Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 86
 7. október 2006 LAUGARDAGUR46 Ég er stödd í björtu herbergi þar sem sex gljáandi málm-súlur teygja sig frá gólfi til lofts. Þetta er æfingaherbergið í Magadanshúsinu þar sem íslensk- ar konur stunda súludans – lík- amsræktina sem hefur farið eins og eldur í sinu um Bandaríkin og Bretland. Á kynningarvef um íþróttina er þetta sögð „ný aðferð við að koma líkamanum í form og öðlast sjálfstraust“, og á sér bæði dygga aðdáendur og harða gagn- rýnendur. „Þetta hefur verið gríð- arlega vinsælt síðan við byrjuðum með tímana,“ segir Ingunn Ragna Sævarsdóttir sem kennir pole- fitness í Magadanshúsinu í Ármúl- anum. Tímarnir hafa verið aug- lýstir grimmt á sjónvarpstöðinni Sirkus að undanförnu og aðsóknin verið nokkuð góð. „Konurnar koma oft feimnar í fyrstu tímana og blómstra svo algerlega eftir fáeinar vikur. Þær öðlast meira sjálfsöryggi og bera sig öðruvísi. Það er líka svo rosa- lega gaman í tímunum hjá okkur, og það er ekki bara það að konurn- ar læri að sveifla sér í kringum súlu og vera sexý, heldur bara að þær tengjast líkama sínum betur, leyfa kynþokkanum að losna úr læðingi og finnst þær vera fal- legri,“ útskýrir Ingunn. Ég er ein þeirra sem horfði með aðdáun á hina ofursvölu Kate Moss hringa sig í kringum súlu í tónlistarmyndbandi rokksveitar- innar The White Stripes þar sem hún leiftraði af kynþokka, án þess að verða nokkurn tíma „slísí“. Súludans þarf því ekkert endilega að tengjast því að konur afklæðist gegn þóknun, en kynþokkinn hlýt- ur vissulega að vera til staðar, bæði vegna þess hve augljóst reð- urtákn súlan er, og stellinga kven- anna upp við hana. Samkvæmt upplýsingum á netinu byrjuðu nektardansmeyjar að nota súlur á erótískum dansstöðum í kringum 1970. „Mér skilst að súlurnar hafi verið settar upp á þessum stöðum svo að konurnar gætu haldið í þær til þess að forðast að karlarn- ir rifu þær niður af sviðinu,“ segir Ingunn. Hún útskýrir hins vegar muninn á pole-dancing og pole- fitness, en hún segir það síðar- nefnda vera mun erfiðara fyrir líkamann því að oft á tíðum geri atvinnusúludansmeyjar lítið annað en að sýna ögrandi stelling- ar upp við súluna í stað þess að gera þetta almennilega, eins og að nota styrk líkamans til að færa sig upp og niður eftir súlunni. „Geiri í Maxím‘s bauð okkur kennurunum á Goldfinger um daginn,“ segir Ingunn og brosir. „Þar sá ég að súludans þarf ekk- ert endilega að vera „slísí“. Sumar dansmeyjarnar gerðu þetta mjög fallega, en aðrar voru vissulega frekar subbulegar. Við viljum þó taka þessa tengingu í burtu á milli nektardans og súlu-fitness því við teljum þetta bara leið fyrir konur til þess að koma sér í form, auka sjálfstraustið og gera eitthvað skemmtilegt.“ Erfiðara en það sýnist Ingunn er búin að lofa mér því að sýna mér helstu sporin. Ég átti að mæta í „þröngum líkamsræktar- fötum“ (ekki í perspex-hælum og gullbikiníi eins og ég var hrædd um), og nú á ég að spígspora á þokkafullan hátt hringinn í kring- um súluna. Auðvelt, hugsa ég, þangað til Ingunn krækir fætinum utan um sína súlu og rennir sér niður á gólf í hálfgert splitt. Svona líkamsrækt krefst klárlega þriggja kampavínsglasa áður en maður þorir að gera nokkurn skap- aðan hlut. Ég læri fleiri spor, nokkrar fótakrækjur og er farin að verða ágæt að renna mér upp og niður. En svo kemur það allra- erfiðasta – að grípa um súluna báðum höndum og vega sig upp eftir henni og á meðan eiga