Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 38
[ ]mannlegi
þátturinn
m
an
nl
eg
i
þá
tt
ur
in
n
Náttúrulæknirinn Matthildur
Þorláksdóttir er orðin goðsögn
í lifanda lífi. Reglulega heyrast
ótrúlegar sögur af fólki sem
hefur fengið lausn meina sinna
með hennar aðstoð.
Matthildur er heilpraktiker upp á
þýsku - náttúrulæknir á íslensku.
Hún nam fræði sín í Þýskalandi,
þar sem náttúrulækningar eru
kenndar í virtum akademíum.
Námið tekur þrjú ár ásamt starfs-
þjálfun á heilsugæslu eða stofnun
til að fá löggildingu og starfsrétt-
indi. Matthildur stundar alhliða
náttúrulækningar, en það er eink-
um greiningartækið fræga sem
sögur fara af. Með því má mæla
það sem er óáþreifanlegt og næsta
óskiljanlegt, en tækið nemur ork-
una í líkamanum. Þannig má greina
alls kyns kvilla eins og fæðuóþol
og orkustíflur.
Ég heimsótti Matthildi á
Náttúrulækningastofuna að Stór-
höfða 17 og passaði upp á að ná
hádegismatnum á matstofunni. Og
þó ég sé ekki grænmetisæta get ég
ekki hugsað mér betri mat en
gratíneraða grænmetið hennar
Hildar Hilmarsdóttur.
Næsta mál var að hitta á Matt-
hildi, sem er vægast sagt mjög
upptekin kona, bókuð frá morgni
til kvölds – og það eru engar líkur
á að fólk klikki á að mæta þegar
það er búið að bíða í marga mánuði
eftir að fá tíma. Eftir heilmikla
fyrirsát náði ég stuttu spjalli við
Matthildi á milli sjúklinga. Ég vatt
mér beint að kjarna málsins.
Hvað er að fæðunni okkar – af
hverju eru allir að greinast með
fæðuóþol?
„Fæðan er orðin svo mikið
unnin hjá okkur - niðursoðin,
hreinsuð, klóruð, söltuð, fitu-
sprengd, lituð og sykruð. Svo er
verið að auka framleiðsluna og þá
eru notuð efni og aðferðir sem
hafa áhrif á fæðuna – hormón,
eitur og hver veit hvað?“
Og hvaða áhrif hefur það á
okkur þótt fiktað sé í fæðunni?
„Sko. Við vinnslu og hitun mat-
væla, þá tapast ensímin úr fæð-
unni. Ensímin eru nauðsynleg
fyrir meltinguna. Þau sjá um að
brjóta fæðuna niður, svo hún nýt-
ist sem næring.“
En hvers vegna fer mjólkin
svona illa í marga?
„Langflestir þjást af mjólkur-
óþoli og það er einmitt vegna þess
hvað hún er yfirleitt mikið unnin –
gerilsneydd, sykruð og fitu-
sprengd. Ensímin vantar og við
ráðum ekki við að brjóta niður
próteinin. Það þola miklu fleiri líf-
rænu mjólkina og t.d. getur ósæt
ab-mjólk verið í lagi fyrir suma.“
En hvað með ger, sykur og
hveiti? Hvers vegna fer það svona
illa í marga?
„Þessar fæðutegundir eru bara
ofnotaðar og allt of mikið unnar.
Þetta er í öllu og smátt og smátt
myndast óþol þegar við fáum allt
of mikið af einhverju. Þessar
fæðutegtundir valda líka oftast
starfsemistruflunum – þembu og
loftgangi, hægðatregðu eða niður-
gangi svo eitthvað sé nefnt.“
Einhver ráð að lokum?
„Að fólk borði hreina og sem
minnst unna fæðu og sem mest
hrátt. Notið gróft korn og trefjar,
kristalsalt eða sjávarsalt og góðar
olíur. Og auðvitað sem mest hrátt
grænmeti og ávexti og sem minnst
kjöt. Passið ykkur samt á að borða
ferska ávexti sér, en ekki t.d. sem
eftirrétt eftir kjötmáltíð.
