Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2006, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 07.10.2006, Qupperneq 46
■■■■ { heilsublaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2 „Upphafið að þessu má rekja til þess að við vildum fá fólkið í Fíladelfíu- söfnuðinum til að hreyfa sig meira saman. Þannig kviknaði hugmynd- in að þessum tímum og ég fékk það í gegn hjá stjórnendum Lauga að prófa þetta einu sinni í viku. Það er skemmst frá því að segja að þetta hefur gengið rosalega vel og fjöldinn hefur verið frá 18 upp í 30 manns í hverjum tíma,“ segir einkaþjálfar- inn Guðbjörn Herbert Gunnarsson, stjórnandi World Class Gospel tím- anna sem haldnir eru á laugardög- um í Laugum og er nýjasta viðbótin í fjölbreytta dagskrá líkamsræktar- stöðvarinnar. Tímanum, sem er rúmlega klukkutíma langur, er skipt í tvennt að sögn Guðbjörns. „Fyrst tökum við þrekhring sem reynir á allan líkam- ann og í síðari hlutanum er farið í spinning. Þetta er mikil keyrsla sem tekur vel á þol, styrk og þrekþjálfun og þetta er líklega í kringum hálft kíló sem fólk brennir í þessum tíma,” segir Guðbjörn glottandi, en hann er sjálfur meðlimur í söfnuðinum. Margir velta því sjálfsagt fyrir sér hvernig er að æfa undir tónum gospel-tónlistar, sem er óumdeilan- lega nokkuð frábrugðin danstón- listinni sem venjulega glymur undir í sambærilegum tímum. Guðbjörn segir það vissulega mikið listaverk að finna lög sem henta en bætir við að þau sem sjái um tónlistina í tímanum, þau Óskar Einarsson og Hrönn Svansdóttir, sem eru fólkið á bakvið Gospelkór Reykjavíkur, hafi unnið hálfgert kraftaverk. „Þetta er alveg æðislega gaman og mjög auð- velt að hreyfa sig í takt við tónlist- ina,“ bætir hann við. Óskar segir sjálfur að það sé í raun ekkert betra en að hreyfa sig með undirspili gospel-tónlistarinnar. „Í svona þreki þarf náttúrlega mikla orku og gospel-tónlist er yfirfull af þessari orku. Það má eiginlega segja að með svona tónlist verði æfing- arnar nánast helmingi auðveldari og skemmtilegri. Þetta er alveg yndis- legt,“ segir Óskar. World Class Gospel er haldið á laugardögum kl. 14 í Laugum og er tíminn opinn öllum. Gospelið slær í gegn í World Class í Laugum Mikið heilsuátak hófst hjá meðlimum Fíladelfíusafnaðarins á Íslandi í sumar sem segja má að hafi náð hámarki í lok sumars þegar líkamsræktarstöðin Laugar byrjaði með sérstaka tíma, World Class Gospel, sem boðið er upp á einu sinni í viku. Einkaþjálfarinn Guðbjörn Herbert Gunnarsson og tónlistarmennirnir Óskar Einarsson og Hrönn Svansdóttir sjást hér taka á því í ræktinni. Þau eru hugmyndasmiðirnir á bak við World Class Gospel. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það er náttúrlega rosaleg hugar- farsbreyting að gera þetta eins og ég gerði það, þetta veldur miklu álagi á skrokkinn og það þýðir ekki neitt að ætla sér að fara í ræktina og borða áfram það sama og maður gerði,“ segir hann. „Að mínu mati verður maður að byrja á því að hugsa sér einhvern mat sem manni finnst góður á bragðið og spyrja sig svo, hvernig getur maður breytt honum í holl- meti og haft hann áfram góðan? Mér finnst til dæmis gott að fá mér KFC, þá prófaði ég í staðinn að heilsteikja kjúkling og ekki krydda hann mikið, ég skipti út frönskun- um fyrir grænmeti og ef mig lang- ar í hrísgrjón, þá hef ég þau brún. Þetta hefur virkað mjög vel fyrir mig.