fót- leggirnir að vera í einhvers konar fallegri stöðu í lausu lofti. Þetta er allt annað en munúðarfullt hjá mér og farið að verða meira en vandræðalegt. Kannski vantar mig bara White Stripes á fóninn og háhælaða skó, en spurð út í hvort tveggja segir Ingunn að tón- listin sé oftast í átt að Britney Spears og að konur dansi að vísu á táberginu, en séu aldrei á hælum. Hún setur tónlistina í gang. (Sem betur fer er þetta ekki Britney, heldur arabískt magadanspopp). Núna fara hreyfingarnar að meika sens og þetta er bara orðið þrælgaman. Farin að hnykkja til mjöðmunum og sveifla hárinu aftur á bak og ósjálfrátt verður svipurinn ögrandi. Það er líka eitt- hvað mjög skemmtilegt við að hanga utan í súlu. Þetta minnir á klifurgrindurnar á æskuárunum. Augljóslega mun skemmtilegra en að fara einhvern hring í ræktinni og lyfta lóðum, sem ég hef aldrei haft þolinmæði til. „Það er alltaf rosastuð hjá okkur í tímum. Það er að sjálfsögðu bara kvenfólk hér og konurnar ná að tengjast góðum vinaböndum.“ Ingunn útskýrir að í Magadanshúsinu sé boðið upp á bæði pole-dancing og pole-fitness, auk tíma sem heita Carmen Elect- ra og Desperate housewives. Þegar ég hvái, segir hún mér að þetta fyrrnefnda sé eins konar MTV-dansrútína og það síðar- nefnda sé fyrir þreyttar húsmæð- ur sem vilja lífga upp á lífið, kom- ast í form og gera eitthvað skemmtilegt. ( Eða koma bóndan- um rækilega á óvart þegar hann kemur heim úr vinnunni hugsa ég). „Það eru margar konur sem hafa látið setja upp súlu heima hjá sér, eða meira að segja úti í bíl- skúr,“ heldur hún áfram. „Við bjóðum upp á þannig þjónustu og ég veit af fullt af konum sem dansa heima.“ Ég spyr Ingunni hvort hún hafi fengið reiðisímtöl út af þessu öllu saman. „Nei, það hef ég ekki fengið,“ segir hún ákveðin. „Og mín skoðun er nú bara sú að konur í dag hafa frjálst val um hvað þær vilja gera.“ Konur hafa val – eða hvað? En eru þessir tímar virkilega fyrir konur, eða snýst þetta um að veita karlmönnum ánægju? Vestanhafs, þar sem súludansmeyjar eru í flestum tilvikum ómenntaðar konur sem hafa séð þá leið út úr peningakröggum að dansa fáklæddar fyrir karlmenn, er pole -fitness orðin líkamsrækt fyrir menntaðar og ágætlega efnaðar konur. Hvers vegna? Sjá konur ef til vill súludansmeyjar í ævintýra- legum ljóma? Eru þetta konurnar sem sjá „strippur“ fyrir sér sem „slæmar stelpur“ og vilja fá að vera slæmar í smástund? Hafa menntaðar konur ekki yfirleitt fordóma gegn súludansmeyjum, eða dreymir þær allar innst inni um að verða draumastúlkan á súl- unni sem karlmenn þrá? Allt þetta er auðvitað að gerast á tímum mikilla breytinga í sam- félaginu hvað varðar konuna sem kynveru og hina svokölluðu „raunch“-bylgju. Konur horfa á klám, klæða sig eins og nektar- dansmeyjar þegar þær fara út á lífið, fá sér gervibrjóst og fara út í verslun að kaupa kynlífsleik- föng. Þegar tólf ára stúlkur ganga um í stuttermabolum með áletr- uninni „Porn star in training“ og móðirin fer í súludanstíma, er þá ekki eitthvað ankannalegt í gangi með kvenfrelsið í dag? Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heim- speki, skrifaði mjög áhugaverða grein sem heitir Empowerment in times of Pornography og fjallar um það hvort hvort klámvæðingin svokallaða sé eflandi eða kúgandi fyrir konur. „Ég held að konur verði fyrst og fremst að hætta að tala um frjálst val,“ segir hún. „ Við verð- um að gera okkur grein fyrir því að þessi markaðsöfl skilyrða val okkar að miklu leyti. Spurningin er hvort karlmenn stjórni þessari „raunch“-bylgju eða erum við að grafa undan okkur sjálfar?