Kjötið er svo lengi að meltast
og þá er hætta á gerjun og leiðind-
um. Nú, ef þið viljið eldaðan og
unninn mat, skulu þið fá ykkur
ensím í forrétt. Fáið ykkur hrátt
og grænt salat á undan og nælið
ykkur þannig í ensím til að melta
það sem á eftir kemur.“ ao@khi.is
Kraftaverkakonan með tækið
Matthildur Þorláksdóttir náttúrulæknir hefur hjálpað mörgum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Matthildur Þorláksdóttir
vinnur með tæki sem getur
greint ójafnvægi á orkuflæði
líkamans.
Það var fyrir 20 árum í Þýskalandi
að hafin var framleiðsla á þessu
merkilega greiningartæki sem
nefnt eru Bioresonanz. Aðdrag-
andinn var sá að starfsfólk á
heilsugæslunni tók eftir því að
engin skýring fannst á umkvört-
unum fólks sem sagðist vera með
kvilla og verki. Í ljósi áralangrar
reynslu var litið svo á að hér væri
um að ræða truflanir á starfsemi
sem kæmu síðan fram í líkamleg-
um kvillum. Var því farið að skoða
hvernig greina mætti skilboðin
áður en sjúkdómur yrði til. Þar
með hófst samvinna náttúrulækna
og hefðbundinna lækna við þróun
þessarra tækja og fóru vísindaleg-
ar undirstöðurannsóknir fram við
deildir innan háskólanna í Heidel-
berg og Württemberg.
Hugmyndin að tækinu byggir á
hinni 5000 ára gömlu kenningu
kínverskra lækninga um orku-
brautir líkamans. Þannig er að
hvert hinna stærstu líffæra á sína
orkubraut í báðum hliðum líkam-
ans – þar eru orkubrautir lifrar og
galls, hjarta og blóðrásar, ristils
og smáþarma, lungna, maga, þvag-
blöðru og nýrna, milta og briss.
Orkubrautirnar tengjast á höfði, í
höndum og fótum og tengja líkam-
ann saman í eina heild, þar sem
orkan á að flæða óhindrað ef allt
er með felldu.
Tækið fræga greinir ójafnvægi
á orkuflæði líkamans og þar með
truflanir á starfsemi í ákveðnum
líffærum eða líffærakerfum. Þar
sem orkubrautirnar mynda orku-
tengingar milli líffæra, þá getur
einnig verið um fjaráhrif að ræða,
síendurteknar kinnholsbólgur eru
ekki endilega staðbundin vand-
kvæði heldur eru upptökin ef til
vill í maganum, en magaorku-
brautin byrjar undir augum og
liggur eftir framanverðum líkama
niður í tær.
Einnig getur verið að starfsemi
eins líffæris sé haldið niðri vegna
áhrifa frá öðru í gegnum orku-
tengingar. Einstaklingur kvartar
til dæmis yfir tíðum þvaglátum og
pirringi í þvagblöðru. Rannsóknir
sýna hvorki sýkingar né önnur
frávik. Ofangreint tæki sýnir
truflun á orkuflæði í ennisholum
– blöðruorkubraut liggur frá auga-
brúnum niður bak og fætur, og
myndar þar með orkutengingar
milli þessara líffæra.
Nálgun þessi byggir á heild-
rænni meðferð þar sem tekið er
mið af ytri og innri þáttum manns-
ins og reynt að greina þá þætti
sem valdið geta röskun á líkams-
starfsemi.
Segir fyrir um sjúkdóma
Ásdís Olsen með tækið sem greinir
ójafnvægi á orkuflæði líkamans.
Fæðuofnæmi er algengara en margir halda. Með því
að borða rétt er oft hægt að fá bót sinna meina.
Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu
fengið Fréttablaðið. En til vonar
og vara skaltu klippa þetta símanúmer
út og hringja í það ef Fréttablaðið
kemur einhverntímann ekki.
550 5600
Ekkert blað?
- mest lesið
ÞAR SEM ALLT SNÝST
UM FÓTBOLTA!
NÝTT
Á GR
AS.IS
Leikir Skemmtun
NÚ FÆRÐU GRAS.IS
FÉTTIR Í SÍMANN!