Fréttablaðið - 24.10.2006, Qupperneq 62
24. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR38
HRÓSIÐ …
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8
1 Japans.
2 Ian Jeffs.
3 Líkfundarmálinu.
TIL SÖLU
BENZ 815 L árgerð 2005 m. lyftu
Aðeins ekinn 22.000 km. Kassi er 36 rúmmetrar
(plywood með LBW). Burðargeta 2.2 tonn.
Hestöfl 149. Dieselvél 4249 cc.
Uppl. veita Kristján (8992541) eða Andrés
(8960599). Til sýnis í Suðurhrauni 12C.
LÁRÉTT
2 drykkur 6 bogi 8 verkfæri 9 þrot 11
ónefndur 12 eftirsjá 14 minnkun 16
grískur bókstafur 17 skel 18 keyra 20
tveir eins 21 glufa.
LÓÐRÉTT
1 rúm 3 þys 4 sýndu fram á 5 beita 7
frekja 10 viður 13 líða vel 15 boli 16
samstæða 19 frá.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 mysa, 6 ýr, 8 sög, 9 mát,
11 nn, 12 iðrun, 14 rénun, 16 pí, 17
aða, 18 aka, 20 uu, 21 rifa.
LÓÐRÉTT: 1 rými, 3 ys, 4 sönnuðu, 5
agn, 7 ráðríki, 10 tré, 13 una, 15 naut,
16 par, 19 af.
... fær Margrét Lára Viðarsdótt-
ir, sem lét strax til sín taka í
þýsku knattspyrnunni og
skoraði í fyrsta leik sínum.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Valgerður Sverrisdóttir utan-
ríkisráðherra sker sig úr fríðum
ráðherrahópi því bílstjóri
hennar er eini kvenkyns
ráðherrabílstjórinn. Sigrún
Arnardóttir heitir
bílstjóri Valgerðar og
þykir heldur vígaleg
á glæsilegum BMW-
jeppa. Ekki er vitað
til þess að kona hafi áður verið
bílstjóri ráðherra á Íslandi.
Nú er hver frambjóðandinn á fætur
öðrum að opna kosningaskrifstofu.
Flestir leggja þeir talsvert upp úr
góðri mætingu og að fá kræsilega
ræðumenn. Ágúst Ólafur Ágústs-
son, varaformaður Samfylkingar-
innar, opnaði kosningaskrifstofu
á föstudaginn en gömlu brýnin
Margrét Frímanns-
dóttir og Jón Baldvin
Hannibalsson héldu
þar ræður og lýstu yfir
stuðningi við Ágúst
Ólaf. Þetta vakti ekki
síst athygli þar sem
opnunin var daginn
eftir Kastljósþáttinn
þar sem Margrét fór
mjög hörðum orðum um Jón Bald-
vin vegna hugsanlegrar eftirgrennsl-
unar hans á Stasi-tengslum Svavar
Gestssonar. Jafnvel þó að búist
hafi verið við einhverjum kulda á
milli þeirra tveggja eftir Kastljós-
þáttinn var ekki annað að sjá en að
nokkuð vel færi á með þeim þarna.
Heimsókn Harrison Ford til Íslands
fyrir helgi vakti að vonum mikla
athygli. Sér í lagi þótti athyglisvert
að Ford skellti sér á Iceland Air-
waves á Nasa en þar reyndu margir
gesta að ræða við kappann og fá
að taka mynd af sér með honum.
Harrison neitaði öllum beiðnum
um myndatökur og ein áhugasöm
stúlkan fékk þessa
skýringu frá Holly-
wood-stjörnunni:
„Því miður elskan.
Ef ég leyfi þér að
taka mynd þá
vilja allir fá
mynd af sér
með mér.“
-fgg/hdm
Ástralski tónlistamaðurinn Nick
Cave er staddur hér á landi í fríi
ásamt konu sinni og tveimur
börnum. Til Cave og fjölskyldu
sást á Sjávarréttarkjallaranum á
sunnudagskvöld þar sem þau
gæddu sér á íslenskum sjávar-
réttum. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins kom Cave hingað
til lands á föstudaginn og verður
hér fram í miðja þessa viku.
Rakel Garðarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Vesturports, stað-
festi þetta í samtali við Frétta-
blaðið og sagði söngvarann og
lagahöfundinn hafa tekið ást-
fóstri við land og þjóð. „Síðast
þegar hann kom hingað gat fjöl-
skyldan ekki verið með þannig að
þetta var gráupplagt fyrir þau,“
sagði Rakel en Cave hefur verið
ákaflega heppinn með veður þótt
kalt sé. Samkvæmt heimildum
blaðsins fór Cave út á land og
dvaldist þar í góðu yfirlæti í
sumarbústað en síðast þegar tón-
listamaðurinn kom hingað skellti
hann sér meðal annars á hestbak
og ekki ólíklegt að hann hafi
endurtekið leikinn og leyft tví-
burunum sínum að kynnast
íslenska hestinum.
Rakel segir að Cave vinni núna
mjög náið með Gísla Erni Garðar-
syni en ástralski tónlistarmaður-
inn gerði tónlistina við Hamskipt-
in sem nú eru sýnd í London við
góðar undirtektir. „Þá verður
Nick væntanlega mikið hérna því
Vesturport undirbýr núna af
krafti uppsetningu á leikverkinu
Faust sem hann semur tónlistina
við,“ segir Rakel. - fgg
Nick Cave í fríi á Íslandi
NICK CAVE Er staddur hér á landi í stuttu
fríi ásamt fjölskyldu sinni.
