Fréttablaðið - 03.11.2006, Page 54

Fréttablaðið - 03.11.2006, Page 54
Lágvöruverslun með skó og töskur var opnuð í síðustu viku. Hún heitir Sappos og er að Miðhrauni 14 í Garðabæ. „Hér er búið að vera mikið að gera. Við opnuðum þessa verslun með skófatnað um síðustu helgi og urðum hreinlega að hleypa inn í hópum,“ segir Daði Agnarsson sem er verslunarstjóri í Sappos, ásamt konu sinni Þóru Kristínu Steinarsdóttur. Þau reka einnig verslanirnar skór.is í Kringlunni og Smáralind. „Sappos er í rauninni bara mark- aður en hvorki útsala né „outlet“. Fyrirmyndin er erlend og byggir í raun á sömu hugmyndum og Bónus byrjaði á fyrir 20 árum,“ segir Daði og útskýrir það nánar. „Búðin er utan við dýrasta verslunarplássið og því getum við boðið svipaða vöru og fæst í Kringlunni, Smáranum og Lauga- veginum en með miklu minni rekstrarkostnaði. Fólk verður kannski að leggja á sig smá krók en samt er aðstaðan góð, húsnæðið glænýtt og næg bílastæði utan við.“ Hann segir nafnið Sappos skírskotun í zapados sem þýðir skór á spænsku enda eru framleið- endur skónna meðal annars á Spáni og í Portúgal. Upplýsir líka að Sappos sé að hefja skófram- leiðslu undir eigin merki og skoða möguleikann á samstarfi við erlenda samstarfsaðila og opna Sapposmarkaði í Skandinavíu. Sérstaða Sappos er sú að þar er einungis opið fimmtudag, föstu- dag, laugardag og sunnudag frá klukkan 12 til 19 alla dagana. Alltaf kemur eitthvað nýtt á hverj- um fimmtudegi og þá taka líka ný tilboð gildi, að sögn skókaup- mannsins Daða. Byggir á aðferð Bónuss Útsala í ZO-ON fram til 6. nóv- ember 2006. kynningar í Lyfju Laugardagur 4. nóvember frá kl. 14-17 - Lágmúli Fimmtudagur 9. nóvember frá kl. 15-18 - Smáratorgi Föstudagur 10. nóvember frá kl. 15-18 - Laugavegur Laugardagur 11. nóvember frá kl. 15-18 - Smáralind Föstudagur 17. nóvember frá kl. 15-18 - Setbergi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.