Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2006, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 07.10.2006, Qupperneq 18
18 7. október 2006 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚAR RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Það var Marteinn skógarmús sem elti mig og reyndi að éta mig.“ Allir ættu að kannast við þessa málsvörn Mikka refs úr Dýrunum í Hálsaskógi. Hún þótti ekki sérlega sannfærandi í leikritinu en kannski gleymdi Egner að skrifa réttu persónurnar inn í stykkið. Kannski hefði hann átt að bæta þeim Vilhjálmi Egilssyni, Birni Bjarnasyni og Styrmi Gunnarssyni inn í það, með þá Andrés Magnússon, Hannes Hólmstein og Þór Whitehead sem aukapersónur. Þá hefði Mikki refur eignast fjölmennan kór stuðningsmanna og aldrei þurft að hætta að borða önnur dýr. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, heldur því fram að álframleiðsla á Íslandi sé lögð í einelti. Ég nenni ekki að elta ólar við það hversu heimskulegur og móðgandi allur hans málflutning- ur er. Aðalatriði málsins er að hann er rangur. Það felst ekkert einelti í því að álfyrirtækjunum er boðið „lægsta raforkuverð í heimi“ ef þau vilja allranáðarsam- legast hefja starfsemi á Íslandi. Ekki fólst heldur neitt einelti í því að umhverfisráðherra skyldi hunsa niðurstöðu Skipulagsstofn- unar um Kárahnjúkavirkjun, en Skipulagsstofnun lagðist gegn þeirri framkvæmd vegna „veru- legra, neikvæðra og óafturkræfra umhverfisáhrifa“. Allir sem hafa í sér einhvern snefil af réttlæti geta ekki komist hjá þeirri niðurstöðu að í þessu spili öllu saman hafi verið rangt gefið frá upphafi og að allt sem ráðamenn á Íslandi hafi gert hafi verið álrisunum í hag. Það sem er sláandi við málflutning framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, er að hann þolir einfaldlega ekki að hlusta á mótmæli músarinnar yfir því að vera étin. Það er hin eina sanna ósvinna í hans augum og gengur sú sjálfsblekking svo langt að hann fer að tala um rándýrið sem fórnarlambið. Hið sama má segja um málsvara gamla kaldastríðsharð- línuliðsins sem ennþá virðist stjórna Morgunblaðinu og umfjöllun um samtímasögu á Íslandi. Fyrir liggur alvarlegur og rökstuddur grunur að ráðamenn hafi fyrirskipað hleranir og njósnir um samborgarana í pólitískum tilgangi. Þetta var eins konar sálfræðihernaður gegn pólitískum andstæðingum, framkvæmdur af stjórnmála- mönnum sem voru svo vanir því að halda um valdatauma að þeir litu á það sem glæp ef einhver var ósammála þeim – a.m.k. í tiltekn- um málum. Hleranir þessar skiluðu auðvitað engu, ekki frekar en hleranir hjá saklausu fólki gera almennt séð. Í stað þess að horfast í augu við þessar staðreyndir ómerkja talsmenn Sjálfstæðis- flokksins í stétt blaðamanna og sagnfræðinga sjálfa sig með því að taka upp málflutning Mikka refs; í raun og veru á það að hafa verið músin sem ógnaði rándýr- inu. Samhengið sem hér er rakið er ekki skiljanlegt öðrum en innvígðum og innmúruðum, en ímyndum okkur ef við lifðum eitt andartak í heimi Morgunblaðsins og Þjóðmála en ekki í raunheim- um. Ef þessi vopnaði leyniher var til verður að hæla honum fyrir aðdáunarverða stillingu og kænsku sem hann sýndi árum saman. Ekki greip hann t.d. til vopna þegar lögregla og Heimdell- ingar