Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 22

Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 22
greinar@frettabladid.is R íkisstjórnin hefur gengið fram af of mikilli hörku gagnvart landeigendum víða um land í þeirri viðleitni að skilgreina allt land, sem stjórnvöld telja að eng- inn geti gert tilkall til, sem ríkiseign. Hugsanlega var hægt að færa gild rök fyrir því árið 1998, þegar lögin um þjóðlendur voru samþykkt á Alþingi, að nauðsynlegt væri að eyða óvissu um mörk eignarlanda. Það réttlætir samt ekki yfirgang fjármálaráðuneytisins gagnvart fólki í dreifðari byggðum landsins síðan. Á föstudag birti fjármálaráðherra í Lögbirtingablaðinu kröf- ur sínar, fyrir hönd íslenska ríkisins, um þjóðlendur á austan- verðu Norðurlandi. Er það sjötta landsvæðið sem ráðherra gerir kröfur í fyrir óbyggðanefnd. Ólafur Björnsson, lögmaður nokkurra landeigenda, hefur sagt að nánast ekkert eignarland verði eftir í Suður-Þingeyjar- sýslu nema láglendissvæði næst bæjarhúsum gangi þessar kröf- ur eftir. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagði í fréttum Útvarpsins í fyrradag að í útlöndum færu menn í stríð til að vinna lönd. Á Íslandi úrskurðaði ríkið landið bara þjóðlendur. Fólkið fyrir norðan er ekki það eina sem hefur þurft að berj- ast gegn þessum yfirgangi ríkisvaldsins. Bændur í uppsveitum Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og austur að Hornafirði kostuðu miklu til að verjast áganginum. Og fleiri bíða átekta á Norður- og Vesturlandi. Fjármálaráðuneytið hefur jafnvel gert kröfur í jarðir sem bændur hafa talið eign sína samkvæmt þinglýstum landamerkja- bréfum. Slík landamerki eiga rætur að rekja allt til ársins 1890 þegar farið var um landið og landamerki skilgreind svo að land- búnaður gæti risið upp sem sjálfstæð atvinnugrein. Af þessum jörðum hafa jafnvel verið greiddir skattar og gjöld í ríkissjóð í áratugi. Samt hefur jarðeigendum verið gert skylt að leggja fram gögn allt frá landnámi til að sanna eignarhald sitt. Því er fagnaðarefni að þeir ætli að leita réttar síns fyrir Mannréttinda- dómstóli Evrópu á þeirri forsendu að jafnræðis og meðalhófs hafi ekki verið gætt við meðferð málsins. Sérfræðingar þjóðlendunefndar fjármálaráðuneytisins halda því reyndar fram að þeim beri skylda til að setja fram ítrustu kröfur og aldrei megi gefa eftir ríkisland samkvæmt lögum. En er ekki hægt að fara fram af hógværð? Er ekki nauðsynlegt fyrir kjörna fulltrúa fólksins að marka hér skýrari pólitíska stefnu í stað þess að láta hagsmunakarla kerfisins ákveða hversu hart skuli gengið fram? Það væri að minnsta kosti í anda stefnu núverandi ríkisstjórnar. Óheft ríkisvæðing lands er það ekki. Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði og fulltrúi í auðlinda- nefnd ríkisstjórnarinnar, hefur lýst þeirri hugmynd sinni að stofna hlutafélög um það sem kallað er þjóðlendur og afhenda öllum Íslendingum hlutabréf. Séreignarétturinn væri forsenda verulegs hagvaxtar, sem byggðist meðal annars á uppsöfnun fjármagns og sérhæfingu. Reynslan sýndi að land í ríkiseign væri mjög illa nýtt. Vafalaust er ekki vilji til að ganga eins langt og Ragnar lýsir. Hins vegar þurfa stjórnvöld að gæta hófs þegar eignarlönd eru afmörkuð og ríkisland skilgreint. Óþarfi er að ganga fram af of mikilli hörku gagnvart landeigendum. Þörf á hógværð Þegar kosningar nálgast fyllast allir stjórnmálamenn umhyggju fyrir öldruðum. Fögur orð eru látin falla um það, hvernig þeir, sem nú eru að þokast út af vinnumarkaði, eða sestir í helgan stein, hafi byggt upp það