf til að sigra,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavík- ur, og hann var ekki í vafa um að þetta góða tak sem Keflavík hefur haft á KR myndi hafa sitt að segja í þessum leik. Teitur Þórðarson sagði að undir- búningurinn fyrir þennan leik væri á hefðbundnum nótum, æfingar væru ekkert öðruvísi, en KR-ingar ætla þó að vera saman síðasta sólarhringinn fyrir leik- inn. Kristján, þjálfari Keflvík- inga, sagði hins vegar að breyting hefði verið gerð á undirbúningi liðsins fyrir þennan leik. „Við breyttum aðeins þjálfunaráhersl- um fyrir þrem vikum síðan, bæði með tilliti til þessa leiks og stöð- unnar í deildinni á þeim tíma, en okkur finnst samt best að sofa heima,“ sagði Kristján. Stuðningsmenn liðanna ætla að sjálfsögðu að gera sér glaðan dag í tilefni leiksins. Keflvíkingar ætla að koma saman í anddyri Laugardalshallarinnar og vera með ýmsar uppákomur og KR- ingar ætla að hittast í KR-heimil- inu, en í dag fer fram uppskeru- hátíð hjá yngri flokkum félagsins. dagur@frettabladid.is Ekkert mál að búa leik- menn undir úrslitaleikinn Úrslitaleikur VISA-bikarkeppni karla fer fram í dag þegar KR og Keflavík mæt- ast. KR-ingar hafa tíu sinnum unnið bikarinn en Keflvíkingar þrisvar. FYRIRLIÐAR LIÐANNA Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga, og Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði KR-inga, berjast hér um bikarinn en það verður hart barist á Laugar- dalsvellinum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FÓTBOLTI Bikarkeppni karla hefur verið leikin allar götur frá árinu 1960 og KR-ingar hafa oftast allra liða hampað bikarnum, eða tíu sinnum, en þeir hafa þrettán sinn- um leikið til úrslita. Síðast unnu KR-ingar bikarinn árið 1999 þegar liðið lagði ÍA að velli 3-1. Keflvíkingar hafa átta sinnum leikið til úrslita og þrisvar sinnum hefur liðið endað með því að lyfta bikarnum, nú síðast fyrir tveimur árum þegar Keflavík lagði KA í úrslitum, 3-0. KR-ingar leika í dag í sínum hefðbundnu búningum en Keflvík- ingar leika í sínum rauðu varabún- ingum. - dsd Saga liðanna í úrslitum: KR-ingar sigursælastir HVERJIR LYFTA BIKARNUM Í DAG? Keflvíkingar unnu síðast bikarinn fyrir tveimur árum en KR-ingar fyrir sjö árum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. FÓTBOLTI Sjálft Rauða ljónið, Bjarni Felixson, mun lýsa leik KR og Keflavíkur í Útvarpi KR 98,3 í dag og honum til aðstoðar verður Kristinn Kjærnested. Það hefur lengi verið draumur útvarpsmanna að fá Bjarna til að lýsa fyrir KR og spurning hvort hann verði jafn hlutdrægur og fyrri lýsendur útvarpsins en það er nánast skylda að vera hlut- drægur á þessum fjölmiðli. Útvarp KR 98,3: Bjarni Fel lýsir leiknum BJARNI FELIXSON Klár í slaginn. LEIÐ LIÐANNA Í ÚRSLITIN: KR: Njarðvík-KR 0-1 Bjarnólfur Lárusson, víti KR-ÍBV 1-1 (v. 4-2) Björgólfur Takefusa Þróttur-KR 0-1 Skúli Jón Friðgeirsson Keflavík: Leiknir-Keflavík 0-3 Stefán Örn Arnarson 2, Guðmundur steinarsson. ÍA-Keflavík 3-4 Guðmundur Steinarsson 2, Simun Samuelsen, Þórarinn Kristjánsson. Víkingur-Keflavík 0-4 Guðmundur Steinarsson 2, Jónas Sævarsson, Þórarinn Kristjánsson. Lið ÍR hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar síðustu tvö ár og uppistaðan í liðinu í dag er kornungir heimamenn. Þurfti því ekki að koma á