“ Davíð segir ekki alltaf nauðsyn- legt að fá sér einkaþjálfara til að byrja með, hann mælir í stað þess með því að hver finni sér sinn hraða til þess að byrja á. „Það er gott að fara með mp3-spilara í ræktina og hlusta á einhverja uppbyggj- andi tónlist um leið. Það virkaði til dæmis rosalega vel fyrir mig að hlusta á Whitesnake, það er svona hetjumúsík og góð til þess að svitna við.“ Að hans mati er gott fyrir fólk sem er með veikleika fyrir mat að breyta mataræðinu þannig að það borði kolvetnaríkasta matinn fyrir hádegi, þannig geti það brennt því yfir daginn. „Ég mæli líka alfarið með heilsuklúbbum þar sem fólk á svipuðu róli æfir saman og hvet- ur hvert annað áfram. Þetta virk- ar mjög vel á fólk, þarna er verið að halda tölfræðinni til haga og ef maður fer að þyngjast allt í einu getur maður kannski logið að sjálf- um sér, en ekki að heilsuklúbbnum sínum.“ Hver þarf að finna sinn takt Tónlistarmaðurinn Davíð Smári hefur síðastliðin misseri gjörbreytt lífsstíl sínum til hins betra. Hann er tugum kílóa léttari en áður og hefur óbilandi áhuga á heilsu- rækt. Hann segir hugarfarsbreytingu forsendu þess að breyta um lífsstíl. Davíð Smári segir mikilvægt skref í átt til betra lífernis að finna sér hollan mat sem manni finnst góður á bragðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Margir halda að Maður lifandi í Borgartúni sé lítið meira en versl- un og veitingastaður. Því fer hins vegar fjarri því allt frá stofnun fyrirtækisins haustið 2004 hefur það staðið fyrir reglulegum fyrir- lestrum í samvinnu við sérfræð- inga frá ýmsum sviðum heilsugeir- ans á Íslandi. Nú er svo komið að margir mismunandi fyrirlestrar eru á dagskrá í hverri viku, en þeir eru haldnir í sal fyrirtækisins í kjallara höfuðstöðvanna í Borgartúni. „Við lítum svo á að þessir fyrir- lestrar séu hluti af okkar starf- semi og stór þáttur í því að breiða út boðskap okkar. Fyrirlestrarnir eiga það sameiginlegt að tengjast heilsu og hollu líferni, í eins víðum skilningi og það getur orðið,“ segir Hjördís Ásberg, framkvæmdastjóri Manns lifandi. Fjölbreytnin er í fyrirrúmi hjá Manni lifandi og sem dæmi má nefna að í október er hægt að sækja fyrirlestra um blómadropa og jóga, lífvirk náttúruefni, austurlensk- ar lækningar og eiturefnaúrgang, svo eitthvað sé nefnt. Þá er einnig með reglulegu millibili boðið upp á matreiðslunámskeið þar sem líf- rænt hráefni er í hávegum haft. „Fyrirlestrunum fer sífellt fjölg- andi og er ásóknin í þá stöðugt að aukast. Sem dæmi voru hér 130 manns á fyrirlestri sl. mánudag, þó svo að sá fjöldi hafi nánast verið einsdæmi,“ segir Hjördís. Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestr- ar eru á dagskrá á næstu vikum og er hægt að nálgast upplýsingar um þá á heimasíðu Maður lifandi. Verði er haldið í lágmarki og er yfirleitt á bilinu 1.000-1.500 krónur. Fjöldi fyrirlestra í hverri viku Heilsufyrirtækið Maður lifandi breiðir út boðskapinn. Fyrirlestrum í Manni lifandi hefur sífellt verið að fjölga í takt við vaxandi eftirspurn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.