Fréttablaðið - 07.10.2006, Síða 78
7. október 2006 LAUGARDAGUR38
Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir, kennari í Varmárskóla í Mosfellsbæ, hlaut gæða-
stimpil, eTwinning fyrir hönd
Varmárskóla, fyrir stærðfræði-
verkefni sem hún vann með bekkn-
um sínum og bekkjum í Póllandi
og á Spáni.
Guðlaug byrjaði á að skrá sig á
eTwinning vefsíðuna á netinu þar
sem hún tók fram helstu áhuga-
svið sín. „Ég tók fram að ég vildi
vinna verkefni sem tengdist stærð-
fræði, menningu, náttúrumennt,
lífsleikni og fleiru sem tengist
almennu skólastarfi,“ segir Guð-
laug en spænskur kennari hafði
fljótlega samband við hana og
bauð henni að vera með í verkefni
sem hann var að setja upp ásamt
pólskum kennara.
„Nemendurnir unnu fimm verk-
efni tengd sögu, byggingum, ferða-
lögum fyrr og nú, tungumálinu,
tengslum Íslands við Pólland og
Spán auk veðurfars. Það má því
segja að þetta hafi verið nokkuð
ítarlegt rannsóknarverkefni,“
segir Guðlaug.
„Við fengum alveg frábær verk-
efni frá krökkunum og þau voru
alveg ofboðslega vel unnin enda
lögðu nemendurnir heilmikið á sig
við að leysa þau vel af hendi.“
Núna rennur þetta ljúft
Guðlaug segir það algjörlega þess
virði að vinna að eTwinning-verk-
efnunum en nú sé hún komin í
samband við stærðfræðikennara
úti um allan heim. „Þeir senda mér
alls konar hugmyndir til dæmis
um vefsíðugerð, möguleika í
dæmatímum og ýmislegt fleira
þannig að þessi samskipti í gegn-
um eTwinning gera mér kleift að
vaxa heilmikið í starfi,“ segir Guð-
laug.
Guðlaug sótti um að fá gæða-
stimpil frá Evrópusambandinu
fyrir eTwinning-verkefnið sem
nemendur hennar unnu á síðasta
vetri. „Það kom mér mikið á óvart
að við fengum hann. Krakkarnir
unnu verkefnin sín samt svo vel að
þau áttu fyllilega skilið að fá þessa
viðurkenningu,“ segir Guðlaug,
sem er núna komin af stað með
fjögur ný eTwinning-verkefni með
bekkjum sem hún kennir og segir
það ekkert mál að byrja á nýjum
verkefnum. „Núna rennur þetta
bara ljúft af því ég hef gert þetta
áður.“
Lærði heilmikið á verkefninu
Anna Guðlaug Gunnarsdóttir í 9.
HÍ segir verkefnið hafa verið mjög
skemmtilegt og framandi. „Það
var líka rosalega gaman að vera í
samskiptum við Pólverjana og
Spánverjana. Við spjölluðum við
krakkana á MSN og það gekk mjög
vel,“ segir Anna Guðlaug en henni
finnst þetta sniðug aðferð við að
læra stærðfræði.
„Verkefnið sem ég og vinkona
mín unnum var um kirkjur á Íslandi
og við þurftum að reikna út ýmsar
stærðir og hæðir í því sambandi, til
dæmis hvaða kirkja sé stærst og
hver minnst og fleira. Það var líka
gaman að skoða verkefnin frá
krökkunum í Póllandi og á Spáni,“
segir Anna Guðlaug brosandi og
bætir því við að hún hafi líka lært
heilmikið um landið og alls konar
stærðfræði í verkefninu.
Góð leið til að læra
Alexander Jóhannessyni í 9. EJ
fannst mjög gaman að vinna eTwinn-
ing-verkefnið. „Við gerðum glæru-
sýningu í powerpoint um ferðir vík-
inganna, reiknuðum út leiðirnar
sem þeir fóru og fleira og það var
mjög gaman. Við vorum líka með
verkefni um húsin hér á landi áður
fyrr og fellibylji,“ segir Alexander
og telur sig hafa lært heilmikið á
verkefninu og þá ekki síður um sögu
Íslands en stærðfræði.
