Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 93
LAUGARDAGUR 7. október 2006 53
Dagskrá Norrænna músíkdaga
gleður ekki aðeins hlustir gesta
sinna því í kvöld frumflytur
DANSleikhúsið þrjú verk eftir
íslenska danshöfunda sem eru sér-
staklega samin við nýsmíðar tón-
skáldanna, auk þess sem eitt tón-
skáldanna mun leika listir sínar í
meira en einum skilningi.
Danshöfundurinn Jóhann F.
Björgvinsson flytur verk sitt
„Piece of Me“ ásamt þremur döns-
urum en hann stígur nú á sviðið
eftir að hafa tekið sér frí frá dans-
inum sjálfum í tvö ár. „Ég fékk að
velja milli tónverka og valdi verk
eftir kanadíska tónskáldið Lean
Francois Laporte. Hann er mjög
óvenjulegur listamaður sem býr til
sín eigin hljóðfæri en ég heillaðist
af hljóðheiminum sem hann skap-
ar,“ segir Jóhann og útskýrir að
Leoporte spili til dæmis á rör og
noti loftpressu til þess að blása upp
blöðrur og þá myndar titringurinn
ryþma og hljóð sem vísa í allt frá
orrustuflugvélum til hvala.
Jóhann kynnti sér verk tón-
skáldsins og síðan sömdu þeir
verk sín hvor í sínu lagi en þau
smullu vel saman þegar kom að
því að kynna þau. Tónskáldið mun
síðan taka þátt í flutningi verksins
ásamt hljóðfæraleikaranum Marin
Quellet og bresku söngkonunni
Caroline Quist. „Það er mjög sjald-
gæft að tónlistin sé leikin og flutt
á sviðinu en það er alveg ótrúlega
gaman og gefandi. Samspilið er
allt öðruvísi og það skapar ákveðna
spennu að hafa tónlistarmennina á
sviðinu – maður verður að hlusta
vel og vera vakandi, möguleikarn-
ir eru endalausir því þó að dansinn
sé fyrir fram ákveðinn myndast
meira rúm fyrir tjáninguna.“
Þetta er einstakt tækifæri til
þess að sjá spennandi dans- og
tónverk spila saman því eins og
Jóhann bendir á verður viðburð-
urinn ekki endurtekinn. „Ég vinn
verkin míin þannig að það er varla
hægt að setja þau upp aftur. Ég
nota mikið af vökva en í þessu
verki nota ég hlaup,“ segir hann
og útskýrir að hluti sviðsmyndar-
innar séu sextíu mannshjörtu
steypt í hlaup sem tekið hefur
tvær vikur að útbúa. Verkið fjall-
ar um ástina og því er viðeigandi
að hafa hjörtu á sviðinu.
„Innblásturinn að verkinu er ástin
og náungakærleikurinn, að maður
geti elskað allt og alla án þess að
þekkja viðkomandi eða tengjast
honum.“
Auk Jóhanns dansa Guðrún
Óskarsdóttir, Þórdís Schram og
Inga Maren Rúnarsdóttir í verk-
inu en það verður flutt í Verinu í
Loftkastalanum kl. 20 í kvöld. Þar
verða ennfremur flutt verk eftir
danshöfundinn Irmu Gunnars-
dóttur og tónskáldið Jukka Ruo-
homäki, verk Höllu Ólafsdóttur
við tónsmíðar Hildar Guðnadóttur
auk þess sem tónskáldið Johannes
Bergmark flytur verk sitt
„Stringed Stirrups“.
Norrænir músíkdagar standa
yfir til 14. október en nánari upp-
lýsingar um fjölbreytta dagskrá
þeirra má finna á heimasíðunni
www.listir.is. - khh
Hjörtun á sviðinu
DANSHÖFUNDURINN JÓHANN F. BJÖRGVINSSON Flytur verk sitt á Norrænum músík-
dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Aðeins í SkjáBíói getur þú leigt
nýjustu bíómyndirnar og fengið
ókeypis barnaefni með einum
takka á fjarstýringunni.
Frítt
NÝTT
UNDERWORLD:EVOLUTION
NÝTT
NÝTT
Væntanlegt
Væntanlegt
SÝNISHORN AF NÝJUM OG VÆNTANLEGUM MYNDUM
HÁLFVIRÐI! ÞÚ SÉRÐ ÞAÐ Á MORGUN Vildarklúbbur
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI