Fréttablaðið - 24.10.2006, Síða 58

Fréttablaðið - 24.10.2006, Síða 58
34 24. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is > Pauzuolis á „heimleið“ Handknattleikskappinn Robertas Pauzuolis verður laus allra mála hjá þýska félaginu Hildesheim um mánaðamótin og stefnir á að flytja til Íslands, þar sem hann lék með Selfossi og Haukum með góðum árangri á sínum tíma. Pauzuolis á íbúð hér á landi og vill setjast hér að. Hann hefur átt í nokkrum meiðslavandræðum ytra en er þrátt fyrir það að spila og mun eflaust nýtast hvaða liði sem er hér á landi. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er hann ekki búinn að semja við neitt félag hér á landi en mun líkast til standa ýmislegt til boða á næstu dögum. Skagamaðurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson fékk í gær samningstilboð frá sænska félaginu Norrköping en ÍA og Norrköping höfðu áður komist að samkomulagi um greiðslu og því er það undir Hafþóri komið hvort hann taki tilboðinu og fari utan eða spili áfram á Íslandi. „Þetta samningstilboð er svipað því sem ég átti von á að fá. Nú er boltinn hjá mér og ég er óákveðinn í augnablikinu,“ sagði Hafþór Ægir seinni partinn í gær en hann er staðráðinn í því að spila ekki áfram með ÍA. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur Hafþór Ægir ákveðið að taka hagstæðu samningstilboði frá Val fari hann ekki utan en tilboð Vals er ekki síðra en tilboð sænska liðsins, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Ég hef ekkert mikinn tíma til að taka ákvörðun en ég mun svara Norrköping fljótlega. Það verður ekkert farið í að gera gagntilboð. Annað hvort tek ég þessu tilboði þeirra eða hafna því. Ég held að það sé ekki hægt að fá betri samning frá slíku félagi en þetta. Staðan er mjög tvísýn og ég fer ítarlega yfir málið áður en ég tek ákvörðun,“ sagði Hafþór Ægir, sem vill ekki gera sömu mistök og margir íslenskir knattspyrnumenn hafa gert. „Mér finnst allt of margir leik- menn fara of snemma út og þá til félaga þar sem þeir fá ekkert að spila og taka því ekki fram- förum sem knattspyrnumenn, sem á víst að vera tilgangurinn. Ég vil því vanda mig við þessa ákvörðun og vonandi tek ég rétta ákvörðun,“ sagði Hafþór Ægir Vilhjálmsson. KNATTSPYRNUKAPPINN HAFÞÓR ÆGIR VILHJÁLMSSON: VALIÐ STENDUR Á MILLI VALS OG NORRKÖPING Það er erfitt að taka ákvörðun FÓTBOLTI Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert þriggja ára samning við Breiðablik en hann mun taka við kvennaliði félagsins af Guðmundi Magnússyni, sem sagði nýlega upp störfum eftir að hafa staðið uppi með tvær hendur tómar í lok sumars. „Ég ætla að reyna að stoppa lengur hjá félaginu en forverar mínir,“ sagði Jörundur Áki í gær en síðustu tveir þjálfarar Breiða- bliks voru aðeins við störf í eitt ár. Jörundur Áki þjálfaði Breiðablik síðast fjögur ár í röð. „Þetta kom mjög snöggt upp og í rauninni tók allt ferlið skamman tíma. Nú er bara að leggjast yfir hópinn og fara yfir stöðuna. Það má búast við einhverjum breyt- ingum á hópnum en hverjar þær breytingar verða get ég ekki sagt á þessari stundu. Við munum þó eflaust reyna að styrkja hópinn eitthvað,“ sagði Jörundur Áki. Ásthildur Helgadóttir ætlaði að spila með Blikum í sumar en hætti að lokum við og hélt áfram að spila með Malmö í Svíþjóð þar sem hún hefur farið á kostum. Lokaleikur tímabilsins í Svíþjóð er um næstu helgi og Ásthildur mun ákveða framhaldið í kjölfarið. „Það er erfitt að taka ákvörðun og er að vega og meta hlutina þessa dagana. Hvort ég eigi að vera áfram í Svíþjóð eða koma heim en ég er komin í ákveðin verkefni heima sem toga í mig. Svo hefur fótboltinn ráðið lífi manns hingað til og nú er spurn- ing hvort það