„Hin löndin sendu glærusýn-
ingar til okkar frá sínu landi um
ýmsa merka hluti þar og það var
mjög fræðandi. Það er svolítill
munur á Póllandi og Spáni en hann
er aðallega menningarlegur.“
Vill efla samstarfið
Guðmundur Ingi Markússon er
verkefnastjóri Alþjóðaskrifstofu
háskólastigsins og heldur utan um
eTwinning á Íslandi en vikan 1.-7.
október var kynningarvika eTwinn-
ing. „Við opnuðum blogg fyrir
íslenska eTwinning-kennara þar
sem þeir geta sagt frá reynslu sinni
af samstarfinu við erlenda kenn-
ara,“ segir Guðmundur og bætir
því við að fyrstu tuttugu kennar-
arnir sem skrá verkefni sín í
eTwinning fá tveggja ára áskrift af
Vefbókaröskju Eddu útgáfu. „Allir
kennarar sem taka þátt í eTwinning
fá senda vefmyndavél þegar þeir
hefja verkefnin sín og vonumst við
til að þátttakendum hér á landi
fjölgi. Í vetur verður samkeppni
milli eTwinning-kennara um bestu
verkefni skólaársins bæði á sviði
grunn- og framhaldsskóla. Einnig
er hægt að skrá verkefnið sitt í
verðlaunasamkeppni eTwinning í
Evrópu, sem fer í gang um miðjan
október. Verðlaunin verða veitt í
Belgíu eftir áramót og meðal vinn-
inga er ferð fyrir nemendur og
kennara í til útlanda,“ segir Guð-
mundur. sigridurh@frettabladid.is
Á síðasta ári hrinti Evrópusambandið af stað
áætlun um rafrænt samstarf milli skóla í Evrópu.
Áætlunin nefnist eTwinning og stuðlar að aukn-
um samskiptum milli skóla, kennara og bekkjar-
deilda um alla Evrópu. Guðlaug Ósk Gunnars-
dóttir vann slíkt verkefni með bekknum sínum
í Varmárskóla í Mosfellsbæ síðastliðinn vetur og
hlaut viðurkenningu eTwinning fyrir framtakið.
Fengu gæðastimpil
KÁTIR KRAKKAR Stærðfræðihópurinn sem vann eTwinning-verkefnið er afskaplega fjörugur en krakkarnir eru í hraðferð í stærð-
fræði í 9. bekk Varmárskóla.
Nú hafa þátttakendurnir þrír í átakinu Þú léttist – án þess
að fara í megrun lokið fyrstu vikunni í megrunarlausu megr-
uninni. Þetta snýst um að fara eftir ábendingum í nýútkom-
inni bók sem átakið heitir eftir en þar er bent á nýjar leiðir
til að léttast. Málið er að hugsa ekki um að vera í megrun
heldur bregða út af vananum og reyna eitthvað nýtt á hverj-
um degi. Tveir af þremur þátttakendunum hafa lést um
tæpt kíló en einn þeirra þyngdist um eitt.
Á þessari fyrstu viku voru sjö verkefni lögð fyrir þátt-takendur, eitt á dag. Meðal annars áttu stúlkurnar þrjár að sleppa því að horfa á sjónvarp í heilan dag,
sleppa uppáhaldsdrykknum í einn dag, skrifa eitthvað í
fimmtán mínútur, gera góðverk, fara í gönguferð ásamt
fleiru. Allt þetta á að brjóta upp hefðbundna rútínu hvers-
dagsins en það mun vera leyndarmálið sem granna fólkið
lumar á og þeir sem þyngri eru ættu að tileinka sér sam-
kvæmt bókinni.
Ásta Sólveig Hjálmarsdóttir
Kom á óvart
Hvernig gekk vikan? Vikan gekk mjög vel
en samt var sumt sem ég ákvað að gera ekki.
Til dæmis að vakna klukkutíma fyrr. Ég
ákvað aðsleppa því og gerði bara aukaverk-
efni í staðinn. Fór aðra leið í vinnunna. Síðan
fór ég í bíltúr yfir í Grundarfjörð bara að
gamni. Svo málaði ég mynd með akrýllitum
á striga og hún var bara ótrúlega flott hjá
mér.
Hvað segir vigtin? Vigtin kom mér mikið á
óvart því ég bjóst alveg við því að ég hefði
þyngst en hafði þá lést um tæpt kíló.
Finnurðu fyrir einhverri breytingu? Mér leið
alveg einstaklega vel þegar ég gerði góðverkið. Fór upp á
dvalarheimili og gaf gamalli konu púða á rúmið sitt en hún
á fáa að og átti engan púða. Hún var ægilega glöð.
