Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 36
 7. október 2006 LAUGARDAGUR4 Örvar Möller á stærsta bíla- flota landsins. Það er engum ofsögum sagt að Örvar Möller rafeindavirki eigi stærsta bílaflota landsins í einka- eign. Eini munurinn á bílum Örv- ars og öðrum bílaflota er kannski sá að bílarnir hans eru allir á milli 5-10 sentimetra langir og ganga ekki fyrir bensíni. Örvar, sem segist alltaf hafa haft áhuga á bílum, byrjaði að safna upp úr 1980 en það var lest- ur greinar í Alþýðublaðinu sem kveikti áhuga hans á smábílasöfn- un. „Greinin sem ég las fjallaði um bílasafn í Frakklandi sem í dag heitir Musee national de L‘automobile de Mulhouse. Á bak við safnið stóðu tveir bræður sem áður ráku vefnaðar- vöruverksmiðju. Þegar harðna tók í ári í vefnaðariðnaðinum, vegna aðfluttra efna frá Austurlöndum, þá fengu þeir bræður ríkisstyrki sem áttu að fara í verksmiðjuna, en bræðurnir vörðu þessum styrkjum á annan hátt og settu þá alla í að byggja upp bílasafnið sitt. Bílasafn bræðranna samanstóð af um 700 bílum og þar af voru um 250 Bugatti-bílar. Svo var það eig- inlega tilviljun sem réði því að ég fór og skoðaði safnið, tveimur til þremur mánuðum eftir að það var opnað almenningi. Þessi skoðun- arferð hefur haft einhver áhrif á mig því eftir hana ákvað ég að byrja sjálfur að safna Bugatti,“ segir Örvar og bætir því við að upprunalega planið hafi verið að halda sig bara við þá tegund. „Það entist samt ekki lengur en í hálft ár og þá var ég farinn að safna fleiri tegundum.“ Örvar segir að úrvalið af smá- bílum hafi verið gott á þessum árum á Íslandi og margar búðir sem seldu þennan varning. „ Smá- bílar fengust m.a. í Liverpool á Laugaveginum, Gummabúð við Langholtsveg, Tómstundahúsinu og á fleiri stöðum. Ég keypti flest sem ég komst yfir og leist vel á en í dag á ég nákvæmlega 2.208 bíla.“ Bílana geymir Örvar í sér- stöku tómstundaherbergi heima hjá sér en þangað finnst honum gott að koma þegar honum leiðist. Hann segir það líka að töluverð vinna geti farið í þetta, enda ekki um neitt smásafn að ræða. „Það getur alveg verið mikil vinna að halda utan um þetta á netinu og stundum vantar mig upplýsing- ar um vélarstærðir og annað en leitin að slíkum upplýsingum getur tekið sinn tíma.“ Örvar er í sambandi við smá- bílasafnara víða um heim en hann er líka félagi í sérstökum smá- bílasafnaraklúbb hérlendis sem hittist hálfsmánaðarlega yfir vetrartím- ann. Hvað varðar viðbætur í safnið segir hann það orðið svolítið erfitt að finna það sem hann á ekki nú þegar. „Það er kannski helst að maður finni eitt- hvað á eBay en svo versla ég líka yfirleitt mikið þegar ég fer til útlanda. Ég er til dæmis að fara á safnaramót í Bretlandi í lok þessa mánaðar. Þar verður opið einn laugardag frá 11-17 og um 550 sölubásar verða á staðnum. Ég gæti trúað því að sá fjöldi sem á eftir að renna í gegn þann dag sé á bilinu 20-30.000 manns -allt smábílasafnar,“ segir Örvar. Þegar Örvar er spurður hvort það sé einhver einn bíll sem myndi fullkomna safnið þá nefnir hann íslenskan bíl sem var settur í dreifingu fyrir