Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 6
6 7. október 2006 LAUGARDAGUR
KJÖRKASSINN
Nýtt
SparBíó* — 450kr
„THE WILD“
ÓBYGGÐIRNAR
Sýnd með íslensku tali !
SparBíó* : 450 KR MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR kl: 1:30 og 1:45
Laugardag og Sunnudag Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA
SUPERMAN RETURNS SÝND KL. 1:30 (ÁLFAB.)
ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. SÝND KL. 1:45 (ÁLFAB.) OG 2 (AK. OG KEF.)
MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal. SÝND KL. 1:30 (ÁLFAB.) OG 2 (AK. OG KEF.)
STEP UP SÝND KL. 1:30 (ÁLFAB.)
BÍLAR M/- Ísl tal. SÝND KL. 1:45 (ÁLFAB.)
FJÁRMÁLAMISFERLI Aðstand-
endur vistmanna á áfanga-
staðnum Ránargötu 12 eru
afar óánægðir með aðferð-
ir og upplýsingagjöf Svæð-
isskrifstofu málefna fatl-
aðra í Reykjavík (SSR)
vegna rannsóknar á meintu
fjármálamisferli sem upp
kom á staðnum í ágúst
2005. Í bréfi sem SSR sendi
aðstandendum þann 23.
mars 2006 stendur að
aðstandendum og íbúum
áfangastaðarins hefði
verið kynntur alvarleiki
málsins og að SSR muni
leggja fram kæru eigi
síðar en í maí á þessu ári.
Aðstandandi sem
Fréttablaðið ræddi við
segir að honum hafi hvorki
borist neinar upplýsingar
um hversu umfangsmikið
misferlið var né hvar málið
væri statt í kerfinu í dag.
Ljóst væri þó að kæra
hefði enn ekki verið lögð
fram. Hann segist marg-
sinnis hafa lagt fram kvört-
un til félagsmálaráðuneyt-
isins vegna málsins og síðast 18.
september síðastliðinn. Fjórum
dögum síðar hafi honum borist
bréf frá SSR þar sem segir orðrétt
að „Rannsókn á meintu fjármála-
misferli fyrrverandi forstöðu-
manns Áfangastaðarins Ránargötu
12 hefur verið til rannsóknar hjá
Ríkisendurskoðun. Okkur barst
greinargerð frá þeim þann 21. sept.
sl.“.
Þegar það orðalag var borið
undir Sigurð Þórðarson ríkisend-
urskoðanda sagði hann að ekki
hefði farið fram nein eiginleg rann-
sókn á þessu máli né hafi nokkurri
greinargerð með niðurstöðu í mál-
inu verið skilað. „Við vitum af
þessu máli og það er í vinnslu á
milli okkar og svæðisskrifstofunn-
ar. En við erum ekkert búnir að
ljúka því og höfum ekkert látið
fara frá okkur um efnislega niður-
stöðu.“
Þegar Jón Heiðar Ríkharðsson,
framkvæmdastjóri SSR, var spurð-
ur um hvort málavextir hefðu verið
kynntir aðstandendum vildi hann
ekkert segja um það. Hann neitar
því að misvísandi upplýsingar hafi
verið veittar um stöðu málsins í
fyrra bréfinu þrátt fyrir að í því
segi að aðstandendum hafi verið
tilkynnt um alvarleika málsins og
að lögð yrði fram kæra í maí. Sömu
sögu er að segja um fullyrðingar
þess efnis að Ríkisendurskoðun
hafi haft málið til rannsóknar og
skilað þeim greinargerð eins og
kom fram í síðara bréfinu. Hann
segir það einfaldlega mismunandi
hvaða skilning menn leggi í orð
eins og greinargerð.
thordur@frettabladid.is
Aðstandendur fá
rangar upplýsingar
Aðstandendur vistmanna á áfangastað fyrir fatlaða segjast hafa fengið rangar
upplýsingar um fjárdrátt sem átti sér þar stað. Framkvæmdastjóri SSR neitar
því og segir mismunandi hvaða skilning fólk leggi í orðið greinargerð.