Eitthvað sem kom á óvart? Já, að ég skyldi hafa lést. Held að
það sé það eina. Fyrir utan það að ég vissi ekki hversu vanaföst
ég var eins og ég komst að þegar ég fór að lesa bókina.
Sigga Lund
Gerir mér
rosalega gott
Hvernig gekk vikan? Sko,
þetta byrjaði rosalega vel
alveg þangað til það fór að
verða svo mikið að gera í
vinnunni. Þannig að ég er
ekki alveg búin að fylgja
þessu nógu vel en ég er
algjörlega í sjokki yfir því
hvað ég er vanaföst.
Bókin gerir það að verkum
að ég hef ögrað sjálfri mér
á miklu fleiri sviðum en
listinn í
bókinni
segir til
um. Ég hef verið mjög meðvituð um að
gera hlutina öðruvísi en ég er vön en ég
viðurkenni þó að fyrsta vikan var ekki
alveg eins og ég ætlaði að hafa hana. Ég er
samt staðráðin í því að halda áfram. Maður
gefst ekkert upp.
Hvað segir vigtin? Ég hef lést um tæplega
eitt kíló.
Finnurðu fyrir einhverri breytingu? Ég
finn að það gerir mér alveg rosalega gott í
að breyta lífi mínu. Ég hef verið að skoða
hlutina frá öðrum sjónarhornum og er
miklu opnari fyrir því að breyta til.
Var eitthvað sem kom þér á óvart? Já, það
kom mér á óvart að mér fannst bara rosa-
lega erfitt að sleppa uppáhaldsdrykknum mínum, gosi, í
heilan dag.
Þetta er hreinlega stórskemmtileg bók og það verður gaman
að halda áfram. Mér finnst það líka alveg frábært að maður
er ekkert að hugsa um einhverja megrun. Það er bara ekk-
ert inni í prógramminu.
Elísabet Ólafsdóttir
Ógeðslega pirruð
Hvernig gekk vikan? Þetta gekk ógeðslega illa. Sko, ég
gerði allt. Horfði ekki á sjónvarpið og það var bara ógeðs-
lega leiðinlegt og ég var svakalega pirruð. Svo átti ég að
skrifa í korter og þá varð ég bara eitthvað æst og skrifaði
uppsagnarbréf til netkærastans míns. Sem betur fór hlust-
aði hann ekkert á mig því hann vissi að ég var að lesa sjálfs-
hjálparbók. Svo átti ég að hugsa um hvað ég vildi fá út úr
framtíðinni meðan ég væri í gönguferð. Ég var svo vitlaus
að fara í gönguferð í fjörunni og þá komu sandur og steinar
í skóna mína og ég hugsaði þá bara um hvað ég væri vitlaus
að vera í svona lélegum skóm í gönguferð í fjörunni. Þannig
að ég náði ekkert að hugsa
um það sem ég átti að hugsa
um. Þá ætlaði ég að gera
góðverk og hjálpa litlum
strák en hann hvæsti bara á
mig og sagði: „Ég get þetta
alveg sjálfur.“ Þá var ég
orðin svolítið pirruð og
fannst þessi hamingjubók
ekki veita mér neina ham-
ingju.
Hvað segir vigtin? Ég hef
þyngst um kíló.
Finnurðu fyrir einhverjum
breytingum? Já, aðallega
þeim að ég er alveg megapirr-
uð, annars engum. Finnst bara óþægilegt að það sé verið að
reyna að rífa mig upp úr þægilegri rútínu hversdagsins.
Var eitthvað sem kom þér á óvart? Já, hvað ég er ógeðslega
pirruð. Hvað ég þarf mikið á kaffinu mínu að halda. Hvað
fólk er lítið tilbúið fyrir breytingar almennt. Til dæmis þá
settist ég við annað borð en ég er vön í mötuneytinu einn
daginn til að breyta til og það varð bara óreiða í mötuneyt-
inu. Ég var bara litin hornauga og var bara fyrir fólki og
endaði með því að sitja alein á þessu tólf manna borði því
allir sem voru vanir að sitja þar færðu sig yfir á annað borð.
Ég gleypti í mig matinn á mettíma og forðaði mér síðan á
hlaupum.
Vanafastari en þær héldu
ÁSTA SÓLVEIG HJÁLMARSDÓTTIR
ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR, RITARI
SIGGA LUND, ZÚÚBER, FM 95,7
„Mér finnst þetta góð
leið til að læra og myndi
gjarnan vilja gera fleiri
slík verkefni.“
Alexander Jóhannesson