Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 12
 7. október 2006 LAUGARDAGUR12 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.378 +1,31% Fjöldi viðskipta: 570 Velta: 7.255 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 69,80 +1,16% ... Alfesca 5,04 -0,20% ... Atlantic Petroleum 570,00 +2,15% ... Atorka 6,56 +1,24% ... Avion 31,00 -0,64% ... Bakkavör 58,50 +0,17% ... Dagsbrún 5,09 +0,00% ... FL Group 22,50 +1,35% ... Glitnir 20,70 +1,97% ... Kaupþing 875,00 +2,10% ... Landsbankinn 26,40 +0,00% ... Marel 79,50 +3,25% ... Mosaic Fashions 17,20 -0,58% ... Straumur-Burðarás 17,20 +0,59% ... Össur 124,00 +0,41% MESTA HÆKKUN Marel 3,25% Atlantic Petr. 2,15% Kaupþing 2,10% MESTA LÆKKUN Flaga 5,9% Avion 0,64% Iceland. Grou. 0,63% Kaupum norska bankans BNbank, sem er í eigu Glitnis, á 45 prósenta hlut í Norsk Privatøkonomi eftir að norska fjármálaeftirlitið lagði blessun sína yfir kaupin. NPØ er fjármálaþjónustufyrirtæki sem starfar um allan Noreg. Í kjölfarið hafa þrír fulltrúar BNbank tekið sæti í sex manna stjórn NPØ. Við kaupin í ágúst sögðu for- svarsmenn Glitnis að þeir sæju fram á samvinnu milli fyrirtækja í eigu Glitnis og NPØ og það yrði á ábyrgð BNbank að þróa það sam- starf. - eþa Glitnir lýkur við kaup á NPØ Dótturfélag Nýsis í Bretlandi hefur eignast 69 prósenta hlut í breska fasteignastjórnunarfélaginu Operon og styrkir þar með stöðu sína í einka- framkvæmd og fasteignastjórnun á breska markaðn- um. Breska félagið hefur meðal ann- ars gert samninga við stjórnvöld, skóla og sjúkrahús um fasteigna- stjórnun sem þýðir að Operon rekur byggingarnar og veitir ýmsa stoð- þjónustu í þeim. Áætluð velta Operon á þessu ári er um sex milljarðar króna og eru átta hundruð manns í vinnu hjá fyrirtæk- inu. Kaupverð er trúnaðarmál. - eþa Nýsir kaupir 69% í Operon SIGFÚS JÓNS- SON, HJÁ NÝSI Dótturfélag Nýsis kaupir 69 prósenta hlut í bresku fasteigna- stjórnunarfélagi. Sigurður Kári 4. sæti 4 Opnum í dag kosningaskrifstofu Sigurðar Kára í Aðalstræti 6, klukkan 14.00 - 17.00. Létt skemmtiatriði. Skoppa og Skrítla skemmta börnunum. Boðið verður upp á kaffi og vöfflur með rjóma. Allir velkomnir. Stuðningsfólk www.sigurdurkari.is Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október. DeCode Genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur gert hlé á þriðja fasa prófana á til- raunalyfinu DG031 meðal banda- rískra hjartasjúklinga. Hléið kemur til af því að tíminn sem tekur lyfið að losna úr töflunum hefur lengst. Í umfjöllun greining- ardeildar Morgan Stanley er gert ráð fyrir að prófanir tefjist um hálft til heilt ár meðan DeCode leitar nýs samstarfsaðila til töflu- framleiðslunnar. Greiningardeild- in mælir með kaupum í DeCode fyrir langtímafjárfesta og er þeirrar skoðunar „að fyrirtækið gæti á endanum náð árangri og skilað verulegum arði“. Þriðjafasaprófanirnar hófust um miðjan maí á þessu ári og var fyrirfram ætlað að þær tækju tvö til þrjú ár og kostuðu upp undir 60 milljarða króna. DG031, sem er forvarnarlyf gegn hjartaáföllum, er lengst komið allra lyfja DeCode í lyfja- þróun. „Ekkert bendir til að þetta hafi haft áhrif á upptöku lyfsins hjá þátttakendum, né á öryggi lyfsins,“ segir í tilkynningu DeCode, en þar er einnig haft eftir Kára Stefánssyni forstjóra að áfram verði unnið að þróun grein- ingarprófs og annars lyfs sem beindist að áhættuþættinum, meðan framleiðsluferlið yrði end- urbætt og nýjar töflur framleidd- ar fyrir áframhaldandi prófanir á DG031. - óká LYFJARANNSÓKNIR Útlit er fyrir að rann- sóknir á því lyfi sem lengst er komið í prófanaferli hjá DeCode tefjist um 6 til 12 mánuði. Prófanir á hjartalyfi tefjast Morgan Stanley mælir með langtímafjárfestingu í DeCode. Hver landsmaður greiðir um níu þúsund krónur á ári vegna þjófnaða og mistaka. Samkvæmt frétt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar fara árlega 2,8 milljarðar króna í vaskinn hér á landi vegna rýrnunar af þessum sökum. Er þá miðað við meðaltalstölur frá 24 Evrópulönd- um. Ætla má að stærstan hluta þess- arar rýrnunar megi rekja til þjófn- aða, eða um 2,4 milljarða, og restina til mistaka. Í 48,8 prósentum tilvika eru það viðskiptavinir sem stela en í næst stærstum hluta tilvika eru það