ríkidæmi, sem skilað hefir íslensku þjóðinni í röð auðugustu þjóða heims á hvaða mælikvarða sem mælt er. Því eigi þeir það skilið að þeir sem halda um sameiginlega pyngju þjóðarinnar, hagi forgangs- röð fjárveitinga þannig að öldruð- um sé búin aðstaða til að eiga fagurt og friðsælt ævikvöld. En þegar til kastanna kemur verður annað uppi á teningnum. Þingmenn hafa nær umræðulaust tekið sjálfa sig út fyrir sviga og búið sér til lífeyriskerfi, sem er langt handan þess reynsluheims, sem almennir borgarar þjóðfélags- ins þekkja og verða að sætta sig við. Þeir þurfa ekkert að leggja til þess, en fá greitt án nokkurra skerðinga og takmarkana, geta í sumum tilfellum hafið lífeyristöku meðan þeir eru í fullu fjöri og gegna fullum störfum á vegum vinnuveitanda síns ríkisins. Þegar til Almannatrygginga var stofnað var það á þeim grundvelli að menn væru með sérstökum greiðslum að skapa sér rétt til lágmarkslauna í ellinni. Í samning- um við atvinnurekendur og ríkisvald féllust svo launþegar á þá tilhögun árið 1968 að 10% launa yrðu lögð fyrir í sérstaka sjóði, lífeyrissjóði, sem kæmu sem viðbót við ellilífeyri almannatrygg- inga, svo og örorkulífeyri til þeirra, sem yrðu fyrir áföllum og heilsutjóni á lífsleiðinni. Grundvallarhugmynd almanna- trygginga var því sú, að menn sköpuðu sér á lífsleiðinni einstakl- ingsbundinn rétt til lífeyris eftir að þeir væru horfnir út af vinnumark- aði; í almannatryggingunum jafnan rétt án tillits til mismunandi tekna, en í lífeyrissjóðunum rétt í samsvörun við það sem greitt hafði verið inn. Illu heilli var horfið frá þessu prinsippi á síðasta áratug síðustu aldar, á þeim forsendum að þeir betur stæðu hefðu ekkert með þetta fé að gera. Nær væri að gera betur við þá allra verst stæðu með því að skerða, eða afnema, bætur til þeirra sem betur hefði farnast, og verja því fé sem þannig sparaðist til að bæta kjör þeirra, sem ekkert annað hefðu fyrir sig að leggja. Með þessu var horfið frá réttarkerfi yfir í ölmusukerfi. Eins og sveitarlimirnir í gamla daga þurfa nú lífeyrisþegar að sanna vesöld sína fyrir yfirvöldum almannatrygginga til þess að fá bætur. Og ekki nóg með það. Ef maki þeirra er í fullu fjöri og á þokkalegum launum, fellur rétturinn niður, sem þeir áttu að hafa skapað sér í almannatrygging- um. Ennfremur er nú litið á bætur almannatrygginga og greiðslur úr eigin lífeyrissjóðum sem samtölu. Hækki önnur, minnkar hin að sama skapi. Reyni ellilífeyrisþeginn að drýgja tekjur sínar með tilfallandi aukastörfum er lífeyrir hans skertur að sama skapi. Eina úrræðið, sem er opið fyrir hann, er því að vinna svart, sem er sannar- lega freistandi þegar bæði er þá hægt að stinga í vasann þeim 40%, sem annars færu í skatta og komast hjá skerðingu lífeyris- greiðslnanna. Það má vera harður nagli og ólæknandi vinnufíkill, sem er tilbúinn að fara út á vinnumark- aðinn eftir sjötugt til þess eins að halda eftir ca. 15 krónum af hverjum 100, sem hann þénar. Yfirvöld leggja oft hart að þegnunum að spara og leggja fyrir til elliáranna. Hvar er hvatinn til þess ef sá sparnaður leiðir einungis til skerðingar á lífeyri að sama skapi? Oft virðist hægri hönd ráðamanna þjóðfélagsins ekki hafa hugmynd um hvað sú vinstri er að bauka! Ekki nóg með það. Með því að hverfa frá hinni upphaflegu grunnreglu almannatrygginga um áunninn einstaklingsbundinn rétt, yfir í ölmusukerfi, þar sem bótaþeginn verður að sanna fyrir yfirvöldum að hann sé „verðugur“ sökum fátæktar, er lagður grunnurinn að eins konar fjöl- mennri eftirlaunalögreglu, sem snuðrar í skattskýrslum fólks og