Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 07.10.2006, Qupperneq 10
10 7. október 2006 LAUGARDAGUR UMHVERFISMÁL Tillögur auðlinda- nefndar sem snúa að gerð heildar- áætlunar um nýtingu og vernd náttúruauðlinda á Íslandi verða kynntar í næstu viku, að því er kom fram í máli Jóns Sigurðsson- ar iðnaðar- og viðskiptaráðherra á fundi Samtaka iðnaðarins um nátt- úruvernd og nýtingu náttúruauð- linda, sem fram fór á fimmtudag. Frumvarp verður lagt fram í vetur sem byggir á þeirri vinnu sem fram fór í nefndinni og telur Jón líklegt að heildaráætlun um verndun og nýtingu auðlinda gæti legið fyrir árið 2009 eða 2010. Heildstæð nýtingar- og verndar- áætlun sem alþingi fjallar um á nokkurra ára millibili og faglegt, gegnsætt valferli um umsóknir er það sem Jón sér fyrir sér sem meginstef framtíðarinnar. Á fundinum var mikið rætt um framkvæmdir í kringum álver og ítrekaði Jón að síðan árið 2003 hafi stjórnvöld dregið sig til baka sem þátttakendur. „Þau verkefni sem nú eru helst á döfinni, við Húsavík, í Helguvík, og í Straumsvík, eru þannig á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytisins. Kárahnjúka- virkjun og það sem henni tengist er eitt það síðasta sem tilheyrir gamla kerfinu.“ Illugi Gunnarsson hagfræðing- ur sagði velflesta nú komna á þá skoðun að stjórnvöld eigi ekki að standa í stóriðjurekstri. Hann dró fram og tók dæmi um tengsl umhverfisverndar og frjáls mark- aðar, þar sem fyrirtæki sjá sér hag í því að höfða til aukinnar umhverfisvitundar almennings. Andri Snær Magnason rithöf- undur sagði hvata til umhverfis- verndar skorta þegar orka væri gerð of ódýr og auðvelt að nálgast hana. Andri Snær varaði einnig sérstaklega við stækkun álvera. „Það verður alltaf þrýstingur í átt til hagkvæmni stærðarinnar eins og sjá má hjá álverinu í Straums- vík sem segir, annað hvort stækk- um við eða förum.“ Andri Snær telur tvímælalaust að fyrirtæki vilji reisa álver hérlendis með það gagngert fyrir augum að stækka seinna meir. „Og það mun skapast gríðarlegur pólitískur þrýstingur á auðlindir okkar þegar álver vilja stækka og heimamenn styðja við þær kröfur. Það er verið að búa til þróun sem leiðir ekki til sátta.“ sdg@frettabladid.is Stjórnvöld ekki í stóriðju Auðlindanefnd kynnir í næstu viku tillögur sínar um verndun og nýtingu auðlinda. Frumvarp verður lagt fram í vetur sem byggir á vinnu nefndarinnar. ANDRI SNÆR MAGNASON, JÓN SIGURÐSSON OG ILLUGI GUNNARSSON Húsfyllir var á fundinum sem Samtök iðnaðarins stóðu fyrir. Andri, Jón og Sigurður voru frummælendur og í lokin voru stuttar pallborðsumræður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RÚSSLAND, AP Lögreglan í Moskvu hefur beðið skóla borgarinnar um nöfn allra georgískra nemenda og rússnesk yfirvöld vísuðu 132 Georgíumönnum úr landi í gær á þeim forsendum að þeir væru ólöglega í landinu. Atvikin tvö urðu ekki til að milda deilurnar milli Georgíu- manna og Rússa, sem hafa farið harðnandi undanfarið. Samskipti milli Rússlands og Georgíu hafa verið stirð síðan Mikhail Saakashvili tók við störfum sem forseti Georgíu árið 2003, en hann vill færa land sitt nær Vesturlöndunum og minnka ítök Rússlands í Georgíu. - smk Deilur Rússa og Georgíumanna: Georgíumenn brottrækir ÓVISSA Georgískir ríkisborgarar leituðu til ræðismannsskrifstofu sinnar í Moskvu í gær til að fá upplýsingar um deilur Rúss- lands og Georgíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP �������������������������������� ���������������������������� ��� �� �������������������������������� ��������������������������������� �� ������������������ ��������� ������������������� ��� ��� �� ���������� �������������� ����������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI MEXÍKÓ Mannréttindasamtökin Amnesty International saka mexíkósku lögregluna um að hafa þaggað niður ásakanir um ofbeldi lögreglunnar gegn fjölda manna og kvenna eftir fjölmenn mótmæli vegna umdeilds lands í San Salvador Atenco í maí síðastliðnum. Lögreglumenn eru sakaðir um að hafa nauðgað minnst 23 konum eftir að hafa handtekið þær, sem og að hafa beitt fólkið ýmiss konar ofbeldi, að því er kemur fram á fréttavef BBC. Alls voru 212 manns fangelsað- ir í mótmælunum, sem um tvö þúsund lögreglumenn tóku þátt í að stöðva. - smk Mexíkóska lögreglan: Sögð þagga niður nauðganir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.