sé kominn tími að láta eitthvað annað taka við,“ sagði Ásthildur í gær en hún sagði að ákveddi hún að vera áfram ytra kæmi ekkert annað til greina en að spila áfram með Malmö. „Þegar ég fór til Svíþjóðar aftur sagðist ég koma til baka í Breiðablik. Svo er staðan orðin þannig að ég hef átt í vandræðum með bakið á mér sem og hnéð og mun fara í myndatökur vegna þeirra meiðsla fljótlega. Staðan er frekar óljós í augnablikinu. Svo er ég líka að hugsa um framtíðina en ég vil ekki eyðileggja skrokkinn í boltanum. Ég vil geta farið á skíði og annað þegar fótboltaferlinum lýkur,“ sagði Ásthildur Helgadótt- ir. henry@frettabladid.is Jörundur kominn til Blika og Ásthildur á leiðinni? Jörundur Áki Sveinsson er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Breiðablik um að þjálfa kvennalið félagsins. Skýrist eftir næstu helgi hvort Ást- hildur Helgadóttir komi heim og spili fyrir Breiðablik. JÖRUNDUR ÁKI SVEINSSON Kominn á fornar slóðir í Kópavoginum eftir að hafa þjálf- að karlalið Stjörnunnar. Hann segir Blika ætla að styrkja hópinn og svo gæti farið að Ásthildur Helgadóttir sneri heim á leið. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL FÓTBOLTI Spænsku blöðin eru ekki hrifin af leik Barcelona gegn Real Madrid á sunnudaginn og Eiður Smári Guðjohnsen fær ekki góða dóma fyrir sína frammistöðu í leiknum. Talað er um að Barce- lona sakni mjög Samuel Eto‘o og að Eiður sé ekki að standa undir þeim kröfum sem til hans eru gerðar. Spænska blaðið Mundo Deport- ivo segir að ekkert hafi komið út úr Eiði Smára í framlínunni og að hann hafi fengið sannkallað dauða- færi til að jafna leikinn fyrir Bar- celona í fyrri hálfleiknum, eftir frábæran undirbúning hjá Lionel Messi. Blaðið segir jafnframt að Eiði hafi verið réttilega skipt af velli fyrir Javier Saviola en sú skipting hafi þó ekki borið árang- ur, því Real Madrid hafi haft undir- tökin allan leikinn og unnið sann- færandi sigur. Marca tekur í sama streng og segir að Eiður hafi átt að gera betur í færinu sem hann fékk í stöðunni 1-0. Marca segir þó að Saviola hafi sýnt það og sannað eftir að hann kom inn á að hann hafi mun meira að bjóða liðinu en Eiður Smári, hann sé fljótari en Eiður og passi mun betur við stíl Lionel Messi í framlínunni. - dsd Spænsku blöðin fara ekki fögrum orðum um leik Barcelona gegn Real Madrid: Eiður Smári fær slæma dóma EIÐUR SMÁRI Þótti slakur gegn Real Madrid. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Stjarnan réð í gær Kristján Halldórsson sem þjálf- ara karlaliðsins út þetta tímabil en Kristján tekur við starfinu af þeim Sigurði Bjarnasyni og Magnúsi Teitssyni sem sögðu upp störfum á dögunum. Það hafði gengið frekar brösuglega hjá Stjörnumönnum að finna nýjan mann en nú er loks orðið ljóst að Kristján stýrir skútunni til loka tímabilsins en hann hitti leik- mennina í gærkvöldi. „Það er ekkert launungarmál að umhverfið í Garðabæ er gott og þetta er spennandi verkefni,“ sagði Kristján í gær en hann þjálfaði síðast kvennalið FH. Kristján er þrautreyndur þjálf- ari og hefur meðal annars þjálf- að í Noregi og Danmörku. „Stjarnan stóð sig vel í fyrra en sofnaði svolítið eftir að hafa orðið bikarmeistari. Liðið hefur ekki byrjað vel í vetur en þetta er langt mót og enn hægt að gera gott úr vetrinum. Ég hef trú á að ég geti snúið skútunni við, annars hefði ég ekki tekið verkefnið að mér,“ sagði Kristján. - hbg Langri leit Stjörnunnar að nýjum þjálfara fyrir handboltaliðið lokið: Kristján ráðinn þjálfari út tímabilið TENNIS Arnar Sigurðsson, fremsti tennisspilari okkar Íslendinga, tók í síðustu viku þátt í atvinnu- mannamóti sem fram fór í Mexíkó og komst í átta manna úrslit. Arnar hóf keppni