Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 12
Áhugamenn um ættfræði hafa
áhyggjur af áhrifum þess á ættfræðigrúsk
ef Íslendingabók verður lokað og hafa sent
bréf til Árna Mathiesen fjármálaráðherra og
Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta-
málaráðherra og mælst til þess að ríkis-
stjórn og Alþingi tryggi áframhaldandi
rekstur Íslendingabókar, annaðhvort með
beinum fjárframlögum eða með því að
styðja nokkur stöðugildi.
Fimm manns hafa starfað við Íslendinga-
bók undanfarin ár, þar af einn í tímabundnu
verkefni sem lýkur um áramót. Þremur
hefur verið sagt upp þannig að fyrirsjáan-
legt er að tveir starfi við verkefnið á næsta
ári. Friðrik Skúlason, framkvæmdastjóri
Friðriks Skúlasonar ehf., segir að forgangs-
verkefni verði að halda gagnagrunni
Íslenskrar erfðagreiningar í lagi.
Þjónusta við Vestur-Íslendinga hefur
verið felld niður og sömuleiðis hefur verið
dregið úr símaþjónustu. „Það er ljóst að
þetta hefur í för með sér einhverjar breyt-
ingar en við munum reyna að halda þessu
opnu eins og fjárhagur leyfir. Það er hægt
að sinna því nauðsynlegasta, uppfæra
nýfædda og nýlátna en þjónustan mun
auðvitað minnka,“ segir Friðrik.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra er búin að fá erindi út af
þessu máli en vill ekki ræða málið í bili.
Vilja tryggja rekstur Íslendingabókar
Suður-Afríka
er fyrsta ríkið í Afríku sem lög-
leiðir borgaraleg hjónabönd sam-
kynhneigðra. Þær Bathini Dam-
uza og Lindiwe Radebe, sem hafa
verið trúlofaðar í eitt ár, ætla sér
að verða fyrsta samkynhneigða
parið sem nýtir sér þessa heimild.
„Ég get ekki beðið,“ segir
Radabe, sem er 25 ára. „Það er
mikilvægt fyrir okkur að fá þessa
viðurkenningu.“
Þjóðþing Suður-Afríku sam-
þykkti á þriðjudaginn að samkyn-
hneigðir gætu gengið í borgara-
legt hjónaband, og byggði þar á
ákvæði í stjórnarskrá landsins
frá 1996 þar sem bannað er að
mismuna fólki á grundvelli kyn-
hneigðar.
Samkynhneigð-
ir mega giftast
Yaacoub Sarraf,
umhverfisráðherra í ríkisstjórn
Líbanons, sagði sig úr stjórninni á
mánudaginn. Sarraf er kristinnar
trúar en á laugardaginn sögðu
fimm sjía-múslímar sig úr
stjórninni vegna þess að þeir vilja
að mynduð verði ný þjóðstjórn
þar sem sjíar
fengju meira
vægi.
„Ég get ekki
séð sjálfan mig
tilheyra neinu
stjórnvaldi þar
sem heill
trúflokkur er
fjarverandi,“
sagði Sarraf.
Fjórðungur ríkisstjórnarinnar
hefur nú sagt sig úr stjórninni,
sem skipuð var 24 ráðherrum.
Afsagnirnar gera það að
verkum að stjórnin á erfitt með
að sitja öllu lengur.
Afsögn enn
eins ráðherrans
Flugfélag Íslands flýgur yfir
100 ferðir í viku til áfangastaða
sinna. Þið njótið þess að lesa
dagblöðin, fá ykkur kaffi og
súkkulaði og áður en þið vitið
af eruð þið komin á áfangastað.
Ferðin tekur enga stund.
Taktu flugið.
Pantaðu í síma 570 3030
eða á www.flugfelag.is
TÍMINN FLÝGUR flugfelag.is
Egilsstaðir 6.990
Ísafjörður 5.990
Akureyri 5.990
Vestm.eyj. 4.490
AKUREYRI
FRÁ
verð frá:
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
3
49
73
1
1/
06
Taktu bílinn með
þegar framvísað er brottfararspjaldi
frá Flugfélagi Íslands.
Innifalið:
100 km og
kaskó.
Bílaleigubíll
í heilan
sólarhring
frá2.499kr.