Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 40
[ ]Verslunin Þrjár hæðir á Laugavegi er nýjasta innleggið í tísku-heiminn á Íslandi. Vert að skoða enda margar fallegar flíkur í boði. William Somerset Maugham sagði að jafn erfitt væri að færa fegurð í orð og að lýsa góðum ilmi, en Marilyn Monroe átti það til að klæðast aðeins Chanel nr 5. Ilmvötn eru aðeins til þess ætluð að auka á fegurð í umhverfinu, hvort sem hún er skynjuð með augum eða angan, og ef vel tekst til getur gott ilmvatn bæði sent okkur á vit minninganna og vakið með okkur jákvæðar til- finningar. Árlega senda fram- leiðendur frá sér nýja ilmi en hér gefur að líta nokkra þeirra. margret.hugrun@frettabladid.is Þriðja skilningarvitið Issey Miyake-L‘eau D‘issey: Sjáðu fyrir þér morgunsól sem skín inn um stóran, opinn glugga og fyllir herbergið hvítri birtu. Slík mynd kemur upp í hugann þegar ilmurinn frá L‘eau D‘issey fyllir vitin. Þessi ilmur er samsettur úr mörgum gerðum blóma og olía, en mest ber á lótus, fresíu, hvítum lilj- um, rósarvatni, amber og musk. Flaskan er einkar fíngerð og fer vel í hendi en ilmurinn hentar konum sem kjósa létta lykt. Puma-Create: Bleikt og blátt. Hún og hann. Nýjustu ilmirnir frá Puma koma í einstaklega flottum umbúðum, en þær eru eins konar eftirlíking af málningar- túbum og vísa þannig í orðið Create, sem merkir að skapa. Báðir ilmirnir eru léttir og ferskir, seiðandi og svolítið kynþokkafullir. Estée Lauder-Pure White Linen: Þessi ilmur var fyrst settur á markað árið 1978 en hefur reglu- lega verið uppfærður síðan. Estée Lauder vildi senda frá sér ilm sem væri hversdagslegur og spari í senn og segja má að vel hafi tekist til með þennan sígilda, mjúka, ferska og hlýlega ilm sem hentar konum á öllum aldri. Versace-Bright Crystal: Nýjasti ilmurinn frá Versace var hannaður út frá uppáhaldsblómailmum Donat- ellu Versace og útkoman er ferskur en munúðarfullur ilmur úr m.a. magnólíum, lótusblómi, amber, musk og yuzu. Glasið gullfallegt og mjög kvenlegt. Roberto Cavalli-Serpent- ine: Splunkunýr ilmur frá Roberto Cavalli sem heitir því einfalda nafni Serpentine. Grunnurinn er m.a. gerður úr amber en ilmurinn er að öðru leyti hannaður í kringum blóm mangótrésins. Kryddaður en jafnframt mildur og sætur ilmur. Seiðandi og heillandi. Guerlain-Insolence: Árið 1889 var fyrsta ilmvatnið frá Guerlain, Jicky, sett á markað. Nýjasti ilmurinn frá Guerlain kom hins vegar á markaðinn í ágúst sl. og heitir Insolence. Það er ljúf og sæt blanda af rauðum berjum, appelsínurós og fjólum, en andlit ilmsins er óskarsverðlaunaleik- konan Hilary Swank. Cartier-Délices De Cartier: Einstaklega kvenlegur og sígildur ilmur, samsettur úr eðalhráefnum á borð við jasmínu, fresíu, kirsuber, fjólur og musk. Flaskan að sama skapi mikið augnayndi. Escada-Into the Blue: Flæðandi blanda blómkenndra tóna sem mynda ferskan og sérstæðan ilm. Bóndarós, græn laufblöð, lótusblóm og sedrusviður eru grunntónarnir í þessum nýja ilmi frá Escada. Stonebridge Mjög gott verð 13.900 kr 4 litir Grænn, Rauðbrúnn, Brúnn og Beige Stærðir Short 25 – 28 Regular 46 – 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.