Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 73
LAUGARDAGUR 7. október 2006 Akureyrarveikin er vel þekktur og skráður sjúkdómur. Hún geng- ur undir heitinu Akureyri disease eða morbus Akureyriensis í alþjóð- legum læknaritum en er þó stund- um jafnframt eða einvörðungu skráð undir nafninu Iceland disease, Íslandsveikin. Akureyrarveikin var smitsjúk- dómur í flokki þeirra sem nefndir eru myalgic encephalomyelitis, stytt sem ME. Nafnið gefur til kynna að sjúkdómarnir lýsi sér sem verkir í vöðvum og beinum og einkennum frá heila eða mænu. ME-sjúkdómar geta birst sem stök sjúkdómstilfelli en einnig sem staðbundnir faraldrar. Útbreiðsla sjúkdómsins Fyrsta tilfelli Akureyrarveikinnar var greint í nágrenni Akureyrar í september árið 1948 og breiddist veikin út á næstu mánuðum. Á þessum tíma voru íbúar Akureyr- ar 6.900 talsins en alls veiktust þar 465 manns eða tæp 7%. Veikin barst svo víðar, meðal annars til Sauðárkróks, Hvammstanga og Ísafjarðar, en stök tilfelli með ein- kennum veikinnar komu upp nán- ast um allt land. Veikin fjaraði svo smám saman út og engin ný tilfelli voru skráð á Akureyri eftir febrú- armánuð árið 1949. Annars staðar gætti veikinnar síðar og þá oftast sem stakra tilfella, en staðbundnir faraldrar með einkennum Akur- eyrarveikinnar urðu þó á Þórs- höfn og Patreksfirði. Engin ný til- felli voru greind eftir árið 1955. Einkennin Þótt Akureyrarveikin væri ekki bráðsmitandi varð hún algeng á heimavist Menntaskólans á Akur- eyri og í nokkrum fjölskyldum í bænum veiktust margir. Eins og alsiða var á þessum tíma var reynt að hefta útbreiðslu faraldursins með lokunum og takmörkun á umgangi. Akureyrarveikin lýsti sér með sótthita sem vildi verða langvinn- ur hjá mörgum. Þá fylgdu henni vöðva-, bein- og liðverkir, særindi í hálsi og óþægindi í meltingar- vegi. Höfuðverkur var algengur og sömuleiðis verkur og stífleiki í hálshrygg. Hinir veiku svitnuðu mikið og fundu fyrir streitu og kvíða. Flestir urðu dofnir eða máttlausir í hluta líkamans, svo sem í annarri hlið hans eða útlim- um. Einnig bar á breyttri meðvit- und, annaðhvort að styrk eða eðli, eða hvorutveggja. Orsökin óljós Þótt orsök Akureyrarveikinnar hafi aldrei verið fullkomlega ljós fór ekkert á milli mála að um raun- verulegan vefrænan sjúkleika var að ræða en ekki kvíðaspennu eina saman. Hins vegar óttuðust marg- ir hinna veiku að þeir væru komn- ir með lömunarveiki sem gekk reglulega hérlendis á þessum tíma, en þeim sjúkdómi fylgdi oft veruleg fötlun og jafnvel dauði. Engin dauðsföll Allir lifðu Akureyrarveikina af. Einkenni frá taugakerfi önnur en þreyta urðu ekki viðvarandi en þeirra vildi gæta að nýju ef til komu hitapestir síðar á ævinni. Þó náðu aðeins 15% sjúklinga fullum bata en það tók langan tíma, jafn- vel allt að tveimur árum. Um 60% þeirra sem veiktust náðu allgóð- um bata utan þess að búa við skert úthald eða óeðlilega mikla þreytu. Þessir einstaklingar hafa ekki látið ástandið hafa of mikil áhrif á lífshlaup sitt þótt vissulega hafi þreytan raskað lífsgæðum þeirra að einhverju marki. Afleiðingar veikinnar Um 25% þeirra sem fengu Akur- eyraveikina náðu ekki góðum bata. Þeir hafa búið við mikla þreytu og hjá flestum hefur þró- ast vefjagigt sem svo hefur aukið á þreytuna. Lífsgæði þessa fólks skertust verulega sökum veik- indanna og hefur það orðið að sníða lífsáætlanir sínar og lífs- háttu eftir þreytuástandinu. Nýlegar rannsóknir Vísbendingar um afleiðingar veik- innar lágu fyrir strax árið 1955 og hefur sú niðurstaða síðan verið enn frekar staðfest með rannsókn- um. Á árunum 1985 til 2000 var kannaður stór hópur þeirra sem sannanlega fengu Akureyrarveik- ina og framvinda sjúkdómsins og batatölur staðfestar. Jafnframt kom í ljós að lífshlaup þeirra sem Akureyrarveikina fengu hefur verið hið sama og annarra Íslend- inga hvað varðar sjúkdóma, ævi- lengd, menntun og félagslega stöðu. Undanskilinn er lítill hluti hópsins sem ekki hefur náð viðun- andi bata og búið við örorku og skerta getu til náms og starfa. Það er þreytan sem skert hefur hæfn- ina hjá þessu fólki til þess að nýta eðlilega hugræna og líkamlega getu. Vefjagigt og parkinsonsveiki Sérstaklega var rannsakaður stór hópur þeirra sem aldrei hafa jafn- að sig að fullu. Þeir eru nánast allir með vefjagigt og oft þreyttir bæði andlega og líkamlega. Í hinum almenna skilningi er þetta fólk samt sem áður heilbrigt þótt ekki hafi það orku til hugrænna og líkamlegra athafna nema í stutta stund hverju sinni. Athygli vakti að úr hópi Akur- eyrarveikisjúklinga voru fleiri en vænta mátti sem á unga aldri fengu sum einkenni lamariðu – parkinsonsveiki – eða sem þá nefn- ist Parkinsonismus, en einkenni lamariðu eru vel þekkt sem mögu- leg afleiðing heilabólgu. Akureyrarveikin var líklega skyld lömunarveiki Telja má víst, þótt ekki verði það sannað, að Akureyrarveikin hafi verið veirusjúkdómur og senni- legast tilkomin af veiru skyldri polio-veirunni sem veldur lömun- arveiki. Það styður þetta að þeir sem fengu Akureyrarveikina svör- uðu sterkar bólusetningu gegn lömunarveiki en þeir sem ekki höfðu veikst, en slík bólusetning hófst árið 1956. Sömuleiðis hefur engin hliðstæða Akureyrarfarald- ursins komið upp hér eftir 1956; hafi bólusetningin gert fólk ónæmt ekki einungis fyrir lömunarveiki heldur einnig Akureyrarveikinni bendir það til þess möguleika að um skyldar veirur sé að ræða. Með því að setja orðin „Akur- eyri disease“ inn í leitarvél á Ver- aldarvefnum má finna lesefni um reynslu annarra þjóða af þessum sjúkdómi eða öðrum sem eru skyldir honum. Sverrir Bergmann, læknir Hvað er Akureyrarveikin? ������������� ��������������� Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Hafa auglýsingar síður áhrif á greint fólk, hvað er eldgos heitt, hvað verður um sjóinn þegar það er fjara, hvaðan kemur nafnorðið og sagnorðið græja og af hverju svitnar maður þegar maður er kvíðinn eða stressaður? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. Merrild 103 Me›alrista› gæ›akaffi Fæst nú í heilbaunum! Hefur flú prófa›? E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 4 6 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.