Fréttablaðið - 03.11.2006, Side 66

Fréttablaðið - 03.11.2006, Side 66
Nú er risin ný Mekka fyrir Íslendinga í hús- gagnaleit. Ég er að sjálfsögðu að tala um nýja Ikea-risann sem smellt var niður í mitt hraunið í Garðabæ. Ikea er fínt fyrir- tæki. Ágætis húsgögn sem flest eru ódýr og svo eru aug- lýsingarnar þeirra yfirleitt fyndn- ar. Skemmtileg tilbreyting frá Orkuveitu-fíaskóinu sem sagði okkur hvernig við vildum hafa það. Nýja húsið er líka frábært. Ef eitthvað kemur upp á, Suðurlands- skjálfti eða flóð í miðbænum, getum við flutt alla sem missa heimili sín til Ikea. Þar fá þeir rúm, salernis- og eldunaraðstöðu, stofu með sófa- setti og fullt af heimilisáhöldum. Af nógu er að taka. Ef annað gos á sér stað í Vestmannaeyjum getum við flutt allt heila klabbið inn í verslun- ina án teljandi vandræða. Ég hef hins vegar áhyggjur af álfunum. Ég er enginn fræðingur en búa þeir ekki í holtum og hæðum allt í kringum okkur? Við leggjum lykkjur á vegi okkar svo álfasteinar fái að standa óhaggaðir og við fáum fræðinga til að spyrja þá kurteis- lega hvort við megum færa húsin þeirra svo þeir verði ekki fyrir ónæði af völdum framkvæmda okkar. Voru álfarnir spurðir hvort þeir væru tilbúnir að víkja fyrir Ikea? Búa þeir kannski þarna enn og hír- ast í kjallara undir öllum húsgögn- unum? Er hugsanlegt að þeir hafi mótmælt með því að hlekkja sig við vinnuvélar og sigla á báti í drullu- pollinum í grunninum, en þar sem þeir eru ósýnilegir þá sá þá enginn? Getur verið að Ikea sé Kárahnjúkar álfaheims? Kannski og kannski ekki. Það getur líka vel verið að enginn álfur hafi búið í þessu hraunrassgati nema fáir sem höfðu ekki efni á neinu betra. Nú fá þeir allir vinnu í Ikea við að selja ósýnileg sænsk húsgögn til fínu álfanna úr Elliðaár- dalnum sem eru grænir af öfund en fela það bak við hamingjuóskir og skjall. Hver getur svarað þessu? Hvar er Ólafur Liljurós þegar maður þarf á honum að halda?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.