Fréttablaðið - 24.10.2006, Side 12

Fréttablaðið - 24.10.2006, Side 12
12 24. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Einar Oddur Kristjáns- son, formaður Ferðamálaráðs, styður hvalveiðar en skilur áhyggjur forsvarsmanna fyrir- tækja í ferðaþjónustu sem telja veiðarnar geta unnið greininni skaða. Hann ætlar að verða við ósk Dags B. Eggertssonar, borgar- fulltrúa og ráðsmanns, um að halda fund í Ferðamálaráði og ræða ástand og horfur. Einar von- ast til að fundurinn geti orðið á fimmtudag. Dagur segir stjórnvöld ekki hafa haft samráð við hagsmuna- aðila þegar ákveðið var að hefja hvalveiðar og undirbúningur sé allur í skötulíki. „Hundruð fjöl- skyldna og fyrirtækja sem hafa lagt í fjárfestingar vegna ferða- þjónustu um land allt búa nú við mikla óvissu. Sama er að segja um útflytjendur vöru og þjónustu sem eiga mikið undir ímynd landsins,“ segir Dagur. „Ég hef fullan skilning á áhyggjum lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu og það er þörf á að róa menn og hvetja þá til að taka þessu af stillingu,“ segir Einar Oddur, sem engu að síður óttast ekki að skaði hljótist af. „Ég held ekki að greinin muni skaðast þrátt fyrir yfirlýsingar nokkurra öfga- manna um þessar veiðar okkar.“ - bþs RANNSÓKN „Í rannsókninni leitaðist ég við að svara þeirri spurningu hvað geri starfsmenn trygga gagn- vart vinnustaðnum,“ segir Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri göngudeildar barna- og unglinga- deildar Landspítala - háskóla- sjúkrahúss, sem rannsakaði áhrif starfsaldurs og menntunar á holl- ustu starfsmanna geðsviðs LHS. Linda segir að skipta megi holl- ustu upp í þrjá hópa; tilfinninga- bundna hollustu, stöðubundna holl- ustu og skyldubundna hollustu. „Tilfinningabundin hollusta er áhugi og vilji til að starfa. Stöðu- bundin hollusta tengist því að starfsmenn séu hollir vinnustað sínum vegna þess að þeir sjá ekki möguleika á öðru starfi en skyldu- bundin hollusta tengist því að starfsfólki finnst því bera skylda til hollustu vegna einhvers konar fyrirgreiðslu sem viðkomandi hefur fengið frá vinnustaðnum.“ Rannsókn Lindu er MA-ritgerð í mannauðsstjórnun við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Úrtak rannsóknarinnar var 180 manns og svarhlutfallið var 67 prósent, sem jafngildir því að 120 hafi svarað spurningalistanum. Eins og áður hefur komið fram sýna háskólamenntaðir starfs- menn geðsviðs marktækt minni tilfinningabundna hollustu miðað við aðra starfsmenn en þess ber að geta að tilfinningabundin hollusta hefur mesta fylgni við frammi- stöðubundna þætti starfsmanna. Linda segir að niðurstöðurnar kunni að skýrast af því að háskóla- menntaðir starfsmenn hafi aðrar væntingar og kröfur til vinnustað- arins og séu frekar trúir sinni fag- stétt en vinnustaðnum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu einnig að það dregur úr skyldubundinni hollustu eftir því sem starfsaldurinn hækkar. Hugsanlega má túlka þessar niður- stöður á þann veg að starfsmenn upplifi að þeir fái ekki þá umbun í starfi sem þeim finnst þeir eiga skilið. „Það er erfitt að umbuna starfsmönnum á opinberum stofn- unum þar sem kjarasamningar eru bundnir og lítill sveigjanleiki til að gera betur við einstaka starfs- menn.