Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 10

Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 10
Réttu hjálparhönd Félagsþjónusta Kópavogs óskar eftir að ráða fólk í heimaþjónustu. Fjölbreytt og gefandi starf með sveigjanlegum vinnutíma. Heilsdags- og hlutastörf. Kynntu þér kjörin, þau koma á óvart! Nánari upplýsingar veita þjónustustjórar heimaþjónustunnar í síma 570 1400. www.kopavogur.is Meginmarkmið Félagsþjónustu Kópavogs er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi Kópavogsbúa á öllum aldri svo þeir fái tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu. Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: AFSLÁTTUR 35% 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra undirrituðu í gær, ásamt fulltrúum Samtaka kvikmynda- gerðarmanna, samkomulag til næstu fjögurra ára um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar. Samkomulagið felur í sér að stuðn- ingur við kvikmyndagerð á Íslandi eykst úr 372 milljónum á yfir- standandi ári í 700 milljónir árið 2010. Í samkomulaginu segir að stefnt skuli að því að árlega verði gerðar ekki færri en fjórar leikn- ar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd og að hlutfall framleiðslu- styrks úr Kvikmyndasjóði af kostnaðaráætlun sé 50 prósent í stað 40 prósenta eins og nú er. Sér- staka áherslu á að leggja á gerð barna- og fjölskyldumynda og stuðningi við stuttmynda- og heim- ildamyndagerð verður haldið áfram. Í samkomulaginu verður lögð áhersla á öflugan Sjónvarpssjóð sem ætlað er að efla framleiðslu á íslenskum þáttaröðum fyrir sjón- varp og gert er ráð fyrir að í lok samningstímans verði 125 millj- ónum varið til slíkra verkefna. Þorgerður Katrín var hæst- ánægð eftir að samkomulagið var undirritað og lýsti því yfir að dag- urinn markaði tímamót í íslenskri kvikmyndagerð. „Framtíðin er björt og við erum að taka stór skref fram á við. Við erum að varða veginn svo menningin okkar skili sér betur til komandi kyn- slóða. Kvikmyndir, sjónvarps- þættir og ekki síst heimildamynd- ir stuðla að því að við eflum okkar þekkingu og fáum að njóta þess að horfa á góðar íslenskar myndir.“ Þorgerður leggur einnig áherslu á að þekkingariðnaðurinn sem teng- ist kvikmyndagerð eflist við þenn- an samning. Baltasar Kormákur hafði orð fyrir fulltrúum kvikmyndagerðar- manna við undirritun samningsins sem hann sagði tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar. Kvikmyndaráð sendi í gær frá sér ályktun þar sem samkomulaginu var fagnað. Þar segir að greininni sé tryggt fjármagn og henni gert kleift að styrkja innviði sína og stuðla að áframhaldandi þróun innlendrar kvikmyndagerðar. Bylting í gerð kvikmynda Íslensk kvikmyndagerð verður efld með nýju sam- komulagi stjórnvalda og kvikmyndagerðarmanna. Áhersla verður á efni fyrir börn og unglinga. Rudolp Holton var á mánudag dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Tampa á Flórída fyrir að kyrkja eiginkonu sína. Holton var fangi á dauðadeild en var látinn laus árið 2003 eftir að vitni í máli hans viðurkenndu að hafa logið í réttarhöldum yfir honum árið 1986. Hann var talinn hafa myrt hina sautján ára gömlu Katrina Graddy. Við DNA-rannsókn kom í ljós að hár sem fannst á líkama stúlkunnar var ekki úr Holton. Frá því að Holton var látinn laus hefur hann ítrekað komist í kast við lögin, meðal annars fyrir að berja konuna sína með golfkylfu. Tuttugu ára dóm- ur vegna morðs Áætlað er að opna nýtt og stærra flugsafn á Akureyri næsta sumar. Flugsafn Íslands áformar að byggja 2.178 fm safnhús undir starfsemi sína og er áætlaður byggingakostnaður 150 milljónir króna. Svanbjörn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugsafnsins, segir núverandi húsnæði safnsins við Akureyrarflugvöll ekki rúma alla þá muni sem Flugsafnið eigi og því hafi verið orðið tímabært að byggja stærra húsnæði. „Safnið hefur verið mjög vinsælt og það sem af er þessu ári hafa um 5.000 manns heimsótt safnið og er stór hluti gestanna erlendir ferðamenn.“ Akureyrarbær styrkir framkvæmdina með framlagi sem nemur um þriðjungi áætlaðs kostnaðar. Þá mun menntamála- ráðuneytið veita styrk til verkefn- isins að upphæð 37 milljónum króna. Flugsafn Íslands samanstendur af flugvélum og flugvélahlutum og að þar má sjá flugsögu Íslands í myndum og texta. „Safnið spannar alla flugsögu Íslands sem hófst árið 1919 þegar fyrsta íslenska flugvélin hóf sig til flugs en einnig verða á safninu sérsýn- ingar um íslenska flugkappa. Þá stendur flugsafnið fyrir flughelgi einu sinni á ári.“ Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti í gær frumvarp til laga um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmynda- gerðar á Íslandi. Eldri lög um endurgreiðslu falla úr gildi um áramót en með frumvarpinu er lagt til að þau verði framlengd um fimm ár. Ráðherra leggur jafn- framt til að endurgreiðsluhlutfall verði hækkað úr 12 prósentum í 14 prósent. Frá árinu 2001 hafa rúmlega 600 milljónir verið endurgreiddar vegna 33 verkefna erlendra kvikmyndagerðarmanna hér á landi. Verðmæt land- kynning styrkt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.