Fréttablaðið - 07.10.2006, Page 76

Fréttablaðið - 07.10.2006, Page 76
 7. október 2006 LAUGARDAGUR36 Klara er skarpleit og glað-leg kona á besta aldri sem ber það með sér að vera röggsemdarkona til verka. Og það er ekki á henni að heyra að hún hafi dvalið lungann af ævinni erlendis; íslenskan er kórrétt og hvergi hreim að heyra. „Ég hef vissulega verið mikið innan um Íslendinga gegnum tíðina en samt skil ég ekki fólk eins og ég hef rekist á, sem er næstum búið að tapa niður málinu eftir nokkurra ára dvöl erlendis,“ segir Klara og það er ekki laust við að hún sé hálfhneyksluð á þessum löndum sínum. Hostal Hekla Hún var ekki nema átta ára gömul þegar hún kom fyrst til Spánar en það var árið 1959. Foreldrar henn- ar, Baldur Jónsson kaupmaður og Hansína Helgadóttir, ákváðu að flytja til Spánar, Baldri til heilsu- bótar. Og bærinn Tossa de Mar á Costa Brava-ströndinni skammt frá Barcelona varð fyrir valinu því þar bjó þá frændi Hansínu, Magnús Kristjánsson listmálari og hótelhaldari. „Magnús hafði lent í Tossa fyrir tilviljun, hann var á ferð um Spán ásamt nokkr- um kunningum sínum árið 1956 og þeir komu við í þessum litla strandbæ, og þar hitti hann stúlku og það var bara ást við fyrstu sýn,“ segir Klara og hlær. Magnús varð því eftir í Tossa og sneri ekki aftur heim til Íslands til búsetu. Hann setti upp gistihús í bænum, Hostal Hekla og rak það til dauðadags ásamt konu sinni, en það er önnur saga. Fengu berkla af mjólk Dvöl Baldurs og fjölskyldu í Tossa varð þó heldur styttri en til stóð því Klara og Björk systir hennar veiktust illilega skömmu eftir að þær komu. „Á þessum tíma var mjólk ekki komin á flöskur heldur keyptum við bara mjólk í brúsa hjá konu í götunni þar sem við bjuggum og það er haldið að við höfum fengið berkla af henni.“ Og þar sem spánskir læknar voru hálfráðalausir gagnvart þess- um veikindum systranna sáu þau Baldur og Hansína sér ekki annað fært en að fara aftur til Íslands til að koma þeim undir læknishend- ur. Og það tókst giftusamlega því systurnar náðu báðar fullri heilsu á ný þótt þær ættu við þessi veik- indi að stríða um nokkurt skeið. En draumur foreldranna um nýtt líf á Spáni var fyrir bí. Fann ástina í Tossa Tengslin þangað suður eftir héld- ust þó áfram og sumarið 1967 fór bróðir Klöru til frændfólks síns í Tossa til vinnu. „Og hann kom aftur og sagði mér að þetta væri alveg geggjað,“ segir Klara án þess að blikna. „og það varð úr að ég útvegaði mér vinnu hér í Tossa sumarið 1969 og það má segja að ég hafi lítið farið heim aftur eftir það,“ bætir hún brosandi við. Hún fór aftur til Tossa árið eftir og enn árið 1971 og dvaldi þá veturlangt. Og Klara fann ástina i Tossa eins og Magnús frændi hennar hafði gert. „Já, já maður- inn minn er héðan og heitir Frans- esco Casadesús og við giftum okkur 1973,“ útskýrir Klara. Frank Sinatra og Ava Gardner Hún segir mikið líf og fjör hafa verið í Tossa á þessum árum og túrisminn í miklum blóma. „Túr- isminn byrjaði fyrir alvöru hér í Tossa upp úr 1950 eftir að Holly- wood-myndin Pandora and the Flying Dutchman var tekin upp hér með þeim Frank Sinatra og Ava Gardner í aðalhlutverkum, og sagan segir að hann hafi beðið hennar hér,“ segir Klara íbyggin á svip. „Og það er stytta af Ava Gardner hér uppi í kastalanum,“ bætir hún við og bendir. Hippamenningin var í hámarki um 1970 og setti sinn svip á Tossa að sögn Klöru. „Ungt fólk var mikið á ferðinni og hingað komu krakkar og hippar frá öllum heimshornum og maður kynntist fjöldanum öllum af skemmtilegu fólki. Og það er svo merkilegt hvað margir hafa haldið tryggð við bæinn; sumt af þessu fólki er hér enn og annað kemur hingað reglulega og maður rekst iðulega á það niðri á strönd,“ segir hún og brosir hlýlega að þessum gömlu minningum. Þrír mánuðir orðnir 33 ár BARA AÐEINS LENGUR Klara Baldursdóttir og eiginmaður hennar Fransesco Casadesús opnuðu fyrsta barinn árið 1979. Þremur árum síðar opnuðu þau Klörubar á Kanaríeyjum. En í upphafi ætluðu þau aðeins að dvelja þar í þrjá mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/SÞS Flestir Íslendingar sem dvalið hafa á Kanaríeyjum kannast við kennileitið Klörubar á ensku strönd- inni sunnan til á Gran Canaria. Barinn heitir eftir