Ertu farin(n) að telja dagana
til jóla?
Já 18,6%
Nei 81,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Talar þú mikið í síma?
Segðu skoðun þína á visir.is
STJÓRNMÁL Róbert Marshall hefur
ákveðið að gefa kost á sér í 1.-2.
sæti í prófkjöri Samfylkingar í
Suðurkjördæmi sem fram fer 4.
nóvember.
Róbert er
fyrrum blaða- og
fréttamaður og
framkvæmdalegur
forstöðumaður
sjónvarpsfrétta-
stöðvarinnar NFS.
Þá er Róbert
fyrrum formaður
Blaðamannafélags Íslands.
Róbert segir möguleika á
endurnýjun þingmannahóps
kjördæmisins með brotthvarfi
Margrétar Frímannsdóttur, og
býður sig fram sem nýjan
forystumann flokksins í Suður-
kjördæmi. - ss
Prófkjör Samfylkingarinnar:
Sækist eftir
efstu sætunum
RÓBERT
MARSHALL
RANGAR UPPLÝSINGAR Aðstandendur vistmanna á vistheimili fyrir fatlaða segja að þeir hafi
fengið rangar upplýsingar um fjárdrátt.
LÖGREGLUMÁL Tvítug íslensk stúlka
hefur kært nauðgun til lögregl-
unnar í Kaupmannahöfn. Sam-
kvæmt frétt Ekstra blaðsins átti
atburðurinn sér stað í kirkjugarði
á Norðurbrú síðastliðið miðviku-
dagskvöld. Stúlkan sagði lögreglu
að hún hefði hitt ungan mann inni
á skemmtistaðnum Cafe Rust, en
hún hafði þá verið úti að skemmta
sér ásamt nokkrum vinkonum
sínum. Hún og maðurinn hafi
stuttu síðar ákveðið að fara út af
staðnum til að fá sér ferskt loft og
hafi í kjölfarið gengið smá spöl
um hverfið þar til að þau komu að
kirkjugarðinum. Stúlkan hélt að
um almenningsgarð væri að ræða
og fylgdi því manninum yfir vegg
hans. Þegar inn í kirkjugarðinn
var komið hafi þó orðið ljóst að
maðurinn vildi fá meira úr sam-
vistum þeirra en stúlkan hefði
ætlað sér. Hann hafi því ráðist á
hana og nauðgað henni.
Eftir árásina lét maðurinn sig
hverfa af vettvangi. Lögreglu-
menn urðu varir við stúlkuna
stuttu síðar þar sem hún ráfaði
ráðvillt um. Þeir keyrðu hana
heim til vinafólks þar sem hún
brotnaði saman og sagði lögreglu-
mönnunum frá því sem átt hafði
sér stað. Hún var í kjölfarið flutt á
sjúkrahús til aðhlynningar. Rann-
sókn málsins stendur enn yfir og
maðurinn er ófundinn.
- þsj
Íslensk stúlka varð fyrir árás í Kaupmannahöfn:
Nauðgað í kirkju-
garði á Norðurbrú
BRETLAND, AP Fyrrum utan-
ríkisráðherra Bretlands sætir nú
hörðum ásökunum fyrir orð sín
um að múslimakonur sem hylja
andlit sín með blæjum geti gert
samskipti milli ólíkra þjóðfélags-
hópa erfiðari.
Andlitsblæjan er „sýnileg
yfirlýsing um aðskilnað og
mismun,“ skrifaði Jack Straw í
grein sem birtist í Lancashire
Evening Telegraph, en hann biður
múslimakonur sem heimsækja
hann á skrifstofu hans um að
fjarlægja blæjuna.
Orð Straws reittu fjölmarga
múslima til reiði, en talsmaður
Ráðs breskra múslima sagðist
skilja sjónarhorn Straws.
