Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 7. október 2006 9 Í versluninni MC Planet í Austurhrauni 3 í Garðabæ fást föt á konur sem henta við öll tækifæri. „Í MC Planet er seldur franskur kvenfatnaður frá samnefndu vöru- merki, gerður úr ítölskum efnum frá einum virtasta framleiðanda á markaðinum,“ útskýrir Anna Sig- ríður Garðarsdóttur, einn eigenda MC Planet. „Til marks um það leit- ar franski tískuhönnuðurinn Jean- Paul Gaultier mikið til framleið- andans með sína hönnun.“ Að sögn Önnu fást föt, bæði hversdags- og spariklæðnaður, í MC Planet fyrir konur um tvítugt og upp úr. Hún segir saumaskap- inn einstakan, sem sjáist meðal annars af því hversu vel sé hugað að hverju smáatriði. „Sem dæmi get ég nefnt utanáliggjandi vasa og tvístungna sauma á buxum, pilsum og kjólum, sem setja sterk- an svip á þau,“ útskýrir hún og bætir við að sérstök alúð sé lögð við að gera fötin falleg frá öllum hliðum. „Einn viðskiptavinanna dró vinkonur sínar inn í búðina með þeim orðum að þær væru að fara á listsýningu mannslíkamans,“ segir Anna. „Það hljómar ef til vill háfleygt en setur samt tóninn fyrir það sem koma skal. Stór hluti viðskiptavina er úr listageiranum, og hönnuðir og kjólameistarar hafa hrifist af saumaskapnum.“ Ekki er nóg með að fötin frá MC Planet séu falleg á að líta held- ur eru þægindi höfð í fyrirrúmi við hönnun þeirra. „Þar leikur efnisval aftur stórt hlutverk,“ segir Anna. „Það er til að mynda mikil teygja í flestum efnunum og sniðin gerð til að ýta undir kven- leikann. Það má því með sanni segja að þetta séu föt sem konum líður vel í.“ roald@frettabladid.is Fötin frá MC Planet hafa vakið athygli fyrir fallega hönnun. Ekki skemmir fyrir hversu þægileg þau eru. MYND/MC PLANET Listsýning mannslíkamans Húsfyllir var á tískusýningu sem haldin var í húsakynnum MC Planet í septemb- er síðastliðnum. Um 300 konur mættu á sýninguna og komust færri að en vildu. MYND/MC PLANET Gott fataúrval er í MC Planet en þar er hægt að finna þægilegan hversdags- og spari- klæðnað fyrir konur. MYND/MC PLANET Anna Sigríður Garðarsdóttir er einn eigenda fyrirtækisins Sportís. Undir það heyrir MC Planet og Cintamani sem framleiðir útivistarfatnaðinn sívinsæla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stórsýningin Konan verður haldin í Laugardalshöll helg- ina 20.-22. október. Sýningin Konan snýst fyrst og fremst um konuna, allt sem snýr að konunni, um konuna og fyrir konuna. Stór hluti sýningarinnar snýr að tískunni, svo sem skart, fatnaður, hönnun, skór förðun og hár. Þær Nína Björk Gunnarsdóttir og Selma Ragnarsdóttir sjá um uppsetningu og stíliseringu tísku- sýningar sem verður bæði laugar- dag og sunnudag kl. 15:00. Fjöl- margar verslanir hafa nú þegar skráð sig til þátttöku og von er á fleirum. Tískusýningin mun að nokkru leyti verða með óhefð- bundnu sniði og lofa þær Nína og Selma að það verði sýning sem vert er að sjá. Sjá: www.icexpo.is Tískusýning með óhefbundnu sniðiVerslunin Ilse Jacobsen * Hornbæk á Garðatorgi í Garðabæ heldur upp á eins árs afmæli sitt í dag. Tískusýning, veitingar og 10% afsláttur verða í versluninni Ilse Jacobsen * Hornbæk í dag í tilefni árs afmælis verslun- arinnar. Fagnaðurinn hefst klukkan 16 og stendur til 19. Tískusýningin hefst klukkan 17. Þar verða sýndar haust- og vetrarlínurnar í fatnaði og skóm frá Baum und Pferdgar- ten, Julie Fagerholt - Heart- made, Naja Lauf, Kathleen Madden, Nanni Belts og Ilse Jacobsen * Hornbæk. Anna Rakel Róbertsdóttir hefur umsjón með sýningunni og Valdís Gunnars- dóttir er kynn- ir. Ilse eins árs Full búð af nýjum vörum! Langur laugardagur 15% afsláttur af herraskóm og ýmis önnur tilboð Gull í Grjóti • Skólavörðustígur 4, 101 RVK • s. 551-5050 • www.gulligrjoti.is Nína Björk og Selma skipuleggja flotta og spennandi tískusýningu í Laugardals- höllinni. Vörur frá Ilse Jacobsen hafa notið vin- sælda meðal vandlátra kvenna á ýmsum aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.