Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 24
24 7. október 2006 LAUGARDAGUR ■ LAUGARDAGUR, 30. SEPT. Varnarlaus Mér skilst að bandaríska varnar- liðið, setuliðið, hernámsliðið eða Kaninn sé farinn, ýmist heim til sín að verja föðurlandið eða til annarra landa að boða frelsi og lýðræði með hervaldi, blóðsúthell- ingum, fangaflutningum, pynting- um og öðru því sem nauðsynlegt er til að tryggja lýðræðið. Herlaust, vopnlaust Ísland! Sumir héldu að þessi dagur mundi aldrei renna upp og sjálf- sagt hefur sumum ekki komið blundur á brá í nótt af ótta við að þeir kynnu að vakna upp við her- göngumarsa Rauða hersins dag- inn eftir að Kaninn færi. Ég skildi aldrei skynsemina í því að friðsöm lítil þjóð sem hefur aldrei unnið öðrum þjóðum mein fengi herskáustu og óvinsælustu þjóð heimsins til sín sem land- varnamenn. Ekki myndi okkur þykja það gáfulegt ef Benedikt páfi fengi Norður-Kóreuher til að sjá um landvarnir í Vatíkaninu, eða Sviss- lendingar bæðu Írani að koma upp herstöð í Genf − og eru Norður- kóreumenn og Íranar þó snöggt um friðsamari en Ameríkanar eins og dæmin sanna. Nú er upplagt tækifæri til að hætta hinu heimskulega brölti eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og reyna heldur að kom- ast til áhrifa í hinum gagnlegri stofnunum samtakanna og láta gott af okkur leiða á alþjóðavett- vangi. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- annar fjallar ekki um venjuleg öryggismál í okkar skilningi: Snjóflóðavarnir eða bílbelta- notkun. Hjá S.Þ. segja menn „öryggisráð“ og meina „her- ráð“. Seta í herráði Sameinuðu þjóðanna kallar bara á að við þurfum að taka afstöðu í málum sem við höfum ekki hundsvit á og setur okkur í þá stöðu að þvarga um hermál við stórveldi heimsins. Í þann hóp höfum við lítið að sækja og nóg er til af hollari félagsskap og umræðuefn- um sem henta okkur betur. ■ SUNNUDAGUR, 1. OKT. Plögg Ég er soldið leiður yfir því að hafa ekki náð að ljúka við bók í tæka tíð fyrir hina heillandi jólabókaveislu. Það skemmti- legasta við jólavertíðina er að þá hefur maður tækifæri til að hitta lesendur. Ekki veit ég hvort þessi kynningarstarfsemi verður til að auka sölu, en fyrir bragðið fæ ég tækifæri til að spjalla við fólk sem eins og ég hefur ánægju af bókum. Markaðsfræði, mark- aðssetning og auglýs- ingamennska eru guð- spjöll nútímans. Nú er kynning ekki lengur köll- uð kynning heldur „plögg“. Ég held það þýði að kynna eða auglýsa. Nafnorðið er „plögg“ og sagnorðið er „að plögga“ og stýrir held ég þágufalli – að plögga ein- hverju. Hér í eina tíð dugði ein auglýsing í hádegis- fréttatíma útvarps til að öll þjóðin vissi að ný sending af frystikistum væri komin til landsins og hægt að bjarga spari- fénu undan næstu gengisfellingu. Fyrirtæki sem vissu ekki aura sinna tal auglýstu líka í Moggan- um. Núna þarf bæði auglýsingastof- ur og sprenglærða markaðsfræð- inga til að ná athygli fólks og inni- hald auglýsinga verður sífellt hástemmdara og skrumkenndara. Í dag sá ég „plögg“ sem toppar allt sem ég hef séð hingað til í sam- bandi við bækur, það var á hinum ágæta fréttavef Moggans: Þar segir að Bókaforlagið X hafi gengið frá samningum um útgáfu á nýrri skáldsögu eftir N.N. „Þetta er önnur skáldsaga N.N. og fer nú á markað á 24 tungumálum í yfir eitt hundrað löndum í öllum byggðum heimsálfum veraldar. N.N. leggur um þessar mundir lokahönd á nýju bókina og kemur hún út í nóvember á Íslandi.