bankabókum, og krefst endur- greiðslna á hverjum eyri sem til hefur fallið utan marka fátæktar- gildrunnar. Og þá er miskunnar- laust krafist endurgreiðslu á bótum frá fyrri árum. Mörgum bótaþeg- anum á eftir að bregða í brún á næstu dögum og vikum þegar hann fær endurkröfubréfin frá almanna- tryggingum, fyrir að hafa „svikið út“ greiðslur af almannafé, umfram það sem stjórnarherrarnir telja hverjum nægja til að skrimta. Oft hefur komið til tals á undanförnum árum að bótaþegar almannatrygginga verði að stíga skrefið til fulls til varnar og sóknar fyrir sína hagsmuni með því að bjóða sjálfstætt fram til þings og eignast þannig sína rödd eða raddir inn á því markaðstorgi sérhags- munanna sem alþingi er orðið. Ég fæ ekki betur séð en að sú stund sé upp runnin, að þeir kanni þennan möguleika í fyllstu alvöru og verði til þess reiðubúnir strax á vori komanda. Fagurgali og framkvæmdir Hreinsum til Samfylkingin hefur nú lokið prófkjörum í öllum kjördæmum. Talsverð endurnýj- un hefur orðið á framboðslistum, nýtt og öflugt fólk kemur til liðs við okkur í Suður- kjördæmi, Suðvestur- og Reykjavíkurkjör- dæmum og konur eru í baráttusætum í fjór- um kjördæmum af fimm, þótt vissulega hefði hlutur þeirra mátt vera meiri. Mikil umræða hefur verið í Samfylkingunni um nauðsyn þess að koma böndum á þann mikla auglýs- ingakostnað sem fylgt hefur prófkjörum. Mikilvæg skref voru stigin í þessa átt í prófkjörum flokksins. Í öllum kjördæmum voru einhverjar takmarkanir á auglýsingakostnaði og í Norðvestur- og Suðvestur- kjördæmum var hreint bann við auglýsingum fram- bjóðenda en áhersla lögð á sameiginlega kynningu í blöðum og á framboðsfundum. Þá var mælst til þess að frambjóðendur stilltu kostnaði við prófkjörsbar- áttu sína í hóf. Frambjóðendur tóku þessum tilmæl- um vel, auglýsingabönn héldu fullkomlega þar sem þeirra naut við og áttu stóran þátt í því að halda kostn- aði innan hóflegra marka. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík nam heildarkostnaður allra frambjóðendanna fimmtán um 23 milljónum króna, eða 1,5 milljónum króna á mann að meðaltali. Allir frambjóð- endur þurfa að skila uppgjöri um kostnað sinn til kjörstjórnar og sumir hafa þegar birt sín uppgjör opinberlega. Það er eðlileg krafa að allir geri það. Samanburðurinn við Sjálfstæð- isflokkinn er sláandi. NFS flutti þá frétt 30. október að heildarkostnaður frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík væri áætlaður 80–90 milljónir króna – tæp- lega fjórfalt hærri en hjá Samfylkingunni. Í Sjálfstæðisflokknum er engin krafa um upplýs- ingagjöf, engar reglur um takmörkun á kostnaði eða auglýsingum. Þar eru peningaöflin allsráðandi og altalað er að einstakir frambjóðendur hafi eytt vel á annan tug milljóna í sína baráttu. Allir sjá hvaða hömlur slíkt setur efnilegu fólki sem vill hasla sér völl í stjórnmálum auk þess að opna fyrir óeðlileg hagsmunatengsl við fjársterka aðila í samfélaginu. Samfylkingin hefur um árabil barist fyrir gegn- sæi og upplýsingagjöf um starfsemi og fjármál stjórnmálaflokkanna, að þeir setji sér opinberar siða- reglur og opni bókhald sitt svo almenningur geti treyst því að flokkarnir þjóni aðeins fólkinu í landinu. Samfylkingin mun halda þessari baráttu áfram þang- að til búið verður að hreinsa til í stjórnmálunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. HIÐ STÓRFENGLEGA LEYNDARMÁL HEIMSINS STEINAR BRAGI EINKASPÆJARINN STEINN STEINARR OG AÐSTOÐARMAÐUR HANS MUGGUR RANNSAKA ÆSILEGT MORÐMÁL Á SKEMMTIFERÐASKIPI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.