börðu á friðsömum almenn- ingi með kylfum 30. mars 1949. Ekki fundu hlerunarmeistarar ríkisins heldur leyniherinn með öllum persónunjósnunum. Samt eigum við að trúa að í rauninni hafi refurinn verið í mikilli hættu út af ágangi músarinnar. Veruleikafirring þeirra sem hafa skipað sér í klapplið rándýr- anna getur auðvitað verið með ólíkindum. Þannig reynir Morgun- blað Styrmis Gunnarssonar að kenna Samtökum herstöðvaand- stæðinga um hungursneyð í Úkraínu á 4. áratugnum. Ég býst fastlega við því að Morgunblaðið muni bráðum árétta að Sigurbjörn Einarsson hafi víst verið „smurð- ur Moskvuagent“. Í sjálfu sér er það ekki nema jákvætt að herstöðvandstæðingar skuli vera svo flekklausir að Morgunblaðið treystir sér ekki til að gagnrýna neitt sem þeir hafa raunverulega sagt eða gert. En er brottför Bandaríkjahers virkilega svo mikið áfall fyrir Moggann að menn þar á bæ þurfi að gera sig að fíflum fyrir vikið? Á kannski þjóðin að hrista höfuðið yfir Morgunblaðinu og hugsa: „Aum- inginn, hann er í ástarsorg og hefur leyfi til að láta eins og vitleysingur“? Ég held að þegar frá líður muni Morgunblaðið skilja að ástarsamband blaðsins við Bandaríkjaher var frekar sjúkt og hvorugum til sóma. Viljinn til að læra af reynslunni og jafnvel að viðurkenna mistök öðru hvoru er ekki á allra færi. Það gerist kannski ekki nema í barnaleikritum að refir læri að borða gras og láta sér lynda við mýs. Það væri þó framför í því að hinir pólitísku refir hér á landi hættu að vorkenna sér og saka mýsnar um einelti. Einelti SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Yfirgangur Sjálfstæð- isflokksins Sigurstranglegur rektor Framboð Guðfinnu Bjarnadóttur, rektors Háskólans í Reykjavík, í próf- kjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík þykir vera mikill fengur fyrir flokkinn. Guðfinna er skelegg og hefur staðið sig vel í starfi og því alls ekki ólíklegt að hún lendi ofarlega á framboðslista þegar atkvæði hafa verið talin. Hlutur kvenna á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var afar rýr í síðustu kosn- ingum og er mál manna að hann þurfi að vera meiri eigi flokkurinn að auka hlut sinn meðal kvenna. Vasast í mörgu Bjarni Harðarson, fyrrverandi rit- stjóri Sunnlenska og fastagestur spjallþátta, er á leið í framboð fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi. Bjarni hefur í ýmsu að snúast, í dag opnar hann bókabúð á Selfossi þar sem hugguleg stemn- ing mun ráða ríkjum. Gestum verður boðið upp á kaffisopa yfir bókagrúski og án efa spjall um pólitík ef Bjarni er við búðarborðið. Þrátt fyrir að hafa ekki beitt sér á opinberum vettvangi pólitíkur hefur löngum verið vitað að framsóknarhjarta slær í Bjarna enda hefur hann verið flokksbundinn um áratugaskeið. Í vitlausum flokki Aðrir nýliðar í prófkjörsbaráttu eru ekki jafn tryggilega spyrtir við flokkinn sem þeir eru í framboði fyrir. Helga Vala Helgadóttir sem býður sig fram í prófkjör Samfylkingarinnar í Norð- Vesturkjördæmi er til dæmis sögð vera í framboði fyrir Vinstri græn í DV í gær. Helga Vala skipulagði blakmót fyrir Vinstri græn fyrir síðustu alþing- iskosningar sem vakti mikla athygli. Hún hélt því fram að það hefði kostað hana starf á fréttadeild ríkisstofnunar- innar. Eiginmaður