Fréttablaðið - 30.09.2006, Page 94

Fréttablaðið - 30.09.2006, Page 94
 30. september 2006 LAUGARDAGUR58 HRÓSIÐ … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 FRÉTTIR AF FÓLKI LÁRÉTT 2 land 6 í röð 8 for 9 sæti 11 slá 12 skordýr 14 nuddast 16 frá 17 áverki 18 glaumgosi 20 kusk 21 auma. LÓÐRÉTT 1 gáski 3 guð 4 nískupúki 5 knæpa 7 seinfarinn 10 traust 13 fram- koma 15 traðkaði 16 temja 19 ryk. LAUSN LÁRÉTT: 2 írak, 6 rs, 8 aur, 9 set, 11 rá, 12 lirfa, 14 núast, 16 af, 17 sár, 18 gæi, 20 ló, 21 arma. LÓÐRÉTT: 1 ærsl, 3 ra, 4 aurasál, 5 krá, 7 seinfær, 10 trú, 13 fas, 15 tróð, 16 aga, 19 im. „Ég er að taka þátt í annað sinn,“ segir Ásdís Leifsdóttir, sveitar- stjóri Strandabyggðar, en í kvöld fer fram undankeppnin í karókí vinnustaða á Ströndum á skemmti- staðnum Bragganum. „Við héldum þetta í fyrsta skipti á Café Riis í fyrra en þá sprengdi staðurinn utan af sér á undankvöldinu og við fluttum úrslitakvöldið á Bragg- ann. Núna verða bæði kvöldin þar enda mikil stemning fyrir þessu,“ segir Ásdís sem bregð- ur sér í líki hins veiklulega Thom Yorke úr Radiohead og syngur lagið Creep. „Þetta er verðugt verkefni og það er gaman að taka eitthvað sem fólk býst ekki við,“ segir hún og hlær. Ásdís segir að mik- ill metnaður sé hjá Strandamönnum fyrir þessari keppni enda hafi þegar þrettán manns skráð sig til leiks, þar á meðal Sigurður Atlason frá Strandagaldri á Strönd- um en hann ætlar að töfra fram lagið Man I feel like a Woman eftir Shaniu Twain. „Dómnefnd velur síðan sjö sem keppa á úrslita- kvöld- inu eftir hálfan mánuð en áhorf- endur fá að velja einn,“ segir sveitarstjórinn, sem komst í úrslit í fyrra með laginu Heartbreak Tonight með Eag- les. Hún söng síðan Simply the Best með Tinu Turner og New York, New York með Frank Sinatra á úrslitakvöld- inu en varð að lúta í lægra haldi fyrir Stefáni Jóns- syni. „Þetta er bara alveg rosalega skemmtilegt og það er mikil tilhlökkun fyrir keppninni meðal íbúanna.“ -fgg Rokkaður sveitarstjóri á Ströndum ÁSDÍS LEIFSDÓTTIR Syngur Creep eftir Radiohead á árlegri karókí keppni vinnustaða á Ströndum. THOM YORKE Hvort Ásdís eigi eftir slá hinum veiklu- lega söngvara Radiohead við verður að koma í ljós. SIGURÐUR ATLASON Syngur lag Shaniu Twain, Man I feel like a Woman. „Ég er alls ekki hættur í hljóm- sveitinni og Trabant er ekki hætt, hananú,“ segir Ragnar Kjartans- son söngvari í hljómsveitinni en sögusagnir hafa verið uppi þess efnis að hann væri búinn að segja skilið við hljómsveitina góðkunnu. Til að mynda birtist moli þess efnis í Blaðinu í gær en hann mun vera alls ósannur. Þorvaldur Gröndal trommuleikari hljómsveitarinnar hætti fyrir stuttu, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, til að sinna föðurhlutverkinu og út frá því hafa sprottið upp sögur um hvort hljómsveitin væri að líða undir lok. Viðar Hákon Gíslason, gítarleikari Trabant, blæs einnig á þessar sögusagnir og segir hljómsveitina vera í góðum gír um þessar mundir. „Stemningin í hópnum hefur ekki verið betri í langan tíma. Vissu- lega er erfitt þegar einn meðlimur hættir en við hinir höldum ótrauðir áfram,“ segir Viðar. Trabant mun ekki koma fram á Airwaves-hátíðinni en næstu tónleikar hljómsveitarinnar eru í Amsterdam í október. Félag- arnir útiloka þó ekki að Íslending- ar fái að njóta tónlistar þeirra innan skamms. -áp Allir sáttir og glaðir í Trabant TRABANT Sögusagnir hafa verið uppi um að hljómsveitin sé að hætta en með- limir bandsins neita því alfarið. Næstu tónleikar sveitarinnar eru í Amsterdam í október. RAGNAR KJARTANSSON Söngvari Trabants er ekki hættur í bandinu. Ingvi Hrafn Jónsson, meistari ljós- vakans, er nú í því sem hann kallar „long weekend“ í London. Þar ætlar hann í leikhús og í golf á meðan hann hugleiðir hvar og hvernig Hrafnaþingi hans verður best fyrir komið á skjánum. Komið hafa fram hugmyndir um að hann færi sig að hluta inn í Ísland í dag með sína hnífskörpu umræðu. Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttastjóri NFS hugleiðir þetta sama og Ingvi - einnig á erlendri grundu. Hann er, ásamt fleiri fjölmiðlungum, á leið utan í þekkt fyrirbæri innan fjöl- miðlageirans sem eru NATÓ-ferðir. Nató býður valinkunnum fjölmiðla- mönnum í lúxusferð, og hefur lengi gert, til að skoða starfsemina og njóta jafnframt lífsins í Brussel. Meðal ferðalanga er Eyrún Magnúsdóttir og kemur það á óvart því hún er hætt í Kastljós- inu. En boðið hefur væntanlega komið áður en hún hætti þar á bæ. Reynir Traustason er góður með sig þessa dagana sem jafnan og nýtur þess að geta dregið menn á svörum við því hvaða milljónamenn standa á bak við útgáfuna hinar Fögru dyr og tímarit- ið Ísafold. Þó hefur heyrst að sjálfur Geir R. Andersen, goðsagna- persóna af eldgamla DV, muni hafa umsjón með lesendabréfum Ísafoldar. Þeir sem þekkja stíl Geirs og skoðanir telja hann hafa farið mikinn á kjaftavefnum malefnin. com sem „Lyon“. Afköst hans á DV voru mikil en þó mörgum hulin því haft er fyrir satt að hann hafi brugðið sér í allra kvikinda líki og ritað lungann af lesenda- bréfum DV sjálfur. -jbg ... fær Sigurður G. Tómasson fyrir að grafa stríðsöxina og snúa aftur í faðm Arnþrúðar Karls- dóttur á Útvarpi Sögu. Vasa línan Fer vel í veski Auglýsingar, merki og búningar fyrir íslenskan her eru áberandi í Fítonblaðinu sem kemur út um helgina. Þetta er fimmta árið í röð sem auglýsingastofan Fíton gefur blaðið út og samkvæmt venju birt- ast þar greinar um hugmynda- vinnu og sköpunarferli, hagsveifl- ur í auglýsingastofulandslaginu, uppbyggingu vörumerkja og virðismat þeirra ásamt viðtölum við fagfólk og umfjöllun um helstu auglýsingaherferðir stofunnar síðustu misserin. Starfsfólk aug- lýsingastofunnar fær einnig gott pláss til þess að bregða á leik og að þessu sinni var ákveðið að hanna útlit og ásýnd íslenska hersins. Því er haldið vandlega til haga í blaðinu að enginn hafi beðið Fíton um að hanna þessi her- gögn enda sé íslenskur her ekki til. Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, skrifar grein í blaðið um „hönnun valdsins“ þar sem hann segir að vald sé „fyrst og fremst gert sýnilegt af hönnuð- um og arkitektum. „Það er fyrst og fremst gefið til kynna á myndrænan hátt – ímynd- ið ykkur valdsmenn án bygginga, án leikvanga og leikmynda, án farartækja, án verkfæra og vopna, án merkja, án búninga, án myntar og peningaseðla sem auðvitað eru upphaflega verk teiknara.“ Stefán Snær Grétarsson birtir hugmyndir sínar um einkennis- búninga æðstu manna hersins í blaðinu og taldi liggja beinast við að teikna búningana á Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. „Það lá nokkuð ljóst fyrir að ég myndi nota Björn sem módel enda er hann í mínum huga persónu- gervingur þjóðfélagsumræðunnar um íslenskan her,“ segir Stefán Snær. „Við fengum algert frelsi í þessu tiltekna dæmi,“ segir Stefán sem leitaði víða hug- mynda þegar hann hannaði foringjabúningana. „Þessu er stolið héðan og þaðan. Húfan er til dæmis byggð á bandarískri lögregluhúfu og svo er maður undir sterkum áhrif- um frá Tinna- bókunum.“ Stefán Snær segir þetta allt gert í hálfkæringi og hann geti ekki skrifað upp á það að mikil alvara hafi legið að baki en þess er þó getið í grein í blaðinu að hugmyndir og hönnun séu sérsvið stofunnar og það muni því ekki standa á Fíton „þegar ákvörðun um stofnun hers verður tekin.“ Helga Valdís Árnadóttir vinnur með ímynd hersins, gefur honum slagorðið „Það er betra að deyja standandi en á hnjánum“ og segir herinn vera kaldan og sterkan. „Það duga engin vettlingatök þegar verja þarf landið gegn veiðiþjófum, fuglaflensu og Vítisenglum. Hinn illskeytti og baneitraði Miðgarðs- ormur er táknmynd hersins og hefur hann fengið að láni arnarvængi til að auka styrk sinn enn frekar.“ thorarinn@frettabladid.is FÍTON: HANNAR ÚTLIT OG ÍMYND ÍSLENSKS HERS Betra að deyja standandi en á hnjánum DÓMSMÁLARÁÐHERRANN Einkennisbúningur hershöfðingja í Flugher lýðveldisins var teikn- aður á Björn Bjarnason. Hrafn Gunnarsson hannaði vígalegt skjaldarmerki hersins. F í t o n / S Í A 1. Árni Johnsen 2. The Guardian 3. 6-0 fyrir Íslandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.