Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 7. október 2006 3 SAMKVÆMT ÚTEIKNINGUM FÍB HAFA ÁLÖGUR OLÍAFÉLAGANNA AUKIST ÞRÁTT FYRIR LÆRRA VERÐ. Í síðastliðnum septembermánuði var álagning olíufélaganna að meðaltali 32,06 krónur á lítrann af bensíni, en meðaltal síðustu þriggja mánaða er 28,02 krónur. Forsendur þessara talna eru markaðsverð á eldsneyti á Rotterdam-markaði samkvæmt Financial Times. Við það bætist flutningskostnaður og álögur íslenska ríkisins, uppreiknað í samræmi við vísitölu neysluverðs í samsvarandi mánuði. Þetta kann að koma mörgum á óvart, sérstaklega ef litið er til skrifa Hermanns Guðmundssonar, forstjóra Esso, á heimasíðu fyrirtækisins 14. september síðast- liðinn: „Í ljósi góðrar afkomu félagsins og til að styðja við bakið á tugþúsundum við- skiptavina um land allt hafa stjórnendur félagsins ákveðið að stíga stórt skref í lækkun á bensínverði. Þetta skref er stigið til að þakka viðskiptavinum okkar hina miklu tryggð sem þeir hafa sýnt okkur í gegn- um þetta erfiða tímabil óróa á mörkuðum.“ Ef útreikningar FÍB reynast réttir er þessi lækkun einungis til komin vegna heims- markaðsverðs en ekki vegna samfélagslegrar vitundar olífélaganna. - tg Álagning eykst Álögur olíufélaganna hafa aukist samkvæmt útreikningum FÍB. Óli H. Þórðarson lætur brátt af störfum sem formaður Umferðarráðs eftir 28 ára starf. „Það má segja að þetta sé í takt við hættutímann núna því það virðast svo margir vera að segja af sér, þingmenn og fleiri,“ segir Óli og hlær. „Ætli það sé ekki hluti af því að menn átta sig á að það sé líf eftir vinnu.“ Óli tók við framkvæmdastjóra- stöðu Umferðarráðs 1. júní árið 1978, sama ár og tíu ára afmæli hægri umferðar var fagnað. Allar götur síðan hefur hann verið í farabroddi bættrar umferðar- menningar og afrekað margt á ferlinum. Á dögunum var hann verðlaunaður af NTR (Norræna umferðaröryggisráðinu) fyrir framlag sitt til umferðaröryggis- mála en hann er sá sem lengst hefur setið allra í sinni stöðu á Norðurlöndum. „Ég vil ekki gera mikið úr viðurkenningunni en þetta var mjög ánægjulegt, ég get ekki neitað því. Það er alltaf gott að fá klapp á bakið og sérstaklega þegar það er frá kollegunum.“ Það er ánægjulegt fyrir Óla að loks sjái fyrir endann á einu af helstu áhuga- og baráttumálum hans. Í Reykjanesbæ er uppbygg- ing fjölnota kappakstursbrautar í bígerð en sú braut mun án efa hafa góð áhrif á öryggismál á landinu öllu. Þar geta ökumenn sem brenna í skinninu að komast eins hratt og tæknin leyfir fengið útrás fyrir hraðaþörfina og keyrt róleg- ir heim á löglegum hraða. Þar að auki stefna yfirvöld að byggingu sérstakar æfingabrautar á Akra- nesi og fyrir þingi liggja tillögur þess efnis að allir ökunemar þurfi að taka ökutíma á slíkum braut- um. „Þetta er búið að vera sérstakt áhugamál hjá mér í 25 ár. 1989 leit út fyrir að slík braut myndi rísa í Kapelluhrauni en samstaða náðist ekki þá. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það mjög miður að ég hafi ekki séð slíka braut rísa í minni stjórnartíð en nú bind ég miklar vonir við að þessi gamli draumur minn sé að rætast.“ Framhaldið er óákveðið hjá Óla en hann segist ekki vera að fara á eftirlaun. „Ég er ekki að fara að setjast í þennan svokallaða helga stein, sem enginn veit hvar er. Ég er þannig gerður að ég sé mig ekki mæla sófann heima. Frekar vildi ég þá mæla göturnar í eiginlegri merkingu þess orðs.“ tryggvi@frettabladid.is Hættutími í þjóðfélaginu Óli er stoltur af þætti sínum í innleiðingu laga um bílbeltanotkun og bann við farsímanotkun undir stýri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í KJÖLFAR SLYSS RICHARD HAM- MOND VAR ÓVÍST UM ÁFRAM- HALD TOP GEAR ÞÁTTANNA. NÚ HEFUR VERIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ HALDA UPPTÖKUM ÁFRAM. Richard Hammond brást ókvæða við þeim sögusögnum að hætta ætti gerð þáttanna. Hann vildi að slysið yrði sýnt og bauðst til að kynna atriðið úr sjúkrarúmi sínu. Í ljósi undraverðs bata Richard og gríðarlegra vinsælda þáttanna hefur yfirstjórn BBC tilkynnt að framleiðslu þáttanna verður haldið áfram frá því sem fyrr var horfið. Eftir tilkynninguna var fyrsta verk Jeremy Clarkson, aðalþáttastjórnanda Top Gear, að fara út með tökuliði að prufukeyra nýjan Lotus-sportbíl. Það er því ljóst að Top Gear-menn eru komnir aftur á beinu brautina þrátt fyrir bilaðan gírkassa. Svo er spurningin hvort þeir komist aftur í fimmta gírinn. - tg Top Gear áfram á skjánum Richard Hammond heldur ótrauður áfram þáttagerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.