“ Linda segir að í ljósi niðurstaðn- anna megi hugsa sér að auka tryggð starfsmanna með því að auka þátt háskólamenntaðra starfsmanna í veigamiklum ákvarðanatökum og umbuna þeim starfsmönnum sem standa sig vel í starfi og hafi langan starfsaldur. hugrun@frettabladid.is Það er erfitt að umb- una starfsmönnum á opinberum stofnunum þar sem kjarasamningar eru bundnir og lítill sveigjanleiki til að gera betur við einstaka starfsmenn. LINDA KRISTMUNDSDÓTTIR DEILDARSTJÓRI PRÓFKJÖR Glúmur Baldvinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5.-8. sæti í prófkjöri Samfylkingar- innar í Reykjavík fyrir alþingis- kosningarnar 2007. Glúmur er með tvö meistara- próf í alþjóða- samskiptum og BA-próf í stjórnmálafræði og hagfræði. Þá hefur hann starfað sem blaðamaður og fréttamaður í sjónvarpi og starfaði að neyðar- og þróunar- aðstoð fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Mið-Austurlöndum, Afríku og á Srí Lanka. Í dag starfar Glúmur að kynningarmálum fyrir Trygg- ingastofnun Ríkisins. - hs Prófkjör Samfylkingarinnar: Gefur kost á sér í 5.-8. sæti GLÚMUR BALDVINSSON Háskólamenntaðir sýna minni hollustu Háskólamenntaðir starfsmenn á geðsviði LSH sýna marktækt minni tilfinn- ingabundna hollustu við vinnustað sinn en aðrir starfsmenn geðsviðsins. Þá dregur úr skyldubundinni hollustu eftir því sem starfsaldur hækkar. VIÐ STÖRF Linda segir hugsanlegt að túlka megi niðurstöður rannsóknar sinnar á þann veg að starfsmenn upplifi að þeir fái ekki þá umbun í starfi sem þeim finnst þeir eiga skilið. Myndin er úr safni og tengist efni greinarinnar ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GUÐIR HYLLTIR Trúarhátíð stendur nú yfir í Taívan og var þessi kona að kveikja á reykelsum við altari kín- verskra guða í höfuðborginni Taípei þegar ljósmyndara bar að. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UNGVERJALAND, AP Lögreglu í Búdapest lenti í gær saman við mótmælendur sem vísað hafði verið frá torgi við þinghúsið þar sem aðalathafn- irnar í tilefni af fimmtíu ára afmæli byltingartil- raunarinnar gegn sovéska okinu fóru fram. Mótmælendurnir vilja að ungverski forsætis- ráðherrann Ferenc Gyurcsany segi af sér eftir að hann viðurkenndi að hafa logið að kjósendum fyrir þingkosningar í vor sem leið. Þjóðarleiðtogar víða að, þar á meðal frá Íslandi, tóku á sunnudag þátt í hátíðardagskrá í Búdapest, en í gær - þegar rétt 50 ár voru liðin frá því uppreisnin hófst - lögðu fulltrúar ungversku ríkisstjórnarinnar og hinir tignu erlendu gestir blómsveiga að nýju minnismerki um byltinguna við Kossuth-torg. Síðan fór fram minningardagskrá í öldungadeild Ungverja- landsþings. Meðal ræðumanna voru Gyurcsany forsætisráðherra og Jose Manual Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambands- ins. Barroso sagði byltinguna 1956 hafa „kveikt kyndil frelsis“ sem þegar fram liðu stundir átti þátt í að fella alræðisstjórnir í stórum hluta Evrópu. - aa 50 ára afmælis byltingarinnar í Ungverjalandi minnst í Búdapest: Minningarathafnir í skugga mótmæla TÖLVUR Tölvuveira fylgir hluta þeirra iPod-spilara sem seldir hafa verið síðan 12. september síðastliðinn. Apple, sem framleið- ir tónlistar- og myndbandsspilar- ana, gaf