óvart að þeim væri spáð neðsta sæti DHL-deildarinnar fyrir mótið. ÍR-strákarnir blésu rækilega á allar hrakspár þegar stórlið Hauka kom í heimsókn í Austurbergið. Þeir rúlluðu yfir Hafnfirðingana og unnu sex marka sigur, 36- 30. Mesta athygli vakti leikur þeirra Björgvins Hólmgeirs- sonar og Davíðs Georgssonar, sem báðir eru nítján ára og eru því leikmenn með 2. flokki félagsins. Björgvin skoraði 12 mörk úr 16 skotum en Davíð skoraði 11 mörk úr 12 skotum. Björgvin á ekki langt að sækja hæfileikana en bróðir hans er stórskyttan og landsliðsmaðurinn Einar Hólm- geirsson sem leikur með Grosswallstadt í Þýskalandi. „Þessi sigur kom okkur ekkert á óvart. Við sögðum við alla í skólanum að við myndum vinna þennan leik með átta til tíu mörkum,“ sagði Björgvin kokhraustur. „Það var frábær stemning líka í okkar liði. Það býst enginn við neinu af okkur þannig að við verðum að spila með hjartanu, sem var eitthvað annað en Haukarnir, sem virtust líta á það sem skylduverk að klára leikinn og svo var greinilegt að þeir vanmátu okkur líka. Það mun ekkert lið gera eftir þennan sigur. Liðin verða frekar hrædd við okkur.“ Það mátti glöggt sjá í leiknum gegn Haukum að Björgvin hefur styrkt sig mikið á síðustu misserum. „Ég er búinn að þyngja mig um 4-5 kíló. Þetta er allt að koma en ég er samt ekkert fluttur í lyftingasalinn. Annars æfðum við eins og skepnur í sumar og allt upp í tíu sinnum á viku. Það skilaði sér strax í fyrsta leik og við munum græða á því,“ sagði Björgvin, sem er greinilega með sjáfstraustið í lagi enda skaut hann sextán sinnum að marki í leiknum. „Maður hatar nú ekki að skjóta.“ Menn eru þegar byrjaðir að bera Björgvin saman við bróð- ur hans Einar en það fer ekkert í taugarnar á Björgvini. „Við erum gerólíkir leikmenn. Hann hefur mun meiri styrk en ég og svo er hann örvhentur. Hann hefur alltaf verið þessi mass- aði en ég var mjóa týpan. Þess vegna er ég að bæta á mig núna. Ég er annars alltaf að bæta mig og þarf helst að bæta mig í vörninni og línuspilið,“ sagði þessi stórefnilegi leikmaður. HIÐ UNGA LIÐ ÍR SLÓ Í GEGN Á MÓTI HAUKUM: VORU ALLTAF VISSIR UM STÓRSIGUR Það mun ekkert lið vanmeta okkur eftir þennan sigur FÓTBOLTI Eyjólfur Gjafar Sverris- son, landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu, hefur tilkynnt 20 manna hóp sem mætir Lettum og Svíum í undankeppni Evrópumótsins. Fyrri leikurinn er gegn Lettum á útivelli 8. október en leikurinn gegn Svíum er hér heima 11. október. Fjórar breytingar eru á hópnum frá leikjunum gegn Dönum og N-Írum fyrr í þessum mánuði. Inn í hópinn koma Marel Baldvinsson, Daði Lárusson, Emil Hallfreðsson og Pétur Hafliði Marteinsson en fyrir þeim víkja þeir Ólafur Örn Bjarnason, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Heiðar Helguson og Kristján Finnbogason. Gunnar Heiðar er meiddur og Heiðar Helguson fær frí í þessum leikju út af persónu- legum ástæðum „Ég tók Pétur inn með það í huga að hann getur spilað á miðjunni, en tveir miðjumenn hjá okkur eru með gult spjald á bakinu og því gætum við misst þá í bann í seinni leiknum,“ sagði Eyjólfur Sverrisson og bætti því við að hann sættir sig við eitt stig á útivelli gegn Lettum. „Ég sá leik Letta og Svía og þar voru Lettarnir bara óheppnir að vinna ekki. Þeir eru eins og hálfgert félagslið. Leikmennirnir eru búnir að spila lengi saman, þetta er nánast sami hópur og lék á EM í Portúgal og það er greinilegt að þeir þekkja hvorn annan mjög vel.