Fréttablaðið - 13.11.2006, Síða 72

Fréttablaðið - 13.11.2006, Síða 72
Getur vel verið að maður segi þetta bara gott Í gær lauk alþjóðlegu badmintonmóti, Iceland Express International, sem fram fór hér á landi. Fjölmargir erlendir leik- menn tóku þátt í mótinu. Íslend- ingar unnu tvenn verðlaun á móti en Ragna Ingólfsdóttir vann gull- verðlaun í einliðaleik kvenna og hún vann silfurverðlaun í tvíliða- leik ásamt Tinnu Helgadóttur. Ragna mætti Susan Hughes í úrslitum í gær og vann fyrstu lot- una 21-14. Ragna lenti í erfiðleik- um í annarri lotu þar sem sú skoska hafði betur 21-11. Í odda- lotunni fór svo Ragna með sigur af hólmi 21-12 og tryggði sér þar með sigurinn í einliðaleik. „Það var mjög skemmtilegt fyrir mig persónulega að vinna þessa stelpu í úrslitum. Þetta var í fjórða skiptið sem ég mætti þessari stelpu og ég hafði tapað fyrir henni tvisv- ar áður og unnið hana einu sinni. Þannig að það var komið að mér að vinna núna. Það er líka gott fyrir sjálfstraustið að vinna mót og þá sérstaklega hérna heima. Ég vann mót í Tékklandi í síð- asta mánuði og það eiginlega skipti engan máli þar en hérna er gaman af fá þessa hvatningu,“ sagði Ragna mjög ánægð með árangur á mótinu. „Ef maður þekkir andstæðing- inn þá veit maður alveg í hverju hún er góð og í hverju hún er slök. Ég hafði ekki spilað við neinn annan andstæðinga minna á þessu móti og kom því í leikina án þess að vita neitt um andstæðinginn. Þá finnur maður það í leiknum og þegar líður á í hverju hún er léleg. En fyrir þennan úrslitaleik vissi ég alveg hvernig ég ætlaði að spila,“ bætti Ragna við. Það er nóg að gera hjá Rögnu og hún spilar grimmt víðsvegar um Evrópu. „Ég fer út á fimmtu- daginn og spila í Noregi. Síðan fer ég til Ítalíu í desember og eftir það kemur smá frí. Þá þarf ég að byggja mig aftur upp. Það er annað stórt mót hér á landi í janúar, Evrópukeppni B- landsliða, og það gæti verið að það verði mitt fyrsta mót eftir ára- mót.“ Ragna og spilafélagi hennar í tvíliðaleik, Tinna Helgadóttir þurftu að sætta sig við annað sætið í tvíliðaleik á mótinu. Þær stöllur mættu skosku stelpunum Emmu Mason og Imogen Bankier í úrslit- um og leikurinn var mjög spenn- andi. Svo fór að skosku stelpurnar sigruðu í tveimur lotum, 21-16 og 21-19. Magnus Sahlberg frá Svíþjóð vann í einliðaleik karla á mótinu og Danirnir Christopher Bruun Jensen og Morten T. Kronborg sigruðu í tvíliðaleik karla. Í tvenndarleik voru það þau Henri Hurskainen og Emma Wengberg frá Svíþjóð sem sigruðu. Ragna Ingólfsdóttir fór með sigur af hólmi í einliðaleik á alþjóðlegu badminton- móti sem fram fór hér á landi um helgina. Ragna og Tinna Helgadóttir enduðu í öðru sæti í tvíliðaleik eftir æsispennandi úrslitaleik. Fylkir mætti TVS St. Otmar frá Sviss í síðari leik liðanna í Evrópukeppninni í handbolta í gær. Fylkir þurfti að bíta í það súra epli að tapa leiknum í gær með einungis einu marki, 29-30. Fylkir tapaði einnig fyrri leiknum með sömu markatölu og er því úr leik í Evrópukeppninni að þessu sinni. Sigurður Sveinsson, þjálfari Fylkis, sagði eftir fyrri leikinn að hans menn ættu að vinna þetta lið en því miður gekk það ekki upp. Því miður náðist