“ Þarna er þykkt stungin tólg. Ennfremur er undirstrikað að á þessum 24 tungumálum verði bókin „aðgengileg fyrir tvo og hálfan milljarð lesenda ... í öllum byggðum heimsálfum veraldar.“ Vonandi verður þessi bók von bráðar líka aðgengileg fyrir les- endur „í öllum hinum óbyggðu heimsálfum veraldar“ svo að útgefandinn geti fríkað almenni- lega út í næsta plöggi. Það er rétt að taka fram að hér er ekki átt við okkar eina heims- fræga rithöfund, Arnald Indriða- son, sem svo sannarlega er lesinn í ergi og gríð um allar trissur. Að segja að rit sem kemur út á kínversku sé „aðgengilegt“ fyrir milljarð manna er dæmi um það sem er kallað „að missa sig“. Svona er plöggið varasamt og blaðamenn þurfa að hafa vit fyrir útgefendum þegar jólaæðið grípur þá. ■ MÁNUDAGUR, 2. OKT. Sagarmatha og Arnarfell Það er stórmerkilegt að ég skuli ekki vera með harðsperrur því að í gær fór ég í fjallgöngu. Sigurður þjóðgarðsvörður fékk mig til að slást í för með gönguhóp sem gekk á Arnarfell í Þing- vallasveit. Þetta harðsperruleysi sannar fyrir mér að fyrir utan að vera einstakt augna- yndi er Arnarfell sérlega hentugt fyrir þá sem hafa gaman af fjallgöngum án þess þó að vera að hugsa um að komast upp á himnagyðju á borð við þá sem Nepal- búar kalla Sagarmatha og Tíbetar nefna Tsjómólung- ma en við köllum Everest. Arnarfell teygir sig í 250 metra hæð yfir sjávar- mál, 150 metra yfir flöt- inn á Þingvallavatni. Alveg passlega hátt fyrir mig. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 3. OKT. Sumarleyfi lýkur Í dag var Alþingi Íslend- inga kallað saman. Ekki seinna vænna að tilkynna mannskapnum að sumar- fríinu sé lokið, því að nú fer að líða að jólafríi. Mér líst vel á vinnutíma þingmanna og furða mig á því hvað margir vilja hætta þingmennsku á besta aldri. ■ MIÐVIKUDAGUR, 4. OKT. Grunnhyggin sníkjudýr Í vor var ég eitthvað rotinpúruleg- ur og vinkona mín ráðlagði mér að tala við næringarfræðing og hómó- pata ef ég vildi bæta líðan mína og lét mig hafa símanúmer. Loksins var röðin komin að mér í dag. Þetta var stórmerkilegt. Ég hélt að ég væri við sæmilega heilsu svo að mér krossbrá þegar mér var sagt að ég væri maður ekki einsamall heldur með laumufar- þega innanborðs, orma og sníkju- dýr af ýmsu tagi. Þetta hljóta að vera grunnhygg- in sníkjudýr. Ef þau hefðu gripsvit myndu þau taka sér bólfestu í stríð- öldum bankastjóra eða kjölfjárfesti fremur en mér. Mér er uppálagt að gera breyt- ingar á mataræðinu og forðast hveiti, hafragrjón, skelfisk og hnet- ur eins og pestina næstu tvo mán- uði. Ég stefni sem sagt lífi mínu í hættu með því að halda áfram að skrifa um mat – en hverju fórnar maður ekki fyrir Fréttablaðið? ■ FIMMTUDAGUR, 5. OKT. Ráðherrann og „Draumalandið“ Nú er sagt frá því í fréttum að iðn- aðarráðherra hafi verið að gagn- rýna „Draumalandið“ það er að segja hina umtöluðu bók Andra Snæs. Ég fagnaði útkomu þeirrar bókar á sínum tíma, því að mér finnst gott til þess að vita að ekki séu allir listamenn frábitnir því að tjá sig um pólitík. Samt er ég ekki fullkomlega viss um að það sé jafn eftirsóknarvert að stjórnmála- menn fáist við bókmenntagagn- rýni. Ég hef ekki alveg náð að hugsa það mál til enda. Norðurkóreuher í Páfagarði Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá fyrsta varnarlausa deginum og muninum á öryggisráði og herráði. Ennfremur er rætt um „plögg“, fjallgöngu, sumarleyfi og jólafrí, bókmenntagagnrýni iðnaðarráðherra og minnst er á grunnhyggin sníkjudýr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.