Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 2

Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 2
Germar Rudolf, rúmlega fertugur Þjóðverji, hefur verið framseldur frá Bandaríkjunum til Þýskalands þar sem hann hefur verið dreginn fyrir dóm, ákærður fyrir að afneita helförinni. Rudolf á yfir höfði sér fimm ára fangelsi verði hann fundinn sekur, en hann hefur meðal annars fullyrt að þýskir nasistar hafi ekki drepið neina gyðinga í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Rudolf hlaut 14 mánaða fangelsisdóm í Þýskalandi árið 1995, flúði til Bandaríkjanna og sótti þar um pólitískt hæli, en var synjað. Á yfir höfði sér fimm ára dóm Áætlað er að snjóflóðavarnir við Bolungarvík kosti um 750 milljónir króna og taka muni tvö til þrjú ár að reisa þær. Þetta kom fram á kynningar- fundi umhverfis- ráðuneytisins sem haldinn var á Bolungarvík í síðustu viku. Samkvæmt áhættumati sem kynnt var fyrir fjórum árum er verulegur hluti Bolungarvíkur á snjóflóðahættusvæði. Til þess að tryggja öryggi íbúa bæjarins eins og kostur er hafa verið gerðar tillögur um varnaraðgerðir sem felast í um 700 metra löngum þvergarði og átta keilum ofar í fjallinu. Varnargarðurinn verður 18 til 22 metra hár. Kostnaður við snjóflóðavarnir 750 milljónir Vörubíll valt á hliðina í Lágmúlanum í Reykjavík í gær. Vörubíllinn var að hífa gifsplötur við verslun Bræðranna Ormsson skömmu fyrir hádegi þegar ein af undirstöðum hans gaf sig og hann valt. Hvorki bílstjóra né vegfarendur sakaði, að því er fram kom á Vísi. Vörubílar með krönum voru notaðir til að hífa bílinn aftur á hjólin og tók um hálfan annan klukkutíma að rétta hann við. Bíll- inn var mikið skemmdur eftir veltuna en var þó hægt að aka honum burt. Bílveltan varð á háannatíma í umferðinni. Undirstaða vörubíls gaf sig „Stór hluti af lausninni á Íraksvandanum liggur ekki innan landamæra Íraks heldur utan þeirra,“ sagði Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, í ræðu um utanríkismál sem hann flutti á mánudagskvöld. Hann kynnti síðan metnaðarfull áform stjórnar sinnar varðandi Mið-Austurlönd, en tók jafnframt fram að það væri misskilningur að þau áform snerust um að fá ráðamenn í Íran og Sýrlandi til þess að taka upp breytta stefnu. „Þvert á móti, við ættum að byrja á Ísrael/Palestínu. Það er kjarninn. Síðan ættum við að ná framförum í Líbanon,“ og þannig koll af kolli. „Það sem er að gerast í Mið- Austurlöndum núna er ekki flókið. Það er einfalt,“ sagði Blair og fór síðan að tala um Íran, sagðist skilja vel að Íranar séu í raun og sann dauðhræddir við Bandaríkin, en sá ótti sé með öllu ástæðulaus. Bandaríkin ætli sér ekkert að ráðast með hervaldi á Íran. Vandinn sem stafi af Írönum sé hins vegar sá að þeir „nota þrýstipunkta í þessum heimshluta til að leggja stein í götu okkar. Þeir hjálpa öfgafyllstu öflunum í Hamas í Palestínu, Hezbollah í Líb- anon og sjía-herflokkum í Írak“. Bretar verði því að vinna með Bandaríkjamönnum og öðrum Vest- urlöndum að því að létta þrýstingn- um af þessum stöðum, hverjum á fætur öðrum. Það sé eina leiðin og það muni taka langan tíma að fara þá leið, heila kynslóð. Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS SUBARU LEGACY GL Nýskr. 05.05 - Sjálfsskiptur - Ekinn 26þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 2.180 .000. - Göngubrúin frá Sogavegi yfir í Skeifuna er ófær eða illa fær fötluðum á rafskutl- um, fólki í hjólastólum og fólki með barnavagna og kerrur. Þegar komið er upp á brúna þurfa veg- farendur að komast upp snarbratt- ar tröppur. Halla Arnardóttir býr í Smá- íbúðahverfinu, nánast við hlið Hagkaupa í Skeifunni. Hún á stundum erindi í Hagkaup og aðrar verslanir í Skeifunni og þarf að komast yfir brúna með barna- vagn. Hún segir tröppurnar algjör- ar „skaðræðiströppur“. „Ef ég er með barnavagninn þarf ég að taka á mig krók og