tólf árum. „Þetta er bíll sem Katla HF gaf viðskipta- vinum sínum í tilefni af fertugsaf- mæli fyrirtækisins. Bíllinn var sérstaklega merktur Kötlu og um 500-1.000 eintök voru gefin. Svo eru til bílar sem maður kemur eflaust aldrei til með að ná í. Einn af þeim er bíll sem var framleidd- ur í kringum 1960 fyrir verslunina Roða sem seldi módel, bíla og tóm- stundavörur. Ég hef einu sinni átt kost á því að ná þeim bíl á eBay, en verðið fór svo hátt að ég gafst upp og bíllinn endaði hjá hollenskum safnara,“ segir þessi ástríðufulli bílasafnari að lokum. Slóðin á heimasíðu Örvars er http://orvarm.simnet.is en athugið að www á ekki að setja fyrir fram- an. margret.hugrun@frettabladid.is Bugatti, Maserati, Buick og Bentley Örvar á gott safn af íslenskum bílum en hann auglýsir sérstaklega eftir bílum sem Katla HF og Roði gáfu út á sínum tíma. Maserati Birdcage T60 - árgerð 1960. Bugatti árgerð 1935. Upphaflega stóð til að safna bara Bugatti, en það breyttist fljótt. 8 strokka Cobra, árgerð 1964. Hröðun: Örvar hefur nýjustu bílana uppi á hillu en skiptir reglulega um, enda þyrfti stærra rými til að hafa allt safnið til sýnis í einu. Örvar Möller byrjaði að safna bílum eftir að hafa lesið grein í Alþýðublaðinu. Í dag á hann 2.208 bíla. Nýskráningum bíla hefur fækkað sem nemur tuttugu prósentum frá því í fyrra. Allt frá árinu 2002 hefur nýskráning bíla stöðugt aukist. Þessi þróun hefur hins vegar snúist við á síðustu tveimur árs- fjórðungum og er svo komið að tuttugu prósentum færri bílar voru nýskráðir á þriðja ársfjórðungi 2006 en 2005. Gengi krónunnar er talið eiga stærst- an hlut að máli en það hefur lengi verið sterklega tengt bílainnflutningi. Nú þegar krónan hefur fallið fylgja nýskrán- ingar í kjölfarið. - tg 20 prósentum minni sala Gengi krónunnar hefur neikvæð áhrif á bílasölu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bílexport á Íslandi ehf. Bóas sími 0049-175-271-1783 • Eðvald sími 896-6456 • www.bilexport.dk boas@bilexport.dk Nýir 2007. Ford 2,2 Lt 130 hestöfl - Commandrail diesel, ABS- EBD Aksturstalva - Útihitamælir - Leður stýri - Armpúðar á sætum. Loftkæling-2 öryggispúðar - Útvarp - Geislaspilari með fjarstýringu. Rafm. í rúðum - Gírskipting í mælaborði - Þjófavörn með fjarstýringu. Lengd 6,37 - Svefnpláss fyrir fjóra - Tvíbreitt rúm aftur í. Þriggja punkta öryggisbelti fyrir fjóra - Stór dekk 215/75 R16”. Verð 5.200.000 kr. með vsk. skráður og skoðaður. BluCamp Sky 20 Nýr Mercedes Bens 2650 - Tveggja drifa - Kojuhús með háum toppi og spoilerum Sjálfskiptur - Loftpúðarfjöðrun að aftan - Sturtukerfi - Nádrif - Retarder og fl eira. Verð kr. 9.400.000 + vsk. - Skráður og skoðaður. Mercedes Bens 2650 Man 26.430. fyrst skráður Desember 2005. Tveggjadrifa dráttarbíll á lofti að aftan með sturtudælu. Nádrif - XL Hús með einni koju - Sólskyggni - Kælibox - Símkerfi - Útvarp og geislaspilari - Rafm. í rúðum og speglum - loftkæling. Ekinn aðeins 48,000 km. Verð 7.250.000 + vsk. skráður og skoðaður. MAN 26.430 Höfum til afhendingar strax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.