Fréttablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 6
 Einhverjar vonir eru bundnar við það að Íraksnefndin, sem George W. Bush Bandaríkja- forseti átti fund með á mánudag- inn, skili af sér niðurstöðum sem gætu auðveldað Bush forseta og þingmeirihluta demókrata að ná sáttum um breytta stefnu gagn- vart Írak. Nefndin ræddi einnig í gær við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem nú vill koma í framkvæmd „heildrænni stefnu“ gagnvart Mið-Austurlöndum þar sem athyglinni er ekki eingöngu beint að Írak. Íraksnefndin hefur frá því síð- astliðið vor unnið að því að safna saman upplýsingum um Íraks- stríðið, kanna hvað hefur farið úrskeiðis og leita lausna á vand- ræðunum. Ljóst er þó að nefndin mun ekki birta niðurstöður sínar fyrr en í fyrsta lagi seint í þess- um mánuði, og hugsanlega aldrei. Bush forseti hafnaði á mánu- daginn hugmyndum demókrata um að byrjað verði að kalla banda- ríska herinn heim frá Írak innan hálfs árs. Bush hafði í sumar hafnað sambærilegum tillögum frá demókrötum. Alveg fram að þingkosningun- um í síðustu viku talaði Bush um mikilvægi þess að Bandaríkja- menn þrauki þar til sigur vinnst í Írak, en demókratar hafa lagt áherslu á að bandaríski herinn sé kominn í þvílíkar ógöngur í Írak að það verði að kalla hann heim sem fyrst. Tveir menn veita nefndinni forystu, þeir James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem er repúblikani, og Lee Ham- ilton, fyrrverandi þingmaður, sem er demókrati. Íraksnefndin er skipuð jafnt demókrötum sem repúblikönum, og Robert Gates, verðandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, átti sæti í nefndinni allt þar til í síð- ustu viku. Auk demókrata hafa einnig sumir repúblikanar á þinginu þrýst verulega á forsetann um að breyta um stefnu í Írak. Bush forseti sagði hins vegar ekki margt þegar hann kom af fundi sínum með Íraksnefndinni á mánudaginn. Hann sagðist hafa átt „góðar viðræður“ með nefnd- inni og að hann hlakki til að sjá „áhugaverðar hugmyndir“. James A. Baker, annar tveggja formanna nefndarinnar, hefur talað opinskátt um að hann telji að Bandaríkin verði að fá bæði Írana og Sýrlendinga til liðs við sig til þess að draga úr átökum innan Íraks. Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, tók í sama streng í ræðu sinni um utanríkismál á mánudaginn. Bush hefur hins vegar ekkert gefið út á þessar hugmyndir, og ekkert viljað gefa til kynna um hugsanlega stefnubreytingu í Írak, að öðru leyti en því að hann fékk Gates til þess að verða næsti utanríkisráðherra í staðinn fyrir Donald Rumsfeld. Bush hefur hins vegar jafnan lagt áherslu á að Bandaríkjamenn verði að undirbúa Íraka til þess að taka sjálfir við öryggismálum í eigin landi. Bush lætur ekkert uppi um Íraksmálið Íraksnefndin hefur síðustu daga átt fundi með George W. Bush Bandríkjafor- seta, Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og fleiri ráðamönnum. Bush segist hlakka til að sjá „áhugaverðar hugmyndir“ frá Íraksnefndinni. Til að koma í veg fyrir myndun félagslega einsleitra borgarhverfa á Reykjavíkurborg að tryggja að hlutfall leiguíbúða á nýbyggingarsvæðum verði minnst 20 prósent og hlutfall félagslegra íbúða ekki hærra en 10 prósent. Borgin á að auka íslenskukennslu í grunnskólum og hvetja innflytj- endur til að sækja um störf hjá borginni. Einnig á að reka annað Alþjóðahús í austurhluta borgar- innar. Þessar tillögur úr nýrri fram- kvæmdaáætlun í málefnum inn- flytjenda kynntu Samfylking og Vinstri græn á blaðamannafundi í gær. Framkvæmdaáætlunin hefur verið í vinnslu síðan í sept- ember en þriðji flokkurinn í minnihlutanum, Frjálslyndi flokkurinn, tók ekki þátt í gerð hennar. Þau Dagur B. Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir sátu fyrir svörum eftir fundinn. Spurður um fjarveru Frjálslyndra svaraði Dagur að gert hefði verið ráð fyrir þátttöku þeirra en flokkur- inn hefði ekki haft tíma til að taka þátt í starfinu. Svandís áréttaði að framkvæmdaáætlunin væri í beinu framhaldi af vinnu fyrr- verandi meirihlutans og að tíma- setning fundarins væri því ekki bein viðbrögð við umræðu síð- ustu daga. Þau sögðust bæði vænta góðra viðbragða frá Frjálslyndum á fimmtudag þegar áætlunin verð- ur lögð fyrir borgarráð. Frjálslyndir tóku ekki þátt Skipstjóri flutningaskipsins Wilke, sem er 3.000 tonna og 91 metra langt skip skráð í Gíbraltar, íhugaði að yfirgefa skip sitt ásamt átta manna áhöfn aðfaranótt þriðjudags þegar skipið lenti í vandræðum vegna veðurs og sjólags djúpt suðaust- ur af landinu. Skipstjórinn hafði samband við Landhelgisgæsluna um klukkan þrjú um nóttina og tilkynnti að aðalvél skipsins væri að drepa á sér. Tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar var þegar flogið austur á Höfn í Hornafirði og nærstöddum skipum gert viðvart. Um morguninn var ljóst að mesta hættan var liðin hjá. Áhöfn Fokker-flugvélar Landhelgisgæslunnar var einnig sett í viðbragðsstöðu í Reykjavík til að geta fylgt þyrlunum ef á þyrfti að halda. Varðskip var sent áleiðis sem og færeyska varðskipið Brimill sem var innan færeyskrar efnahagslögsögu en samstarf var haft við björgunarmiðstöðina í Þórshöfn í Færeyjum vegna aðgerðanna. Haft var reglulega samband við skipið fram yfir hádegi í gær og fylgst með ástandinu um borð. Þegar ljóst þótti að skipið væri úr hættu var viðbúnaðarástandi létt og þyrlunum tveimur sem biðu á Hornafirði snúið til Reykjavíkur. Skipstjóri Wilke áætlaði að koma upp undir suðausturströnd Íslands á miðnætti og ætlaði að halda þaðan norður með austurströndinni áleiðis til Reyðarfjarðar. Ert þú skráð(ur) hjá heimilis- lækni? Finnur þú til þunglyndis í skammdeginu? Lögreglan í Reykja- vík lýsir eftir Ívari Smára Guð- mundssyni sem strauk frá fanga- flutningsmönnum við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Ívar afplánar 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála og er talinn geta verið varasamur. Ívar er 26 ára gamall og 180 sentimetrar á hæð. Þeir sem geta gefið upplýsing- ar um ferðir Ívars eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000. Lögregla leitar að strokufanga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.