Fréttablaðið - 13.11.2006, Side 38

Fréttablaðið - 13.11.2006, Side 38
Hótel 1919 Radisson SAS er rekið í einu sögufrægasta húsi borgarinnar, Eimskipshúsinu. Gunnar V. Andrésson ljós- myndari Fréttablaðins leit þar inn og skoðaði hvernig nýi og gamli tíminn mætast í fallegri hönnun. Í rúm 80 ár voru höfuðstöðvar Eim- skipafélags Íslands í reisulegu hvítu húsi við Pósthússtræti. Í dag er í húsinu starfrækt fjögurra stjörnu lúxushótelið 1919 sem rekið er af Radisson SAS keðjunni. Húsið teiknaði Guðjón Samúels- son, sem var húsasmíðameistari ríkisins, og var byggt á árunum 1919-1921. Það var með stærstu byggingum bæjarins á þeim tíma og jafnframt fyrsta byggingin sem búin var fólkslyftu. Húsið var stækkað um tæpan helming með viðbyggingu á árunum 1977-1979 en sá hluti var teiknaður af Hall- dóri H. Jónssyni arkitekt. Við breytingar á húsinu kom í ljós að það hentaði einstaklega vel til hótelreksturs. Skrifstofuher- bergin voru flest af æskilegri stærð og ekki þurfti að breyta burðarveggjum. Hins vegar mátti ekki breyta hverju sem var, þar sem búið var að friða ýmislegt í húsinu, enda um sögufræga bygg- ingu að ræða. Þar af leiðandi var tekin sú ákvörðun að loka margt af því sem mátti ekki hrófla við inni í veggjum og merki Eimskipafélags- ins sem er utan á húsinu var falið undir merki hótelsins. Hópur frá ARKÍS ehf. sá um að teikna breytingar á húsinu undir stjórn Björns Guðbrandssonar arkitekts. Gamli og nýi tíminn mætast

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.