Fréttablaðið - 13.11.2006, Page 6

Fréttablaðið - 13.11.2006, Page 6
www.bifrost.is imíSsenragroB113 0003334 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum samtakanna. 2. Breytingar á félagslögum. 3. Kosning fulltrúa í stjórn Háskólans á Bifröst. 4. Kynning á starfsemi Háskólans á Bifröst. Stjórn NSS-Hollvinasamtaka Aðalfundur NSS-Hollvinasamtaka Aðalfundur NSS- Hollvinasamtaka Háskólans á Bifröst verður haldinn mánudaginn 27. nóvember 2006 kl. 20:30 á Grand Hóteli í Reykjavík. 4842 kusu í sameiginlegu prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur á laugardag. 7400 Reykvíkingar eru skráðir í Samfylkinguna og miðað við þá tölu var kjörsókn rúmlega 65 prósent. Hins vegar gátu óflokksbundnir einnig kosið ef þeir skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við framboðið. Sigurður Ásbjörnsson, formaður kjörstjórnar, segir tölur um það hversu hátt hlutfall þeirra sem kusu voru óflokksbundnir ekki liggja fyrir að svo stöddu. Kosning í þrjú efstu sætin er bindandi. Jóhanna Sigurðardóttir, sem sóttist eftir 2. til 3. sætinu eins og Össur Skarphéðinsson, hlaut einungis 1272 atkvæði í 1. til 2. sætið, á móti 2854 atkvæðum Össurar. Össur lenti í öðru sæti og mun því leiða listann í hinu kjördæminu. Hann hlaut næstflest atkvæði í fyrsta sætið, eða 767, sem eru um tuttugu prósent af heildar- atkvæðafjölda hans. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, hlaut 3326 atkvæði í efsta sætið, sem eru um 70 prósent gildra atkvæða. Hún fékk 265 atkvæði í annað sætið. Gild atkvæði voru 4759 sem þýðir að 1168 kjósendur vildu ekki að hún leiddi annan hvorn listann. 680 vildu formanninn hvergi á listann. Þá hlaut Ágúst Ólafur Ágústs- son, sem sóttist eftir fjórða sæti, 1212 atkvæði í 2. og 3. sætið, sem eru nánast fjörutíu prósent af heildaratkvæðafjölda hans. Neðstur í prófkjörinu varð Glúmur Baldvins- son, en nafn hans var einungis að finna á 1024 kjörseðlum, sem eru tæp 22 prósent af gildum seðlum. Ingibjörg, Össur, Jóhanna og Ágúst voru þau einu sem náðu settu marki, en Ellert B. Schram sóttist eftir hvaða sæti sem var. Ertu farin(n) að hlakka til jólanna? Ert ánægð(ur) með að Árni Johnsen sé á leið á þing á ný? Hrafnista í Hafnar- firði hefur byggt tvö fjölbýlishús með 64 leiguíbúðum fyrir einstakl- inga 60 ára og eldri. Tíu milljóna króna afnotarétt þarf að greiða fyrir stærstu íbúðirnar auk þjónusturýmis. Mánaðarleiga slíkrar íbúðar er tæpar 160 þús- und krónur með hússjóði á efstu hæð. Fyrir minni íbúðir þarf að greiða á bilinu 5,5 til sjö milljóna króna fyrir afnotarétt og leiga er í kringum hundrað þúsund krónur. Afnotarétturinn er verðtryggður og er endurgreiddur við flutning, að frádregnu tveggja prósenta árlegri fyrningu. Leiguíbúðirnar eru mjög eftir- sóttar. Bið eftir stærri þriggja herbergja íbúðum er þrjú til fimm ár og sex til átján mánuðir eftir minni íbúðunum sem eru tveggja herbergja. Ásgeir Ingvason, fram- kvæmdastjóri sjómannadagsráðs, sem er eigandi Hrafnistuheimil- anna, segir að afnotaréttarfyrir- komulagið sé notað til að halda niðri leiguverði sem tekst með lægri fjármagnskostnaði. Með greiðslu á afnotarétti þurfti Hrafn- ista aðeins að fjármagna um 70 prósent byggingakostnaðar með lánum en afnotaréttargreiðsla íbúa brúaði bilið. Ásgeir telur byggingarkostnað fjölbýlishús- anna um ellefu hundruð milljónir. Húsin standa nálægt Hrafnistu og njóta íbúarnir því öryggis frá heimilinu, auk þess sem hægt er að fá keypta þaðan ýmiss konar þjónustu. Aðspurður hvort nokkrir aðrir en efnað fólk eigi kost á að komast inn í leiguíbúðirnar svarar Ásgeir að það sé ekki hlutverk Hrafnistu að leysa félagslegan vanda. „Það er sveitarfélaganna og ríkisins að gera það. En fyrir þá sem eiga til dæmis íbúðir er vanda- laust að selja. Margir þeirra, sem eru 60 ára og eldri, greiða há fasteignagjöld, tryggingar, hita, eignaskatta, viðhald og loks afborg- anir og vexti af fasteignalánum og geta lækkað þennan kostnað hjá sér umtalsvert með því að leigja húsnæði hjá okkur. Þeir sem eru eignalausir þurfa önnur úrræði og þetta leiguform hentar að sjálf- sögðu fólki misjafnlega vel.“ Sigurður Hallgrímsson, for- maður Félags eldri borgara í Hafnarfirði, segir eldri borgara jákvæða á þetta fyrirkomulag. Hann þekkir dæmi um fólk sem hefur selt íbúðir sínar til að kom- ast inn í leiguíbúðir hjá Hrafnistu. „Þetta fólk á síðan talsverða upp- hæð eftir sem það getur notað til að njóta lífsins.“ Afnotaréttur leigu- íbúðar tíu milljónir Hrafnista í Hafnarfirði býður leiguíbúðir til eldra fólks þar sem afnotaréttur er á bilinu fimm til tíu milljónir eftir stærð. Bið eftir íbúð er allt að fimm ár. Félag eldri borgara í Hafnarfirði er ánægt með fyrirkomulagið. „Þetta er bara orðið tómt rugl,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir, alþingismaður Samfylkingar, um auglýsinga- kostnað frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Guðrún telur suma frambjóð- endurna ekki hafa tekið mið af reglum um kostnað. „Það var talað um leiðbeinandi kostnað upp á milljón en þetta hleypur pottþétt á einhverjum milljónum. Fólk er með húsnæði á leigu og starfsfólk. Þetta segir sig sjálft,“ segir Guðrún sem í gær upplýsti að hún hefði varið 1.060.004 krónum í auglýsingar og kynningar. Peningana hafi hún aflað með yfirdrætti í bankanum og frá stuðningsfólki og fjöl- skyldu. Guðrún hlaut aðeins 11. sætið í prófkjörinu. „Til hvers að setja reglur? Það er fullt af spurningum og það er flokksmanna að svara þeim. Það verður að fara að setja eitthvað „system í galskabet“,“ segir Guðrún. Skúli Helgason , framkvæmda- stjóri Samfylkingarinnar, segir ekki rétt að miðað hafi verið við eina milljón króna í hámarks- kostnað. „Þetta er upphæð sem kom inn í umræðuna á fyrri stigum þegar menn voru að setja saman regl- urnar en niðurstaðan var sú að það var ekki samþykkt nein tiltekin regla. En það voru tilmæli um að menn sýndu háttvísi og stilltu kostnaði í hóf. Síðan er reglan sú að menn skili inn til flokksins upp- gjöri,“ segir Skúli. „Það verður spennandi að sjá þau uppgjör,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir. Félagarnir fylgdu ekki reglum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.