Fréttablaðið - 03.11.2006, Side 34

Fréttablaðið - 03.11.2006, Side 34
Í lok sumars opnaði verslunin Frú Fiðrildi á Laugavegi 39 eft- ir flutning og gagngerar breyt- ingar. Rómantíkin svífur yfir vötnum og það er sem ævintýri líkast að koma í heimsókn til Frú Fiðrildi. Vinkonurnar Hrafnhildur Þórar- insdóttir og Gerða Kristín Lárus- dóttir höfðu lengi dreymt um að opna verslun saman. Þegar Frú Fiðrildi vantaði nýja eigendur fyrir tilviljun síðasta sumar, voru þær ekki lengi að hugsa sig um. Það er eins og að koma inn í annan heim að fara inn í Frú Fiðr- ildi og jafnvel eins og að ferðast aftur í tímann. Þar er heimilislegt yfirbragð og ævintýralegt úrval af einstaklega fallegum dönskum vörum til gjafa og heimilis ásamt dönsku barnafatalínunni Silke og Suus. Frú Fiðrildi býður upp á Lis- beth Dahl-vörurnar sem margir Íslendingar kannast við frá Dan- mörku, en einnig merki eins og Housedoctor og Madam Stoltz. „Við vildum hafa heimilislegt yfirbragð í bland við rómantíska fortíðarþrá,“ segir Hrafnhildur brosandi. Búðin hefur gengið vonum framar og segja þær vinkonur hana hafa feng- ið góðar viðtökur frá erlendu ferða- fólki í sumar. „Það kom kona frá New York sem rekur þar verslun og vildi endilega fá Frú Fiðrildi þang- að,“ segir Hrafnhildur sem var að vonum ánægð með viðtökur en býst ekki við útrás Fiðrildisins fyrst um sinn. „Fólki sem kemur inn segist líða vel og verða glatt og það finnst okkur náttúrulega alveg frábært,“ segir Gerða Kristín. Jólavörurnar eru á næsta leiti og þær Gerða Kristín og Hrafnhildur hlakka til að bjóða gestum Frú Fiðrildi upp á kaffi í jólaösinni. Verslunin er opin virka daga frá kl. 11.00-18.00, á laugardögum frá kl.11.00-16.00 og á löngum laugardegi þann 4. nóvem- ber frá kl. 11.00-17.00. Ævintýraheimur Frú Fiðrildi Hundaræktunarfélag Íslands stendur fyrir árlegri hunda- göngu niður Laugaveginn á morgun á löngum laugardegi. Á morgun fer fram hundaganga á vegum Hundaræktunarfélags Íslands. Þetta er árleg ganga sem farin er niður Laugaveginn en sú fyrsta var farin fyrir um fimmtán árum síðan. Tilgangur göngunnar er að vekja athygli á hundum og hundahaldi í borg. Hundagangan er eins og gefur að skilja mikið sjónarspil þar sem hundruð hunda og eigendur þeirra rölta saman niður Laugaveginn. Hægt verður að bera augum allar tegundir hunda. Lögregluhundar munu leiða gönguna en auk þeirra munu hundar og eigendur sem starfa sem sjálfboðaliðar í heimsóknaþjón- ustu fyrir Rauða Kross Íslands vera í forystusveit. Skólahljómsveit Kópavogs slær taktinn fyrir göng- una sem enda mun í Hljómskála- garði. Þar sýnir Íþróttadeild félags- ins hundafimi ásamt fleiri uppákomum. Gangan hefst á Hlemmi klukkan 13. Hundar arka Laugaveginn Ný bók Rósaleppaprjón í nýju ljósi Handprjónasambandið Skólavörðustíg 19 • 552 1890 www.handknit.is Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, Rvk, Sími 551 5814 Ný sending af hönskum MESTA HANSKAÚRVAL LANDSINS Verð frá kr. 2.200.- Langa laugardaga er hægt að nýta til ýmissa góðra hluta. Margir nota langa laugardaga til að kíkja í verslanir, enda eru opnunar- tímar lengri. Aftur á móti er hægt að gera sér margt annað til dund- urs, eins og að kíkja á listasafn eða í Kolaportið. Heilmikið er af lista- galleríum og söfnum í bænum, eins og hið dásamlega Safn á Laugavegi 37 þar sem hægt er að gleyma sér tímunum saman. Einnig stendur i8 listagallerí við Klapparstíg og Nýlistasafnið er á Laugavegi 26. Kaffihúsin eru ófá við Lauga- veginn og í nágrenni við hann þar sem hægt er að tylla sér niður eftir langan dag og fá sér heitt kakó. Kaffihúsið á Listasafni Reykjavík- ur er sérstaklega skemmtilegur staður þar sem útsýni er gott yfir höfnina og hafið. List á laugardegi 2 ára og fjölbreyttari með hverri árstíð! Bútasaumsefni, prjónagarn og fatnaður. Vertu velkomin! Afmælistilboð! Diza Laugavegur 44 • S: 561-4000 • www.diza.is 25% afsláttur 3-11. nóvember

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.