Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 76
Tryggðu þig fyrir ástarsorg Ekki er tekið út með sæld- inni að halda fjölskyldulíf- inu gangandi í kvikmynda- borginni Hollywood. Enn erfiðara virðist vera fyrir leikkonur að halda hjóna- bandinu réttum megin við línuna eftir að þeim hefur hlotnast æðstu verðlaun kvikmyndaakademíunnar, Óskarinn. Svo virðist sem einhver bölvun hafi verið lögð á hjónaband þeirra leik- kvenna sem hljóta styttuna góðu því á undanförnum tíu árum hafa sex leikkonur ákveðið að skilja að skiptum við eiginmenn sína. Ein- hverjum kann það að koma þannig fyrir sjónir að leikararnir sem þær eru giftar þoli illa þá athygli sem spúsur þeirra fá og ákveði því að skipta um kvonfang til að ná athygl- inni aftur. Mörgum brá í brún þegar til- kynnt var að Reese Witherspoon og Ryan Philippe ætluðu að skilja eftir að leikkonan komst á snoðir um framhjáhald mannsins síns á töku- stað í Ástralíu. Aldrei þessu vant gæti skilnaðurinn orðið henni dýr- keyptur því hjónakornin fyrrver- andi skrifuðu ekki undir neinn kaupmála en Witherspoon er hæst- launaða leikkona Hollywood og komast laun Philippe ekki í hálf- kvisti við þær upphæðir sem Ósk- arsverðlaunaleikkonan fær fyrir hverja mynd. Helen Hunt reið fyrst á vaðið en hún fékk Óskar frænda fyrir hlut- verk sitt í As Good as it Gets árið 1998. Hunt giftist manni sínum Hank Azaria ári seinna en hjóna- bandið entist ekki árið, þau skildu árið 2000, aðeins tveimur árum eftir að styttan góða fékk sinn stað á hillu fyrir ofan arineldinn. Bölvunin var hins vegar lögð á verðlaunin árið 1999 þegar Gwyn- eth Paltrow grét úr sér augun eftir að hafa verið útnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki í kvik- myndinni Shakespeare in Love. Viti menn, hún þakkaði að sjálfsðgðu unnusta sínum Ben Affleck fyrir stuðninginn en þau kynntust við gerð myndarinnar. Skömmu síðar hættu þau saman enda var þá ferill Affleck á hraðri niðurleið og hann þurfti að koma sér í umræðuna á ný með nýrrri konu. Tveimur árum síðar mætti Julia Roberts með Benjamin Bratt í Kodak-höllina, hirti gripinn fyrir Erin Brockovich og hálfu ári síðar var ævintýrið úti. Ekki tók betra við að ári þegar Halle Berry var kysst blautum kossi af Adrian Brody en hún fékk þá Óskarinn fyrir Monster´s Ball. Berry hafði lengi stutt við bakið á manni sínum Eric Bennet sem var yfirlýstur kynlífsfíkill en honum virtist ganga illa að venja sig af fíkninni og þau skildu þremur árum síðar, bölvunin virtist hins vegar vera í rénun. Hún blossaði þó aftur upp í fyrra þegar leikkonan Hilary Swank hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í kvikmynd- inni Million Dollar Baby eftir Clint Eastwood. Eitthvað hafði greinilega gengið á hjá henni og eiginmannin- um Chad Lowe því þau tilkynntu nýlega að hjónabandinu væri lokið. Reese Witherspoon hefur því núna sannað tilveru Óskarsbölvunarinn- ar, að engin leikkona skyldi ganga gift upp sviðið í Kodak-höllinni þegar tilkynnt verður um hver sé sú besta í bransanum. Mál Heather Mills og Sir Paul McCartney heldur áfram að kom- ast á forsíður slúðurblaðanna en eins og flestum ætti að vera kunnugt um er í uppsiglingu ein- hver bitrasti hjónaskilnaður síð- ari ára. Nú eru það upptökur Lindu heitinnar McCartneys sem eru mál málanna en á þeim er hún sögð ljóstra upp leyndarmál- um hjónabandsins sem enginn vissi af. Heather Mills er sögð vilja tryggja það að Paul kaupi þær ekki dýrum dómum og sjá svo til þess að þeim verði eytt eða láti þær hverfa. Sérfræðingar í Bretlandi telja að Mills ætli sér að nota upptök- urnar til að styrkja málstað sinn; að Paul McCartney hafi beitt eig- inkonu sína sálugu ofbeldi og verið fauti í hjónabandi. Paul hafi síðan haldið þeirri hegðun áfram þegar hann giftist Mills. Peter Cox, gamall vinur Lindu, er með spólurnar í sinni vörslu en hann og Paul elduðu grátt silf- ur á sínum tíma og hefur Cox haft horn í síðu bítilsins frá því að hann kynntist honum fyrst. Sam- kvæmt heimildarmanni breska götublaðsins Daily Mirror er Heather sögð leita allra leiða til að fá spólurnar eða afrit af þeim enda styðji þær við málið hjá henni. „Heather trúir því að upp- ljóstranir hennar um hjónaband- ið eigi eftir að koma heimsbyggð- inni í opna skjöldu,“ er haft eftir heimildarmanni í Daily Mirror. Vill fá spólurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.