“ - dsd Breytingar á landsliðinu: Fjórir nýir inn Landsliðshópurinn: ÁRNI GAUTUR ARASON VÅLERENGA IF DAÐI LÁRUSSON FH HERMANN HREIÐARSSON CHARLTON BRYNJAR BJÖRN GUNNARSSON READING ÍVAR INGIMARSSON READING ARNAR ÞÓR VIÐARSSON TWENTE EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN BARCELONA PÉTUR H. MARTEINSSON HAMMARBY INDRIÐI SIGURÐSSON LYN STEFÁN GÍSLASON LYN JÓHANNES K. GUÐJÓNSSON AZ ALKMAAR GRÉTAR RAFN STEINSSON AZ ALKMAAR KRISTJÁN ÖRN SIGURÐSSON BRANN MAREL JÓHANN BALDVINSSON MOLDE VEIGAR PÁLL GUNNARSSON STABÆK HJÁLMAR JÓNSSON IFK GÖTEBORG KÁRI ÁRNASON DJURGÅRDEN IF HANNES Þ. SIGURÐSSON BRÖNDBY IF HELGI VALUR DANÍELSSON ÖSTER IF EMIL HALLFREÐSSON MALMÖ FF FÓTBOLTI Kamerúnski framherj- inn Samuel Eto´o, leikmaður Bar- celona, getur ekki leikið með lið- inu næstu fimm mánuðina en hann meiddist mjög illa á hné á miðvikudag þegar liðið lék gegn Werder Bremen í Meistaradeild- inni. Spænskir sparkspekingar virðast flestir sammála um að eðlilegast sé að Eiður Smári Guð- johnsen taki sæti hans í byrjun- arliði Evrópumeistarann. Eiður hefur enn ekki leikið leik með lið- inu sem byrjunarliðsmaður en hefur átt góðar innkomur. Í íþróttablaðinu Marca í gær segir að áður hafi Svíinn Henrik Larsson ekki brugðist þegar hann þurfti að fylla skarð Eto´o á sínum tíma, nú sé hins vegar tími fyrir Eið Smára að sýna að hann geti einnig staðið undir slíkri ábyrgð. Valið virðist standa á milli Eiðs Smára og Argentinu- mannsins Javiers Saviola og spænskir fjölmiðlar eru flestir á því að tími Eiðs Smára sé runn- inn upp. Fleiri ólíklegri möguleikar hafa einnig verið nefndir svo það verður spennandi að sjá hvað Frank Rijkaard, þjálfari Barce- lona, gerir í dag þegar liðið mætir Athletic Bilbao í spænsku deild- inni. - jse Meiðsli Samuel Eto´o gætu opnað dyrnar fyrir Eið Smára Guðjohnsen: Eðlilegast að Eiður leysi Etó o af TÆKIFÆRIÐ KOMIÐ? Eiður Smári hefur beðið þolinmóður á bekknum og spurning hvort hans tími sé kominn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES GOLF Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr Kili, lék gríðarlega vel á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir evrópsku áskorendamóta- röðina en hann lék lokadaginn í gær á sjö höggum undir pari. Samtals fór Heiðar Davíð hringina fjóra á níu höggum undir pari og endaði í áttunda til tíunda sæti á mótinu. Þessi árangur þýðir að Heiðar Davíð hefur nú tryggt sér þátttökurétt á öðru stigi úrtöku- mótsins. - dsd Heiðar Davíð Bragason: Fékk sjö fugla og komst áfram > Enginn að þjálfa ÍA? Þó að Guðjón Þórðarson sé búinn að skrifa undir samning við ÍA er ekki enn búið að uppfæra heimasíðu knattspyrnu- deildarinnar og greina frá nýja þjálfaranum. Það tók aftur á móti skamman tíma að uppfæra heimasíðuna þegar skipt var um stjórn en stjórnarskiptin þykja kannski merkilegri en þjálfaraskiptin? Á spjallborði félagsins skiptast menn á skoðunum um nýja þjálfarann og er misgott hljóðið í fólki þó að flestir séu jákvæðir. Bræðurnir fengu þó mun fleiri atkvæði en Guðjón í kosningunni á síðunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.