- smk
Straw um andlitsblæjur:
Auðvelda ekki
samskipti
ANDLITSBLÆJA Heittrúuð múslimakona
með andlitsblæju. NORDICPHOTOS/AFP
VIRKJANIR Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingkona Sam-
fylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, leggst alfarið
gegn hugmyndum um Villinganesvirkjun og Skata-
staðavirkjun í Skagafirði. Sveitarstjórn Skagafjarðar
samþykkti fyrr í vikunni að sýna hugmyndir um Vill-
inganesvirkjun og Skatastaðavirkjun á aðalskipulagi
Skagafjarðar.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, fulltrúi Samfylking-
arinnar í Sveitarstjórn Skagafjarðar, telur eðlilegt að
Skagfirðingar fái sjálfir að taka ákvarðanir um það
hvort virkja eigi í sveitarfélaginu. Samfylkingin og
Framsóknarflokkurinn mynda meirihluta í sveitar-
stjórn Skagafjarðar. „Við töldum rétt að það færi
fram lýðræðisleg umræða um þessa möguleika hjá
Skagfirðingum. Það eru fyrst og fremst þeir sem eiga
að fá að vega það og meta hvort nýta eigi auðlindirn-
ar eða ekki.“
Anna Kristín segist alfarið á móti hugmyndum um
virkjanir á Jöklu í Skagafirði. „Það er verið að setja
þetta inn á tillögu um aðalskipulag til þess að Skag-
firðingar geti tekið ákvörðun um það hvort virkja
eigi í Jökulsá. Ég leggst alfarið gegn þeim hugmynd-
um og hvet Skagfirðinga til þess að kynna sér þessi
mál vel. Ég hef enga trú á því að Skagfirðingar vilji
hafa þessar hugmyndir inni á aðalskipulagi.“ - mh
Hugmyndir um tvær vatnsaflsvirkjanir í tillögu sveitarstjórnar:
Greinir á um virkjanahugmyndir
ÚR SKAGAFIRÐI Virkjanamál eru ofarlega á baugi í sveitar-
stjórnarmálum í Skagafirði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Vike-Freiberga hætt við
Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands,
tilkynnti á fimmtudag að hún væri
hætt við framboð í embætti fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna,
eftir að tveir fulltrúar í öryggisráðinu
beittu neitunarvaldi gegn henni í
síðustu óformlegu atkvæðagreiðsl-
unni. Hún var eina konan í hópi
frambjóðenda og sá eini sem ekki
kom frá Asíu.
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR
BANDARÍKIN, AP Sautján þúsund
Bandaríkjamenn þurftu að flýja
heimili sín í gær eftir að spreng-
ing varð í eiturefnaverksmiðju
nærri bænum Apex í Norður-
Karólínu með þeim afleiðingum
að klórgasský sveif yfir nágrenn-
inu.
Ekki er talið að neinn starfs-
manna verksmiðjunnar hafi verið
að störfum þegar sprengingin
varð seint á fimmtudag. Tugir
manna sem búa í nágrenni
verksmiðjunnar fóru á slysadeild
með öndunarerfiðleika.
Ekki er vitað hvað olli spreng-
ingunni. Verksmiðjan vinnur
eiturúrgang frá iðnaði. - smk
Eiturefnaverksmiðja:
17.000 flýja
eftir sprengingu
STJÓRNMÁL Valdimar Leó Frið-
riksson alþingismaður gefur kost
á sér í 3. sæti
á lista
Samfylkingar-
innar í
Suðvestur-
kjördæmi í
komandi
prófkjöri.
Valdimar
settist á þing í
september
2005, þegar
Guðmundur Árni Stefánsson
hætti á þingi.
Hann er formaður Ungmenna-
sambands Kjalarnesþings, ritari
í stjórn Starfsmannafélags
ríkisstofnana og varamaður í
stjórn MS félagsins.
- ss
Prófkjör Samfylkingarinnar:
Stefnir á 3. sæti
í Kraganum
VALDIMAR LEÓ
FRIÐRIKSSON