Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 25

Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 25
Ingvar Helgason hefur byrjað jólaslaginn: 100.000 króna gjafabréf með öllum nýjum bílum. Desember er erfiður mánuður fyrir bílaumboð og bílasala og ekki bætir úr skák almennt minnkandi sala og aukin samkeppni. Bílaumboðin fara hvert sína leið í sinni markaðssetningu og hefur Ingvar Helgason riðið á vaðið í jóla- vertíðinni. Þeir bjóða nú 100.000 króna gjafabréf í Smáralind með hverjum nýjum bíl og 75.000 króna bréf með hverjum notuðum bíl. Ingvar Helgason fer með umboð fyrir Subaru, Nissan, Opel, Saab eða Isuzu. Jólaslagurinn hafinn Rússneski neminn Alexey Bykov sigraði á dögum í al- þjóðlegri hönnunarkeppni með hugmynd sinni að framtíðarbíl fyrir Audi. Bíllinn líkist meira hestvagni en framtíðarbíl en Alexey segir að það hafi verið ætlunin. Bíllinn er í grunninn tveir öxlar sem inni- halda allan vél- og tæknibúnað. Milli öxlanna eru tvær sætisplöt- ur sem byggðar eru þannig að þær geta tekið hvaða form sem er, allt frá farþegasætum til hólfa fyrir flutninga. Bílnum er stýrt með stýripinna sem staðsettur er milli sætanna svo það skiptir ekki máli hvoru megin ökumaður situr, hann getur alltaf stjórnað bílnum. Það eru góðar fréttir fyrir örvhenta. Audi framtíðarinnar Yfirvöld í Singapúr hafa sett reglur þess efnis að bannað sé að yfirgefa landið í bíl nema bensíntankurinn sé fullur sem nemur þremur fjórðu. Þetta er gert til að sefa stjórnvöld í nágrannaríkinu Malasíu. Þar er bensín niðurgreitt af ríkinu og því lítrinn mun ódýrari en í Singapúr. Íbúar Singapúr hafa lengi nýtt sér þessa staðreynd, skroppið yfir landamæri á næstu bensínstöð og látið fylla á bílinn, yfirvöldum í Malasíu til sárrar gremju. Nú er þetta ekki lengur hægt því ný lög kveða á um að bílar verði að vera með bensíntankinn nær fullan, eða sem nemur 3/4 hluta, er þeir yfirgefa landið. Fólk ber sig hins vegar eftir björginni og er flest búið að eiga við bensínmæla þannig að þeir sýn alltaf 3/4 tank, þó svo að hann sé næstum tómur. Furðuleg bensínlög Japanar halda áfram að taka yfir bandarískan bílaiðnað. Nú hyggst Nissan fá bita af kökunni. Fregnir herma að Nissan áætli að taka yfir verksmiðjur Ford og GM í Bandaríkjunum sem lagðar hafa verið niður. Nissan nýtir nú þegar þær verksmiðjur sem þeir eiga til fullnustu og eygja hér tækifæri að nýta sér slæmt gegni keppinausta sinna sér til framdráttar. Á næstu fimm árum áætlar Ford að loka sextán verksmiðjum og GM neyðist að öllum líkindum að fylgja í kjölfarið en sölutölur síðasta árs voru langt undir vænt- ingum. Japönsk innrás í Bandaríkin Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík Gúmmívinnustofan 587 5588 www.gvs.is mán.-fös. 8-18 laugardaga. 9-13 Hjólbarðahöllin 530 5700 Fellsmúla 24, 108 Reykjavík www.hollin.is mán.-fös. 8-18 laugardaga. 10-14 566 8188 Bæjardekk Langatanga 1a, 270 Mosfellsbær mán.-fös. 8-18:30 laugardaga. 9-15 555 1538 Dekkið Reykjavíkurvegi 56, 221 Hafnarfjöði mán.-fös. 8-18 laugardaga. 10-14 Ægisíðu 102, 107 Reykjavík HjólVest 552 3470551 1968 Þjónustustöð Esso Geirsgötu 19, 101 Reykjavík 431 1777 Hjólbarðaviðgerðin Dalbraut 14, 300 Akranesi mán.-fös. 8-18 mán.-fös. 8-18 laugardaga. 10-14 mán.-fös. 8-18 laugardaga. 9-13 Forðumst biðraðir KOMDU Á STAÐINN EÐA PANTAÐU TÍMA Í SÍMA 2 5 0 3 / T A K T ÍK 1 9 .1 0 .’ 0 6 Vertu tilbúinn á réttu dekkjunum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.