Fréttablaðið - 24.10.2006, Síða 56

Fréttablaðið - 24.10.2006, Síða 56
SPLÚNKUNÝ PLATA! V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . Se ndu SM S s key tið JA RW F á nú me rið 19 00 og þú gæ tir un nið ein tak ! Vin nin gar er u R ude box ge isla pla tan , g jaf abr éf frá Tó nlis t.is , fu llt af öð rum ge isla plö tum og ma rgt fle ira 9 HVERVINNUR! [KVIKMYNDIR] UMFJÖLLUN Kevin Costner má muna fífil sinn fegri. Einhver góðhjartaður sjón- varpsframleiðandi ætti að láta skrifa handa honum handrit að sjónvarpsþætti og forða kvik- myndahúsagestum þannig frá því að þurfa að horfa upp á enn einn hryllinginn frá honum. Costner gæti eflaust leikið rannsóknarlög- reglumann, kannski í CSI: Alaska. Nýjasta mynd Costners, The Guardian, er slík klisja að allt sem einhvern tímann hefur verið gert í hetjukvikmyndum kemur fyrir í henni. Costner leikur Ben Randall, björgunarsveitarmann sem sting- ur sér til sunds eftir skipsbrots- mönnum. Randall er auðvitað sá besti í faginu, goðsögn en þegar áhöfn hans deyr í þyrluslysi er honum falið að þjálfa upp nýja kynslóð af „sundmönnum“. Randall beitir að sjálfsögðu nýjum aðferðum sem mælast misvel fyrir hjá stjórnendum skólans en að endingu stendur hann uppi sem sigurvegari auk þess sem hann vingast við efnilegasta nemann, hrokagikkinn Jake Fischer. Saman takast þeir síðan á við erfið verk- efni með fyrirsjáanlegum afleið- ingum. Verða hetjur hafsins. The Guardian byrjar ágætlega, hefst á atriði þar sem Costner, nema hver, sýnir ótrúlegt hug- rekki. Svo líða tveir og hálfur tími og ekkert gerist. Costner veður bara áfram í skít. Hann gengst upp í því að búa til persónur sem eru svo miklar hetjur að ef kvik- myndahúsagestir vissu ekki betur væri þarna maður sem æti blý í morgunmat og gæti lyft heilu fjalli og flogið. The Guardian er slíkur hryllingur að ástæða er til að vara fólk við að sólunda fé sínu eða svo vitnað sé til frægs kvik- myndarýnis: „Ef ég hefði séð þessa mynd í farþegaflugvél í þrjátíu þúsund feta hæð hefði ég alvarlega íhugað að ganga út.“ Freyr Gígja Gunnarsson Fiskur á þurru landi THE GUARDIAN LEIKSTJÓRI: ANDREW DAVIS Aðalhlutverk: Kevin Costner og Ashton Kutcher Niðurstaða: Ástæða er til að vara fólk við því að sólunda fé sínu í þennan hrylling. Kevin Costner ætti að taka sér langt og gott frí. Hljómsveitirnar Red Hot Chili Peppers og Gnarls Barkley ætla saman í tveggja mánaða tónleika- ferð um Norður-Ameríku í jan- úar. Chili Peppers er um þessar mundir á tónleikaferð um Banda- ríkin til að fylgja eftir tvöföldu plötunni sinni Stadium Arcadium sem kom út fyrr á árinu. Gnarls Barkley fer í tónleikaferð um Evrópu á næstunni, sem lýkur í Dublin 8. nóvember. Hinn 9. nóvember kemur út viðhafnarútgáfa af plötu Gnarls Barkley, St. Elsewhere, en tæp milljón eintaka hefur selst af henni í Bandaríkjunum. Með plöt- unni fylgir DVD-mynddiskur með fjórum tónlistarmyndböndum og nokkrum lög af tónleikum, auk 92 blaðsíðna bæklings. Í tónleikaferð með Gnarls Barkley RED HOT CHILI PEPPERS Kaliforníusveitin vinsæla er á leiðinni í tónleikaferð með Gnarls Barkley. Önnur sólóplata söngkonunnar Regínu Óskar, Í Djúpum dal, er komin út. Upptökustjóri er Barði Jóhannsson, sem ekki alls fyrir