Helgu, Grímur Atla- son, bauð sig einnig fram í prófkjöri Vinstri grænna fyrir borg- arstjórnarkosningarnar síðasta vor. Þau hjón og flokkurinn eru skilin að skiptum en stimpill- inn hefur ekki máðst af þeim enn eins og dæmin sanna. sigridur@frettabladid.is Magadans - 07.okt kl. 11:00 Tangó - 09. okt kl. 19:00 Salsa - 11. okt kl. 19:00 Rope Yoga - Morguntímar, síðdegistímar, karlahópur MANNRÆKT www.man.is Álafosskvos í Mosfellbæ Sími 566-8587 og 699-6684 N ýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur tilkynnti í vor að fengnir yrðu óháðir aðilar til að gera úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar í upphafi nýs kjör- tímabils. Það voru eðlileg viðbrögð í ljósi þess að í meira en átta ár hafði Sjálfstæðisflokkurinn gagn- rýnt R-listann fyrir að safna skuldum, hækka álögur á borgar- búa og auka útgjöldin úr hófi fram. Fór gagnrýnin sérstaklega hátt í kosningabaráttu flokksins 2002 en lítið heyrðist talað um fjármál Reykjavíkurborgar í aðdraganda síðustu sveitarstjórn- arkosninga. Kjósendur voru orðnir langþreyttir á endalausum upptalningum á tölum sem þeir skildu ekki og staðföstum and- mælum borgarfulltrúa R-listans. Borgarstjóri og formaður borgarráðs kynntu skýrslu end- urskoðendafyrirtækisins KPMG síðastliðinn fimmtudag. Ein megin niðurstaða úttektarinnar er að rekstrartekjur Reykjavíkur- borgar hafi á árunum 2002-2006 ekki dugað fyrir almennum rekstr- argjöldum. Hallarekstur borgarsjóðs var viðvarandi öll þessi ár. Þetta hafði það í för með sér að skuldirnar hrönnuðust upp. Í úttektinni kemur fram að heildarskuldir borgarsjóðs hækkuðu um rúma tíu milljarða króna á tímabilinu. Eignirnar rýrnuðu um 1,6 milljarða króna. Niðurstaðan er að eigið fé Reykjavíkurborg- ar, eignir að frádregnum skuldum, hefur rýrnað um um rúma 13 milljarða einungis frá árinu 2002. Fyrrverandi borgarstjórar R-listans líktu rekstri borgarinnar við rekstur fyrirtækis. Þeir hefðu fengið uppsagnarbréfið afhent strax fyrsta árið. Þá segir í úttektinni að fjárfestingar borgarsjóðs og fyrirtækja í eigu borgarinnar frá árinu 2002 hafi að stórum hluta verið fjár- magnaðar með skuldaaukningu. Vinstri menn segja þetta arðbær- ar fjárfestingar, jafnvel eftirsóknustu skuldir landsins, og vísa oftast til framkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur. Af 77 milljörðum króna sem var varið í fjárfestingar er aðeins hægt að rekja 47 milljarða til fjárfestinga Orkuveitunnar. Ætlar einhver að halda því fram að ríkissjóður hafi ekki líka þurft að fjárfesta fyrir háar fjárhæðir á þessu tímabili? Veltu- aukning hefur auðvitað aukið tekjur ríkissjóðs úr hófi og minnkað aðhald í útgjöldum. En það er bót í máli að helsti höfuðverkur gæslumanna ríkissjóðs stafar af vangaveltum hvort æskilegt sé að greiða meira niður skuldir án þess að draga úr skilvirkni lána- markaðarins. Á meðan skuldir ríkissjóðs lækka ár frá ári aukast skuldir borgarsjóðs. Þar hefur ekki verið hægt að fjárfesta án þess að fá peninga að láni. Það segir sig sjálft að ef einhver ræki heimilið sitt með þess- um hætti yrði fjölskyldan fljótt gjaldþrota. Það er ekki hægt að auka skuldir endalaust, eyða um efni fram og fá lánað fyrir öllum nauðsynlegum fjárfestingum. Þetta skilja flestir. Hins vegar fer