í 32 manna úrslitum og sló þá Bandaríkja- manninn Lester Cook út í þremur settum; 4-6, 7-5 og 7-5. Í 16 manna úrslitum mætti Arnar Cristian Paiz frá Gvate- mala og sigraði nokkuð örugglega í tveimur settum, 6-2 og 6-2. Arnar datt svo út fyrir Max Raditschnigg frá Austurríki í þremur settum; 6-4 4-6 og 2-6. - dsd Arnar Sigurðsson: Komst í átta manna úrslit KEPPIR GRIMMT Það er nóg að gera hjá Arnari þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Iceland Express deild karla KEFLAVÍK-KR 80-91 Stig Keflavíkur: Magnús Gunnarsson 23, Jerma- in Williams 22 (13 fráköst, 6 varin skot), Sigurður Þorsteinsson 12, Sverrir Sverrisson 7 (9 fráköst, 6 stoðsendingar), Gunnar Einarsson 6, Halldór Hall- dórsson 4, Arnar Jónsson 2, Magni Ómarsson 2, Axel Þór Margeirsson 2. Stig KR: Tyson Patterson 21 (10 stoðsendingar, 7 fráköst), Pálmi Sigurgeirsson 19, Peter Heizer 15, Jeremiah Sola 11 (4 varin skot, 5 fráköst), Fan- nar Ólafsson 10 (11 fráköst), Brynjar Björnsson 3, Skarphéðinn Ingason 5, Darri Hilmarsson 4, Gunnar Stefánsson 3. STAÐAN GRINDAVÍK 2 2 0 178:160 4 KR 2 2 0 174:159 4 NJARÐVÍK 2 2 0 173:165 4 ÍR 2 1 1 171:148 2 ÞÓR ÞORL. 1 1 0 82:79 2 SNÆFELL 2 1 1 146:143 2 HAUKAR 2 1 1 174:183 2 KEFLAVÍK 2 1 1 167:175 2 TINDASTÓLL 1 0 1 88:89 0 SKALLAGR. 2 0 2 168:174 0 FJÖLNIR 2 0 2 135:150 0 HAMAR/SELF. 2 0 2 141:172 0 Sænska úrvalsdeildin HAMMARBY-ELFSBORG 1-0 Pétur Marteinsson kom inn á á 41. mínútu og Gunnar Þór Gunnarsson kom inn á á 70. mínútu í liði Hammarby. GAUTABORG-KALMAR 0-3 Hjálmar Jónsson sat á varamannabekk Gauta- borgar allan leikinn. ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR KÖRFUBOLTI KR-ingar gerðu góða ferð í Reykjanesbæ í gær og báru sigurorð af Keflvíkingum, 81-90. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti en KR-ingar sigu fram úr og stóðu að lokum uppi sem öruggir sigurvegarar. Keflavík skoraði fyrstu tíu stigin í leiknum í gær og voru með frumkvæðið framan af leiknum en KR-ingar höfðu þó yfir eftir fyrsta leikhluta, 24-26. KR gerði sér síðan lítið fyrir og skoraði 13 fyrstu stigin í öðrum leikhluta og komust í 39- 24. Keflvíkingar náðu þó að minnka muninn í fimm stig en aftur tóku KR-ingar kipp og leiddu í hálfleik með 10 stigum, 34-44. Þessa forystu létu KR-ingar aldrei af hendi og Keflvíkingar komust aldrei nær KR en níu stig. Keflvíkingar skoruðu 10 síðustu stigin í leiknum en allt kom fyrir ekki, sá kafli kom einfaldlega allt of seint hjá heimamönnum og sigur KR-inga því staðreynd. - dsd/óój Iceland Express deild karla: Öruggur sigur hjá KR-ingum HÖRÐ BARÁTTA Sverrir Þór er hér í harðri baráttu undir körfu KR-inga. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR FÓTBOLTI Hannes Þór Halldórsson gekk í gær frá tveggja ára samningi við Fram. Hannes Þór er markvörður sem lék með Stjörnunni í sumar en hann rifti á dögunum samningi sínum við Garðabæjarfélagið og var því frjálst að ræða við þau félög sem honum sýndist. Hannes Þór er uppalinn í Leikni og var mjög sáttur við að hafa gengið frá sínum málum þegar Fréttablaðið náði í hann í gær. „Við vorum bara að ganga frá þessum málum rétt í þessu. Ég gerði tveggja ára samning við Fram,“ sagði markvörðurinn knái. Fram hefur leitað logandi ljósi að markverði frá því að Gunnar Sigurðsson lagði hanskana á hilluna á dögunum. Nú virðist Safamýrarfélagið hins vegar vera búið að finna lausn á því máli. Hannes Þór er 22 ára gamall og hefur leikið með meistaraflokk- um Stjörnunnar, Aftureldingar og Leiknis í Breiðholtinu á sínum ferli. - dsd Markvarðamál Framara: Hannes Þór til Framara HANNES ÞÓR Sagði upp samningi sínum hjá Stjörnunni á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.