Fréttablaðið - 03.11.2006, Page 18

Fréttablaðið - 03.11.2006, Page 18
fréttir og fróðleikur Helstu skjálftasvæðin á Suður- og Norðurlandi Nítján bjóða sig fram í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjödæmi. Flokk- urinn á nú fjóra þingmenn í kjördæminu og gefa sautján kost á sér í fjögur efstu sætin. Þrír sækjast eftir fyrsta sætinu, þau Árni Páll Árnason lögfræð- ingur, Gunnar Svavarsson, bæj- arfulltrúi í Hafnarfirði og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismað- ur. Guðmundur Árni Stefánsson fór fyrir lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosning- um og þegar hann hvarf af þingi varð Rannveig Guðmundsdóttir oddviti listans. Hún lætur af þing- mennsku í vor. Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Valdimar L. Friðriksson gefa kost á sér í annað og þriðja sæti listans. Baráttan um fyrsta sætið er sögð hörð en drengileg og mögu- leikar frambjóðendanna þriggja á sigri taldir góðir. Mikið hefur borið á Þórunni og Gunnari í flokksstarfinu. Þórunn hefur setið á þingi í átta ár og Gunnar í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar auk þess að vera formað- ur framkvæmdastjórnar Sam- fylkingarinnar. Þó að Árni Páll hafi ekki verið jafn áberandi hefur hann starfað með Samfylk- ingunni frá stofnun og fór meðal annars fyrir mótun stefnu flokks- ins í Evrópumálum. Gunnar býr að því að koma úr Hafnarfirði sem er sterkasta vígi Samfylkingarinnar. Árni Páll bjó lengi í Kópavogi og nýtur hugsan- lega sérstaks stuðnings þar í krafti þess. Þórunn er hins vegar úr Garðabæ. Byggðapólitík er sögð ráða nokkru í kjördæminu þó að sveitarfélögin séu nánast í einum hnapp og hagsmunirnir þeir sömu. Katrín Júlíusdóttir á í höggi við Magnús M. Norðdahl, lög- fræðing ASÍ, og Kristján Svein- björnsson, bæjarfulltrúa á Álfta- nesi, um annað sætið. Katrín á eitt kjörtímabil á þingi að baki en öll hafa þau tekið virkan þátt í starfi flokksins. Valdimar L. Friðriksson settist á þing þegar Guðmundur Árni varð sendiherra. Fjórir sækjast eftir þriðja sætinu, líkt og Valdi- mar, þau Jakob Frímann Magnús- son tónlistarmaður, Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, Tryggvi Harðarson, fyrrverandi bæjar- stjóri á Seyðisfirði, og Sandra Franks varaþingmaður. Líkt og við var að búast ber mest á Jakobi Frímanni sem áður hefur tekið þátt í prófkjörum Samfylkingar- innar. Sex sækjast svo eftir fjórða sætinu. Það vekur athygli hve margir bjóða sig fram í prófkjörinu. Þátt- takendur eru jafnmargir og í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um síðustu helgi þar sem flokkurinn á níu þingmenn. Og í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, þar sem flokkurinn á nú átta þingsæti, taka fimmtán þátt. Talið er að sú ákvörðun að banna auglýsingar hafi ráðið nokkru um hve margir treystu sér til þátttöku. Frambjóðendur héldu tvo sameiginlega fundi en hafa annars háð kynningarstarf sitt á kosningaskrifstofum, vefn- um og með heimsóknum í fyrir- tæki og á opinbera staði. Í kynningarefni leggja flestir frambjóðendurnir áherslu á auk- inn jöfnuð í samfélaginu og það er raunar rauður þráður í stefnu alls Samfylkingarfólks fyrir kosningarnar í vor. Einstaka nefn- ir sérstök mál en aðeins einn seg- ist vilja byltingu, það er Jens Sig- urðsson sem býður sig fram í fjórða sætið. Um fjögur þúsund manns eru í Samfylkingunni í Suðvesturkjör- dæmi. Hart sótt að sitjandi þingmönnum Leiðréttist ekki sjálft

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.