Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 11

Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 11
 Búddistafélagið á Íslandi hélt hátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. Taílensk kona, Was- ana Maria Thaisomboon, vildi leggja sitt af mörkum og hafði handgert flögg og barmmerki handa börnunum og vildi kynna taílensk-íslensk vinasamtök sem hún vill stofna og orðabók sem hún hefur unnið. Hátíðin um helgina er haldin einu sinni á ári, á fullu tungli í nóvember. Kjartan Borg, ræðis- maður Taílands, segir að hátíðin sé þakkargjörð til vatnsins. Þetta sé fjölskylduhátíð sem nú hafi verið haldin í annað sinn í Ráðhús- inu. Maria mætti í Ráðhúsið dag- inn fyrir hátíðina, talaði fyrst við ræðismanninn og svo búddamunk- inn og fékk leyfi til þess að gefa það sem hún hafði búið til. Maria stillti upp dótinu sínu en þegar hún mætti til hátíðarinnar daginn eftir hafði það verið tekið niður og sett til hliðar. Þegar hún óskaði eftir skýringum fékk hún litlar sem engar skýringar, aðeins sagt að þetta væri „pólitík“ og að hún væri ekki búddatrúar. Maria er bæði sár og reið og telur að sér og gestum sínum hafi verið sýnd lítilsvirðing. Hún telur hugsanlegt að ástæðuna megi rekja til viðtals í DV um helgina. Þar kemur fram að hún hafi orðið fyrir misnotkun af hálfu tann- læknis fyrir tveimur árum. Pramaha Prasit, forstöðumað- ur Búddistafélagsins, segir að Maria hafi fengið leyfi til að kynna nýtt taílenskt-íslenskt vinafélag og hún hafi fengið sérstakt horn til þess. Hún hafi getað dreift bæklingum sínum á hátíðinni. Taílensk kona var útilokuð Bæjarstjórn Vestur- byggðar íhugar nú hvort rétt sé að auglýsa félagsheimilið Fagra- hvamm til sölu. Eigendur Hótels Látrabjargs hafa óskað eftir því að kaupa eða leigja Fagrahvamm sem mun vera afar lítið nýttur. Eftir að hafa fengið álit lögmanns og skýrslu um ástand hússins segir Ragnar Jörundsson bæjar- stjóri skynsamlegast að auglýsa félagsheimilið til sölu með kvöðum á nýja eigendur um að sinna endurgjaldslaust samfélags- legum skyldum á borð við opið hús einu sinni á ári, þorrablót og árshátíð íbúa í gamla Rauðasands- hreppi. Íhuga sölu Fagrahvamms Flest umferðaróhöpp í Reykjavík urðu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar á síðasta ári, að því er fram kemur í skýrslu Sjóvár Forvarnarhúss. Tólf einstaklingar slösuðust á þessum gatnamótum á síðasta ári í 67 tjónum sem var örlítil fækkun á tjónum frá árinu áður. Á síðustu sex árum hafa rúm 520 tjón orðið á þessum gatnamótum og rúmlega 200 einstaklingar hafa slasast. Í skýrslunni er fyrirhuguðum mislægum gatnamótum á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar fagnað. 520 tjón á síð- ustu sex árum 30 manna hópur listamanna sem kallar sig Hrafntinnuriddarana hefur kært hrafntinnubrottnám úr Hrafn- tinnuskeri sem nota á til að klæða Þjóðleikhúsið að utan. Hann krefst þess að þeim 50 tonnum sem þegar hafi verið brottnumin verði skilað aftur á sinn stað sem fyrst. Í fréttum sjónvarps í gær sagði Guðrún Gísladóttir leikkona að farið hafi verið fram á að leyfi sem Umhverfisstofnun veitti Línuhönnun til brottnámsins verði fellt úr gildi. Auk þess er krafist að fyrirhuguð vinnsla á hrafntinnunni verði stöðvuð þangað til niðurstaða fæst í kærumálið. Vilja skila hrafntinnunni Breytt skipulag mæðraverndar gerir ráð fyrir því að heilbrigðar þungaðar konur sæki mæðravernd til nærliggjandi heilsugæslustöðva en konur sem skilgreindar hafa verið með áhættuþætti sækja mæðravernd til LSH þar sem sérhæft eftirlit fer fram. Gert er ráð fyrir því að heilbrigðar konur njóti þjónustu ljósmóður og læknis á sinni heilsugæslustöð þar sem lögð er áhersla á samfellda þjónustu. Þá verður starfið á heilsu- gæslustöðvunum eflt enn frekar og mun njóta stuðnings Mið- stöðvar mæðraverndar. Þungaðar konur á heilsugæsluna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.