öðrum eiganda sínum Klöru Baldursdóttur en Klara hefur rekið hann frá stofnun eða í tæpan aldarfjórðung. Sigurður Þór Salvarsson hitti Klöru að máli í bænum Tossa de Mar á Spáni þar sem Spánarævintýri hennar hófst fyrir tæpum fimm- tíu árum. Þrír mánuðir orðnir 33 ár Klara og Fransesco maður hennar hófu feril sinn sem veitingamenn í Tossa en örlögin höguðu því svo til að það varð ekki til framtíðar. Þannig var að íslenska ferða- skrifstofu vantaði skyndilega far- arstjóra suður á Costa del Sol haustið 1973 og samband var haft við Klöru og hún beðin að hlaupa í skarðið. „Við slógum til og keyrð- um suður eftir og ég var að vinna þarna í fimm eða sex vikur og í framhaldi af því var mér svo boðin vinna á Kanaríeyjum. Það stóð nú aldrei til hjá okkur að vera þar lengur en þrjá mánuði en þetta eru orðin 33 ár,“ segir Klara og hlær dátt að duttlungum örlaganna. Klörubar í nærri aldarfjórðung Reyndar koma þau hjónin alltaf reglulega til Tossa enda eiga þau hús þar og maður hennar ættingja. En síðustu fimmtán árin hafa þau nánast verið allan ársins hring á Kanaríeyjum. „Við fórum fljótlega út í veitingarekstur þarna suður frá, opnuðum fyrsta barinn okkar 1979 og síðan opnuðum við Klöru- bar í nóvember 1982,“ rifjar Klara upp hugsi. Barinn er í verslunarmiðstöð sem heitir Yumbo Center og þau hjónin keyptu aðstöðu í húsinu meðan það var í byggingu en þetta er stærsti verslunarkjarninn á ensku ströndinni með um 350 verslanir og veitingastaði. „Við vorum þau fyrstu sem opnuðum þarna,“ segir Klara stolt, en bætir við að reksturinn hafi vissulega verið erfiður fyrstu árin. „Nú er þetta hins vegar mest sótta versl- unarmiðstöð svæðisins þannig að það hefur breyst verulega.“ Félagsmiðstöð og upplýsingaþjónusta Klörubar varð fljótt afar vinsæll samkomustaður meðal Íslendinga á Kanaríeyjum og hefur verið það æ síðan. „Það má segja að staður- inn sé nokkurs konar félagsmið- stöð og upplýsingaþjónusta Íslend- inga þarna suður frá,“ segir Klara hreinskilnislega. Hún hefur líka lagt sig eftir því að laða Íslendinga að staðnum með því að bjóða upp á íslenska skemmtikrafta en margir af þekkt- ustu tónlistarmönnum og skemmti- kröftum þjóðarinnar hafa ein- hvern tímann á ferlinum troðið upp á Klörubar. Svo eru veislurnar á Klörubar um jól og páska víðfrægar. „Þá erum við með rammíslenskan hátíðarmat, hangikjöt og hamborg- arhrygg og allt sem því tilheyrir,“ segir Klara stolt og bætir því við að ekki megi gleyma Þorláksmess- unni. „Hún er alveg geysilega vin- sæl hjá okkur og það eru oft um tvö hundruð manns sem borða þá hjá okkur. Og við bjóðum að sjálf- sögðu upp á skötu með hamsatólg, hnoðmör og öllu tilheyrandi og líka saltfisk fyrir þá sem ekki vilja skötuna.“ Hætta eftir tvö ár En allt tekur enda um síðir og ef guð lofar ætla Klara og Fransisco að selja rekstur Klörubars eftir tvö ár og setjast í helgan stein. „Við erum farin að fullorðnast og maður á ekki að vera að slíta sér út alveg til dauðadags ef maður þarf þess ekki. Þetta er auðvitað ægilega slítandi starf. En það er ekki þar með sagt að maður hætti öllu, maður verður alltaf að vera að fást við eitthvað,“ segir Klara Baldursdóttir og brosir íbyggin á svip. ■ „Og það er svo merkilegt hvað margir hafa haldið tryggð við bæinn; sumt af þessu fólki er hér enn og annað kemur hingað reglulega og maður rekst iðulega á það niðri á strönd.“ Kanaríeyjar eru sjö • Gran Canaria, höfuðborg Las Palmas de Gran Canaria • Tenerife, höfuðborg Santa Cruz de Tenerife • Lanzarote, höfuðborg Arrecife • La Palma, höfuðborg Santa Cruz de La Palma • La Gomera, höfuðborg San Sebastián de La Gomera • El Hierro, höfuðborg Valverde • Fuerteventura, höfuðborg Puerto del Rosario … Kanaríeyjar tilheyra Spáni, en hafa verið undir sjálfsstjórn síðan 1982. Borgirnar Las Palmas og Santa Cruz teljast báðar sem höfuðborg eyjanna. Hver eyja fyrir sig lýtur stjórn þings sem kallast cabildo insular. Forseti Kanaríeyja er Adán Martín Menis. … Tæpar tvær milljónir búa á Kanaríeyjum sem eru tæplega 7.500 km². … Rúm 30 prósent af vergri þjóðarframleiðslu eyjanna kemur frá ferðamannaiðnaðnum. … Gjaldmiðillinn á Kanaríeyjum eru Evrur KANARÍEYJAR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.