löngu stjórnaði upptökum á plötum Bubba Morthens; Ást og Í sex skrefa fjarlægð frá paradís. Síðasta plata Regínu Óskar kom út fyrir ári síðan. „Það var allt önnur leið farin núna en í fyrra,“ segir Regína. „Í fyrra hitt- umst við með hljómsveit og spil- uðum beint inn. Núna fékk Barði að vinna meira sjálfur og fékk ýmsa til að aðstoða á plötunni,“ segir hún. Á meðal þeirra var franskur trommari, sem einnig trommaði á plötum Bubba, franskur gítarleik- ari, Guðmundur Pétursson, Karl Olgeirsson og Daði Birgisson. Margir laga- og textahöfundar koma jafnframt við sögu, þar á meðal Védís Hervör, Hrafnkell Pálsson, gítarleikari úr Í svörtum fötum, Stefán Hilmarsson, Jóhann Helgason og Magnús Þór. Sjálf samdi Regína einn texta á plöt- unni. Regína Ósk segir að samstarfið við Barða hafi gengið rosalega vel. „Ég held að örlögin hafi leitt okkur saman. Mig langaði til að fá ein- hvern sem væri svolítið ólíkur mér, þannig að við gætum leitt saman hesta okkar og mæst á miðri leið. Þegar ég var á fundi með Eiði útgáfustjóra Senu hring- ir Barði og segir að það hafi losnað tími hjá sér. Eiður nefndi það við mig strax,“ segir hún. „Við náðum vel saman og erum lík þó svo að við séum svolítið ólík.“ Útgáfutónleikar vegna plötunn- ar verða haldnir hinn 1. nóvember í Borgarleikhúsinu. Örlögin gripu inn í REGÍNA ÓSK Söngkonan vinsæla er að gefa út sína aðra sólóplötu. Íslenska þjóðernið kemur víða við en mörgum brá þó eflaust í brún fyrir skömmu þegar Carl, stórvin- ur Hómer Simpson í teiknimynda- þáttaröðinni The Simpsons, upp- lýsti að hann hefði alist upp á Íslandi. Carl greindi frá þessu í þætti þar sem flóðljós lýstu upp Springfield allan daginn og sagði hann þetta minna sig á barnæsku sína hér uppi á Fróni. Alfræðivef- urinn wikiped- ia.org staðfestir þetta og segir skýrt og greinilega að Carl hafi í það minnsta fæðst á Íslandi. Lengi vel hefur verið talið að Carl væri frá Cinc- innati en það er alls kostar ekki rétt. - fgg Íslendingur í Simpsons CARL CARLSSON Er talinn hafa fæðst á Íslandi og á góðar minningar frá björtum sumar- nóttum. !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 Topp5.is M.M.J kvikmyndir.com EMPIRE V.J.V. Topp5.is “Ein fyndnasta gamanmynd ársins” HJ - MBL EMPIRE 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI MÝRIN kl. 6, 8.30 og 10.30 B.I. 12 ÁRA DEVIL WEARS PRADA kl. 5.40, 8 og 10.20 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 6 B.I. 7 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 8 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 6 og 8 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR CRANK kl. 10 ACT NORMAL kl. 10.10 MÝRIN kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 DEVIL WEARS PRADA kl. 5.40, 8 og 10.20 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 4 og 6 B.I. 7 ÁRA MONSTER HOUSE ENSKT TAL kl. 3.50 B.I. 7 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 5.40, 8 og 10.20 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 8 og 10 GRETTIR 2 ÍSL TAL kl. 3.50 MÝRIN kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA DEVIL WEARS PRADA kl. 6 og 8 TEXAS CHAINSAW MASSACRE kl. 10 B.I. 18 ÁRA ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.