Davíð Steingrímsson, sem er vafalítið einn
dyggasti aðdáandi Bítilsins Sir Paul
McCartney hér á landi, hefur fylgst
náið með stormasömum skilnaði
hans og Heather Mills.
Fregnir um að McCartney hafi
lamið bæði Heather og fyrri eigin-
konu sína Lindu hafa farið um eins
og eldur í sinu, en Davíð segist
ekki trúa neinu illu upp á sinn
mann. „Svona kona eins og
hún er, skapmikil og með
bein í nefinu, hefði hún ekki
labbað út úr sambandinu ef
hann hefði verið að lemja
hana?“ spyr Davíð, sem
hefur farið á tíu tónleika
með goðinu. „Í hans tón-
list eru allir textarnir um
ást, hlýju og vinskap og fjöl-
skyldu. Ég les mikið á netinu og þar eru að birt-
ast viðtöl við vini þeirra og vandamenn og
flestir eru á bandi Paul,“ segir hann og bætir
við: „Hann er margbúinn að bjóða henni háar
fúlgur. Hann er þannig maður að hann vill ekk-
ert vera í sviðsljósinu með einkalífið en hún er
að reyna að ná athyglinni og leka ýmsu í fjöl-
miðla. Þetta er voðalega skrítið og ég held að
þessi manneskja hljóti að vera stór-
skemmd,“ segir hann og vandar Heath-
er ekki kveðjurnar. „Hann er búinn að
reyna að leysa þetta jafnóðum en ég
held að hann sé búinn að fá nóg núna
og nú sé stríðið rétt að byrja.“
Davíð er sannfærður um að
McCartney muni ná sér
aftur á strik eftir skilnað-
inn. „Hann verður mun
sterkari en áður. Gera
ekki flestir betri tónlist
eftir að hafa lent í
sorg? Ég er að bíða
eftir því og held að það
komi sterk plata frá
honum næst. Síðasta
plata var brilljant en
þessi verður ennþá
betri,“ segir Davíð. - fb
Heather er skemmd og lýgur upp á Paul
DAVÍÐ STEINGRÍMSSON Davíð trúir engu
upp á uppáhaldstónlistarmann sinn, Sir Paul
McCartney. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MCCARTNEY OG MILLS
Heather Mills hefur sakað
fyrrum eiginmann sinn um að
hafa lamið bæði sig og Lindu
McCartney.
������������
��������������
��������������
�������
����������
����
Kvikmyndin Mýrin sló nánast öll
met um helgina en þá sáu hana um
sextán þúsund manns. Myndin
hefur fengið afbragðs dóma hjá
gagnrýnendum en áhorfendur
halda vart vatni yfir frammistöðu
Theódórs Júlíussonar í hlutverki
Elliða, „eins frægasta misindis-
manns landsins,“ eins og Erlendur
lýsir honum í myndinni. Kvik-
myndahúsagestir reka upp stór
augu þegar leikarinn breytist í
nauðasköllótt villimenni en Theó-
dór hefur verið áberandi á hvíta
tjaldinu að undanförnu, lék ráð-
settan heimilisföður í stuttmynd-
inni Góðir gestir eftir Ísold Ugga-
dóttur og miðaldra homma í
kvikmyndinni Börn. Theódór seg-
ist hafa hugsað sig tvisvar um
þegar Baltasar leitaði til hans með
hann í huga fyrir hlutverkið. „En
svo var ekki hægt að sleppa þessu
tækifæri, að taka þátt í þessu
ævintýri sem Mýrin er,“ segir
hann.
Theódór segist ekki hafa kynnt
sér skuggaheima Reykjavíkur til
að komast nær persónu Elliða
heldur hafi þetta verið árangur af
sameiginlegri úrvinnslu hans og
leikstjórans, Baltasars Kormáks.
„Elliða er lýst vel í bókinni og ég
reyndi að notfæra mér þær lýs-
ingar sem mest og svo var ekkert
mál að raka af sér hárið,“ segir
hann en lætur þess getið að það sé
komið aftur. „Ég lét reyndar loka
mig inni í klefa til að ná þessari
tilfinningu, að vera á bak við lás
og slá, sem er óhugnanleg
reynsla,“ segir Theódór, sem not-
aði líka hléin á milli taka til að
vera á bak við luktar dyr fangels-
ins. „Ég reyndi að gera hann
brjóstumkennalegan enda er Ell-
iði ekkert sérstaklega skarpur,“
útskýrir Theódór, sem vonast þó
til að hann verði ekki litinn horn-
auga af landsmönnum eftir hlut-
verkið. „Ég á ekkert sameiginlegt
með Elliða, er bæði ljúfur og
góður,“ bætir leikarinn við og
hlær, reiknar ekki einu sinni með
að hann þekkist sem Elliði, svo
ólíkir séu þeir í útliti.
Þrátt fyrir hina miklu aðsókn
er Theódór ekki einn þeirra sex-
tán þúsund sem hafa séð myndina,
sá bara stuttan bút á litlum sjón-
varpsskjá í eftirvinnslunni. „Ég
hef verið svo upptekinn við annað
en ég ætla að reyna að fara í
kvöld,“ segir Theódór.
freyrgigja@frettabladid.is
THEÓDÓR JÚLÍUSSON: LÉT LOKA SIG INNI Í KLEFA FYRIR TÖKUR Á MÝRINNI
Er ekkert líkur Elliða
LJÚFMENNIÐ THEÓDÓR Segist ekki eiga neitt sameiginlegt með Elliða, hann sé bæði ljúfur og góður náungi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
ILLMENNIÐ ELLIÐI Theódór er nánast
óþekkjanlegur í hlutverki þekktasta
misindismanns Íslands.