frá sér tilkynningu á dögunum þar sem fram kemur að veira hafi óvart leynst í nokkrum þeirra spilara sem geta spilað myndbönd. Vírusinn heitir RavMonE og ræðst gegn tölvum með Windows- stýrikerfið. Talsmenn Apple segja innan við eitt prósent þeirra spilara sem seldir hafa verið eftir 12. september innihalda veiruna. - sþs Apple sendir frá sér viðvörun: Veira í nokkrum iPod-spilurum EGYPTALAND, AP Ólöglegur uppgröftur þjófa varð til þess að yfirvöld komust á snoðir um 4.200 ára gamalt grafhýsi í Saqqara, tuttugu kílómetra suður af Kaíró. Myndletur við inngang grafhýsis- ins sýnir auga yfir vígtönn og bendir það til þess að grafhýsið hafi tilheyrt konunglegum tannlæknum. Þjófarnir fundu grafhýsið fyrir um tveimur mánuðum og hófu uppgröft. Þeir virðast ekki hafa tekið eftir myndletri sem sýnir snáka og krókódíla, en það merkir að á grafhýsinu hvíli bölvun. Þjófarnir voru allir gripnir og fangelsaðir. - tg Fornminjaþjófar: Grafhýsi tann- lækna finnst INNGANGUR GRAFHÝSISINS Hinsti hvíldarstaður þriggja múmía. NORDICPHOTO/GETTY IMAGES Formaður Ferðamálaráðs verður við ósk ráðsmanns um fund vegna hvalveiða: Óttast ekki orð öfgamanna DAGUR B. EGGERTSSON EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON LINDA KRIST- MUNDSDÓTTIR UPPREISNAR MINNST Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sést hér fjórði frá vinstri í hópi þjóðarleiðtoga á Kossuth-torgi í Búdapest í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ATVINNUMÁL Hlutfall kvenna sem sitja í stjórnum fyrirtækja og gegna stjórnarformennsku er 22 prósent og hefur verið nánast óbreytt frá árinu 1999. Kemur það fram í tölum sem Hagstofan hefur tekið saman yfir fram- kvæmdastjóra, stjórnarformenn og stjórnarmenn í fyrirtækjum. Á sama tímabili hefur fyrir- tækjum með konur sem fram- kvæmdastjóra fjölgað úr 15,4 prósentum árið 1999 í 18,2 prósent árið 2005. Flestar konur eru framkvæmdastjórar í fyrirtækjum sem eru með innan við tíu starfsmenn og starfa við verslun og þjónustu. - sdg Stjórnendur í fyrirtækjum: Konur rúmlega tuttugu prósent Berlín fær ekki fjárstuðning Þýski stjórnlagadómstóllinn í Karls- ruhe hefur úrskurðað að borgarsjóður Berlínar, sem skuldar sem svarar um 5.200 milljörðum króna, sé ekki nógu illa staddur til að eiga tilkall til sértækrar fjárhagsaðstoðar úr sambandsríkissjóðnum. Borgarstjór- inn Klaus Wowereit hafði fært rök fyrir slíkum stuðningi með vísan til þess að fjárhagsvandinn ætti rætur í sameiningunni eftir fall múrsins. ÞÝSKALAND SVEITARSTJÓRNIR Þór Vigfússon á bænum Straumi vill að bæjar- stjórn Ölfuss banni allt æfinga- og kennsluflug yfir Árbæjar- hverfi þar í sveitarfélaginu. Þór hefur einnig sent bæjaryfirvöld- um í Árborg bréf varðandi málefni flugvallarins á Selfossi og mikið ónæði af flugumferð um völlinn. Hann hefur enn fremur lagt fram kæru hjá sýslumannin- um á Selfossi varðandi brot á heimilisfriði. Þá hafa íbúar á bænum Vogi í Ölfusi einnig kvartað til bæjarstjórnarinnar vegna ónæðis af flugumferðinni. Bæjarstjórn Ölfuss ætlar að leita upplýsinga um málið hjá Flug- málastjórn. - gar Þór Vigfússon á Straumi: Vill banna flug SELFOSS Flugumferð er sögð valda ónæði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.