ekki í Sigurð Sveinsson eftir leikinn í gær. Fylkismenn eru úr leik Evrópukeppnin í handb.: Martin Jol, fram- kvæmdastjóri Tottenham, hefur látið hafa það eftir sér að hann muni ekki bjóða í David Beck- ham. Fréttir herma að bandaríska knattspyrnudeildin vilji fá Beckham en samkvæmt sömu heimildum er Beckham tilbúinn til að taka á sig mikla launalækk- un til að fara til Manchester United næsta sumar. „Ég ber mikla virðingu fyrir David Beckham en ég hef aldrei sagt að ég vilji kaupa hann. Við erum vel mannaðir. Við erum með Aaron Lennon í stöðu hægri kantmanns,“ sagði Jol. Tottenham hefur farið illa af stað í deildinni og í gær tapaði liðið fyrir Reading á útivelli, 3-1. Mun ekki bjóða í Beckham Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, segir að Andrei Shevchenko vilji snúa aftur til ítalska liðsins. Shevchenko var keyptur til Chelsea í sumar fyrir metfé og hefur ekki náð sér almennilega á strik á Englandi. „Ég talaði við Shevchenko nýlega. Hann hringdi í mig og það var mjög gaman. Ég var með öðru fólki og það fóru allir að biðja hann að koma aftur. Hann svaraði því til að hann myndi vilja það mjög mikið,“ sagði Berlusconi en Shevchenko hefur skorað fimm mörk í fimmtán leikjum fyrir Chelsea hingað til. Shevchenko vill koma aftur Karlalið Hauka varð sér til skammar með frammistöðu sinni gegn franska liðinu Paris Handball í gær. Liðið sýndi átakan- lega andlausan og lélegan leik gegn Frökkunum og töpuðu með tíu marka mun, 19-29. Síðari hálf- leikur var glæpsamlega lélegur og leikmenn Hauka hefðu með réttu átt að standa fyrir utan húsið eftir leik og endurgreiða þeim fáu sem greiddu fyrir að horfa upp á þessa hörmung. Þeir skoruðu „heil“ níu mörk í síðari hálfleik. Það var vitað fyrir leikinn að það yrði á brattann að sækja fyrir Hauka en þeir töpuðu fyrri leikn- um ytra með tíu mörkum og þess utan hefur liðið lítið sem ekkert getað í vetur og því vart við því að búast að liðið springi út í gær. Haukastrákarnir byrjuðu leik- inn ágætlega, skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins en lítið meir en það. Smám saman tóku Frakkarnir völdin og þeir voru ekki í vandræð- um með finna glufur á arfaslakri vörn Hauka þótt flest allt sem þeir gerðu væru einstaklingsframtök. Fyrir aftan varnarlínuna vörðu markverðirnir síðan ekki skot og verður að segjast eins og er að örg mörk Frakkanna voru ódýr og þurftu Frakkarnir lítið að hafa fyrir þeim. Sóknarleikurinn var ágætur til að byrja með en það fjaraði fljótt undan honum, leikmenn misstu agann, fóru að taka illa ígrunduð skot og fengu oftar en ekki á sig ódýr mörk í kjölfarið. Ballið var endanlega búið í hálfleik þegar Frakkarnir leiddu með fimm mörkum, 10-15, og fimmtán mörk- um samtals. Það var hrein pína að horfa á síðari hálfleik. Haukamenn höfðu algjörlega lagt niður vopnin en Frakkarnir höfðu örlítið meiri vilja til að spila. Leikurinn breytt- ist í skrípaleik þar sem áhorfend- ur töldu niður mínúturnar fram að leikslokum. Þegar upp var staðið vann Paris tíu marka sigur, 19-29, og komst því áfram með 20 mörk- um samtals. Ömurleg frammistaða hjá Haukum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.