“ Eru konur að fá aukið vald, eða eru þær á valdi klámvæðingar? „Það er oft sagt að klámvæðingin sé svar karlveldisins við bættri stöðu kvenna,“ segir Sigríður. „En ég er sannfærð um að við séum að grafa undan okkur sjálfar með þessu.“ Kona sem sækir tíma segir mér: „Súludans er alveg frábær lík- amsrækt og er virkilega skemmti- legur. Mér finnst bara fínt að það sé komið til móts við þessa stöðl- uðu ímynd sem við höfum af dans- inum. Það er val kvenna hvað þær gera við líkamann sinn.“ Ekki dansað fyrir karlmenn Það sem mér velti fyrir mér er einmitt þetta: Erum við að sýna okkur sem kynferðislega hluti eða kynferðislegar verur þegar við tökum þátt í súludanstímum? „Súludansiðnaðurinn byggir á hlutgervingu kvenna þar sem konur eru smættaðar niður í kyn- lífshjálpartæki sem karlar geta keypt sér aðgang að,“ segir Katr- ín Anna Guðmundsdóttir hjá Fem- ínistafélaginu. „Þessu hlutverki er síðan hampað í gegnum aðra miðla þannig að svo virðist sem það eftirsóknarverðasta sem konur hafi fram að færa sé að vera fáklæddar í eggjandi stell- ingum án nokkurra vitsmunalegra eiginleika. Með alla þessa pressu er ekki skrítið að sumum konum finnist skemmtilegt eða spenn- andi að uppfylla hlutverkið og öðl- ast þannig samþykki sem eftir- sóknarverðar verur. Við viljum jú öll vera dýrkuð og dáð. Vandamál- ið við súludans er hins vegar að hann byggir ekki á kynfrelsi og viðurkenningu á kynhvöt kvenna heldur þátttöku í kúgun sem held- ur konum niðri á öllum sviðum. Ef konur vilja í raun og sann öðlast kynfrelsi þá er lausnin ekki fólgin í að vera þátttakendur í einum ljótasta iðnaði sem til er, iðnaði sem lítur á konuna sem söluvöru, aðgengilega fyrir alla. Það eru til ótalmargar betri leiðir til að halda sér í formi og dansa sem felast ekki í að læra að bugta sig og beygja eins og undirgefnar og þægar konur.“ Sennilega felst svarið í því hvort konur séu raunverulega að sækja tímana fyrir sjálfar sig eða fyrir elskhugann/eiginmanninn. „Vissulega eru margar konur í tímum hjá mér sem segja að ásta- lífið hafi tekið kipp eftir á,“ segir Ingunn. „En ég held að það sé líka vegna þess að þær verða óheftari að tjá sig með líkamanum og öðl- ast meira sjálfstraust. Það hlýtur bara að vera af hinu góða fyrir báða aðila. Konur eru ekkert að koma hingað bara til þess að læra að æsa karlmenn, þær eru fyrst og fremst að koma hingað til að hafa gaman af og njóta félags- skapar annarra kvenna. Það er ekkert annað en styrking sem felst i því.“ Frekari upplýsingar um pole- fitness fást hjá www.mango.is. anna@reykjavik.com Líkamsrækt síðfemínistanna? SÚLUDANSRÆKT Á ÍSLANDI Styrkir líkamann og eykur sjálfstraust og kynþokka – eða er framhald á kúgun kvenna? Súludans er vinsælasta líkamsræktin í dag. Kate Moss, Madonna og Kate Hudson eru meðal stjarn- anna sem stunda hann og núna er hann kenndur í Magadanshúsinu í Reykjavík. Er þetta góð hreyf- ing og sjálfstyrking fyrir konur eða niðurlægjandi fyrirbæri sem er partur af klámvæðingunni? Anna Margrét Björnsson skellti sér í tíma og kynnti sér listina að dansa við súlu. „Það eru margar konur sem hafa látið setja upp súlu heima hjá sér, og meira að segja úti í bíl- skúr.“ KATE MOSS Dansaði súludans í mynd- bandi White Stripes við lagið „I just don‘t know what to do with myself”.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.