labba upp á Grensásveg því ég kemst ekki upp tröppurnar með hann,“ segir hún. Halla hefur rætt um tröppurn- ar við aðra vegfarendur sem vilja nota brúna, gamalt fólk með innkaupakerrur, fólk í hjólastól- um og á rafskutlum og dagmæður með kerrur og vagna. Allt er þetta fólk sammála um að það kemst illa eða ekki um tröppurn- ar. Ramparnir dugi ekki nógu vel. „Ef fólk er með barnavagn á leið niður tröppurnar þarf þrjá til, einn heldur á barninu og tveir halda á vagninum niður,“ segir Halla. Ólafur Stefánsson, deildar- stjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að þetta hafi verið skoðað en ekki fundist ásættanleg lausn. Ramparnir að brúnni hafi verið látnir duga. Það lengi leiðina að brúnni en eigi að teljast fullnægj- andi fyrir fatlaða. Skaðræðiströppur á brúnni Ýmsu var ábóta- vant við lögreglurannsókn á óhappi sem varð við Hótel Nordi- ca á Suðurlandsbraut í lok ágúst að sögn Þrastar Heiðars Þráins- sonar, 34 ára Skagamanns. Þá keyrði svartur BMW Þröst niður fyrir utan KB banka og Hótel Nordica við Suðurlands- braut. Ökumaður stakk af vett- vangi. Um tuttugu mínútum síðar var tekin lögregluskýrsla af Þresti á slysadeild Landspítal- ans, en Þröstur var þá með heila- hristing og slæm beinbrot og láð- ist að geta þess að keyrt hefði verið á sig. Daginn eftir slysið ræddi lög- reglumaður við Þröst í síma og segist þá hafa athugað með myndavélar á Hótel Nordica, en þær hafi engu náð. Þröst- ur biður hann þá að athuga myndavélar KB banka, sem eru talsvert nær slys- stað en hinar. Lögreglumaður hafi tekið dræmlega í beiðnina. Þær upplýsingar fengust í bankanum að lögreglan hefði ekki haft samband til að spyrja um upptökurnar, hvorki í útibú- inu né í tölvudeild, fyrr en 2. okt- óber, rúmum mánuði eftir slysið, en þá var búið að taka yfir upp- tökurnar. Lögreglan hefur stað- fest þetta. Þröstur segir að tveim- ur vikum síðar hafi annar lögreglumaður viðurkennt í sím- tali að lögreglan hafi gert „tækni- leg mistök“ við rannsókn slyss- ins. Þröstur segir það ótrúlegt sinnuleysi hjá lögreglu að hafa ekki kannað upptökurnar meðan þær voru til. Að lögreglan hafi trassað að rannsaka eina mögu- lega sönnunargagnið í máli sínu, þrátt fyrir að hann hafi beðið sér- staklega um að það yrði gert. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík fékk rannsókn málsins eðlilega meðferð. „Því miður reyndust upptökur ekki tiltækar þegar eftir þeim var leitað, en ég held að menn hafi reynt að bregð- ast við eftir bestu getu,“ segir Ómar Smári Ármannsson, yfir- lögregluþjónn í Reykjavík. Þröstur hefur verið óvinnufær síðan hann slasaðist, en hann tví- viðbeinsbrotnaði, sleit liðband og skekkti hryggjarliði og herðablað í slysinu og þurfti að græða í öxl hans stálplötu. Hann var ótryggð- ur. Þröstur leitar enn vitna og biður þau að gefa sig fram við lögreglu. Slysið varð klukkan 19.31 og bíllinn var af eldri gerð- inni með vindbrjót (spoiler) á skottinu. Ökumaður á svört- um BMW stakk af Maður á reiðhjóli var keyrður niður hjá KB banka við Suðurlandsbraut í lok sumars. Hann sakar lögregluna um sinnuleysi sem hafi valdið því að öryggis- myndavélar bankans voru ekki skoðaðar. Er óvinnufær og fær engar bætur. Lögreglan í Hafnarfirði vinnur að rannsókn á tildrögum banaslyss sem varð á Reykjanesbraut er bifreið var ekið á steyptan klossa. Pólverji á þrítugsaldri lést í slysinu en tveir félagar hans sluppu með minni háttar meiðsl. Þeir hafa verið úrskurðaðir í farbann og hafa stöðu sakborn- ings, meðal annars vegna rannsóknar á mögulegu mann- drápi af gáleysi. Að sögn Kristjáns Ó. Guðna- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns miðar rannsókn málsins meðal annars að því að upplýsa hver ók bifreiðinni þegar slysið varð. Tildrög slyssins rannsökuð Er verið að féfletta okkur, Runólfur?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.