Reykjavíkurborg ekki á hausinn því stjórnmálamenn geta alltaf sótt meiri peninga í vasa borgarbúa. Skuldir í dag þýða því auknir skattar á morgun. Fyrir þessu finna Reykvíkingar. Nú sækist Samfylkingin eftir að leiða ríkisstjórn eftir næstu alþingiskosningar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem ber mikla ábyrgð á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar sem fyrrverandi borg- arstjóri, óskar eftir stuðningi landsmanna. Er henni treystandi til þess? Fyrst þarf hún að sannfæra kjósendur um að ríkissjóður fari ekki sömu leið og borgarsjóður taki hún við stjórnartaumun- um. Og orð hennar verða að hafa einhverja þýðingu í þetta sinn. Borgarsjóður rekinn með viðvarandi halla: Skattar og skuldir BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR Umræðan | Afdrifaríkar ákvarðanir Fyrir austan fyllist dalur af kyrru vatni. Gljúf-ur, gjár og fossar hverfa sjónum ófæddra kyn- slóða. Svipbrigðum landsins fækkar meðan þungi lónsins leggst á sprungur og stíflu. Við vonum að hún haldi. Kyrrlát vonbrigði hafa á sama hátt farið hægt vaxandi í hugum og hjörtum þjóðar sem, stundum í þögulli hneykslan, stundum í opinber- um mótmælum, hefur fylgst með ríkisstjórn missa tengslin við fólkið í landinu. Það gerðist í fjölmiðlalögunum. Það gerðist í Íraksstríðinu. Við lýstum yfir ævarandi hlutleysi okkar árið 1918. Ævarandi. Að eilífu. Tveir menn ákváðu að það þýddi í 85 ár. Þeir eru farnir en fylgjendur þeirra og samverkamenn hafa tekið við. Og sjá ekki eftir neinu. Halda áfram þar sem frá var horfið. Við þetta fékkst ríkisstjórnin kjörtímabilið á enda. Hún reynir nú að slökkva þá elda sem hún kveikti sjálf í efnahagsmálum þjóðarinnar. Hún reynir nú, fyrst nú, að finna leiðir til þess að lækka matvælaverð fólksins í landinu. Við borgum helmingi meira fyrir mat en nágrannaþjóðirnar en það gat beðið. Slíkt er leyst á kosningavetri. Ríkisstjórnin mun á næstu mánuðum skýra fyrir þjóðinni að framtíðin sé björt haldi hún áfram að stjórna. Að brotthvarf bandaríska hers- ins hafi ekki komið á óvart. Allir vita að þetta er ekki rétt. Ríkisstjórnin mun reyna að útskýra fyrir íbúum Vest- mannaeyja og Suðurlands að samgöngu- bætur séu rétt handan við hornið. Þær eru reyndar handan við hornið. Suðvest- urhornið. Í kjördæmi samgönguráð- herra. Ég get ekki gleymt þessu landi sem hverfur fyrir austan. Ég get ekki gleymt fjölmiðlalögunum sem þjóðin mótmælti með svo afgerandi hætti að forsetinn neitaði að skrifa undir lögin. Við sjáum öll ríkisstjórn sem skynjar ekki samfélagið sem hún er sprottin úr, ríkisstjórn sem hlustar ekki á raddir fólksins og skilur ekki öll þessi læti. Út af engu. Ég get ekki gleymt myndinni af Ali. Skaðbrennda drengnum sem missti útlimi og fjölskyldu í stríðsað- gerðum sem við Íslendingar studdum. Ég vona að þið gerið það ekki. Ég get ekki og vil ekki sitja þegjandi undir þessu lengur. Ætla að gera allt sem ég get til þess að koma í veg fyrir að þessi ríkisstjórn stjórni hér áfram. Allir sjá að henni er ekki treystandi til þess að stjórna þannig að nokkur sómi sé að. Höfundur sækist eftir 1.-2. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar á Suðurlandi. Myndin af Ali RÓBERT MARSHALL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.