starfsmenn. Þessi tegund rýrnunar er að meðaltali 1,24 prósent af veltu evrópskra smásöluverslana. Íslenskar verslanir voru ekki með í könnuninni að þessu sinni en í fyrra, þegar þær tóku þátt, var Ísland rétt undir þessu meðaltali. Hins vegar var mun hærra hlut- fall hér af starfsmannaþjófnuðum en í nokkru öðru hinna 24 land- anna sem könnunin náði til. - hhs DÝRKEYPTUR ÞJÓFNAÐUR Samkvæmt frétt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar fara árlega 2,8 milljarðar í vaskinn vegna þjófnaða og mistaka. Hnupl kostar níu þúsund á mann Nýherji hefur keypt allt hlutafé í Tölvusmiðjunni ehf. á Austurlandi. Í fréttatilkynningu segir að Nýherji hafi að undanförnu starfað að ýmsum verkefnum á Austurlandi og oft í samstarfi við Tölvusmiðj- una. Kaupin séu liður í að styrkja betur við þá starfsemi og skapa forsendur til að bjóða lausnir Nýherja til viðskiptavina á Austur- landi. Tölvusmiðjan, sem varð til árið 1998 með sameiningu þriggja fyr- irtækja, er sérhæfð í sölu á tölvum og tæknibúnaði á Austurlandi auk þess að bjóða þjónustu á sviði rekstrarþjónustu, hýsingar, not- endaþjónustu og Microsoft-þjón- ustu. Hún verður rekin sem sjálf- stætt dótturfélag Nýherja og allir lykilstjórnendur fyrirtækisins munu starfa áfram hjá félaginu. Áætluð velta félagsins á árinu 2006 er 120 milljónir króna. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé Nýherja og er kaupverð trúnaðarmál. - hhs ÞÓRÐUR SVERRISSON, FORSTJÓRI NÝHERJA Nýherji hefur keypt allt hlutafé í Tölvusmiðjunni ehf. á Austurlandi. Nýherji styrkir sig á Austurlandi Seðlabanki Evrópu hefur hækkað stýri- vexti á evru- svæðinu um 25 punkta í 3,25 prósent. Stýri- vaxtahækkun- in er sú fimmta síðan í lok síð- asta árs en vextirnir hafa ekki verið hærri síðan árið 2002. Sérfræðingar búast við að vext- ir hækki enn og nemi allt að 3,5 prósentum fyrir loks árs. - jab JEAN-CLAUDE TRICHET Stýrivextir í Evrópu hækka MARKAÐSPUNKTAR Atorka hefur selt fasteignafélagið Summit sem var stofnað á síðasta ári. Fasteignir félagsins eru þrjár, að Hlíðarsmára, Vatnagörðum og Íshellu. Kaupverðið er trúnaðarmál en áætlaður söluhagnaður af viðskiptunum er 250 milljónir króna. Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones sló enn eitt metið við lokun mark- aða vestanhafs á fimmtudag. Vísitalan hækkaði um 16,08 punkta eða 0,14 prósent í viðskiptum dagsins og endaði í 11.866,69 stigum við lokun. Seil ehf. hefur keypt 83.727.500 hluti í Vinnslustöðinni á genginu 4,5. Eigendur Seil ehf. eru þau Haraldur Gíslason stjórnarmaður, Kristín Gísladóttir varastjórnarmaður og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri. Seljandi hlutanna var Lífeyrissjóður Vestmanna- eyja. Vilja kaupa Aer Lingus Írska flugfélagið Ryanair, eitt stærsta lággjalda- flugfélag í Evrópu, hefur gert tilboð í allt hlutafé írska flugfélagsins Aer Lingus. Boðið hljóðar upp á litla1,48 milljarða evra eða tæplega 130 milljarða króna. Ryanair hefur þegar keypt 16 prósent í félaginu. Haft er eftir Micheal O‘Leary, forstjóra Ryanair, að kaupin hefðu litlar breytingar í för með sér fyrir Aer Lingus. Félögin verði ekki sameinuð og keppi eftir sem áður á markaði. Írska ríkið átti 85,1 prósents hlut en seldi tæp 57 prósent í almennu hlutafjárútboði á dögunum. Þá keyptu starfsmenn félagsins 9,85 prósent á genginu 2,2 evrur á hlut sem hefði þýtt að félagið væri 1,13 milljarða evra virði eða 99 milljarða íslenskra króna. Munar þar töluverðu á tilboði Ryanair núna, en ríkið hefur víst ekki í hyggju að selja hlut sinn sem eftir stendur, jafnvel þótt það þýddi 500 milljónir evra í kassann. Hagvöxtur minnkar í helstu hagkerfum Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir flest benda til að hagvöxtur muni minnka á næstunni helstu hagkerfum í heimi. Kanada og Brasilía er þar undanskilin en líkur benda til að hagvöxtur þar muni aukast. Samanteknir hagvísar sem OECD styðst við benda til að hagvöxtur sjö stærstu hag- kerfanna innan OECD hafi dregist saman um 0,1 punkt á milli mánaða í ágúst, samkvæmt staðli sem stofnun notar til útreikninganna. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem hagvöxtur í löndunum dregst saman. Peningaskápurinn ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.