Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 26

Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 26
Arctic Trucks stendur í ár fyrir jeppa- og ferðalagaskóla í húsa- kynnum sínum að Kletthálsi 3. Þar geta menn lært undirstöðu- atriðin í jeppafræðum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Arctic Trucks stendur fyrir slík- um námskeiðum en nú eru þau með öðru sniði en áður. Auk bættr- ar aðstöðu hafa áherslurnar breyst og í stað þess að einblína á tækni- þáttinn fá ferðirnar sjálfar og ánægjan sem þeim fylgir aukið vægi. „Meðal helstu markmiða skólans er að hvetja jeppaeigend- ur til ferðalaga allt árið. Til dæmis halda margir að á þessum tíma á haustin sé vertíðin búin,“ segir Bolli Valgarðsson forsvarsmaður skólans. „Það eru hins vegar svo margir staðir sem verða fallegir þegar snjórinn sker í hálf fjöllin.“ Önnur markmið skólans eru að hvetja til góðrar umgengni á fjöll- um, kynna áhugaverða staði, fara í ferðir, kynna jeppa og tæknina bak við þá. „Við förum yfir allan algengasta búnaðinn og öryggis- mál tengd jeppaferðum,“ segir Bolli. „Við erum með ýmsan búnað á staðnum sem fólk getur prófað og lært að nota. og sem dæmi sprengjum við dekk og gerum við það.“ Auk kennslunámskeiða stendur skólinn fyrir myndakvöldum þar sem sagt er frá vel heppnuðum ferðum. Ýmsir sérfræðingar koma og halda fyrirlestra um til dæmis jarðfræði, myndatökur á ferðalög- um, notkunarmöguleika GPS tækja og margt fleira. „Við erum ekki að þessu til að græða,“ segir Loftur Ágústsson markaðsstjóri Arctic Trucks. „Við viljum miklu heldur kynna jeppamennsku fyrir fólki og kenna því að nýta tækin sem það á nú þegar til fullnustu. Þess vegna stillum við líka verð- inu í hóf. Hvert námskeið, sem tekur eina kvöldstund, kostar á bilinu 1.000 til 3.500 krónur en á dýrari námskeiðunum fá þátttak- endur 120 blaðsíðna Jeppabók Arctic Trucks.“ Námskeiðin eru ætluð öllum, hvort sem um reynda fjallamenn er að ræða eða byrjendur og eina skilyrðið er áhugi á jeppum og náttúru Íslands. Hægt er að skoða þau námskeið sem framundan eru á www.arctictrucks.is eða www. jeppar.is og þar er einnig hægt að skrá sig. Námskeið í jeppamennsku Ford S-MAX, fjölnotabíllinn frá Ford, hefur verið kjörinn „Bíll ársins 2007“ í Evrópu en niður- stöður kjörsins voru kynntar um helgina. Alls voru átta bílar tilnefndir til þessa titils og var baráttan hörð í ár. Aðeins munaði tveimur stigum á Ford S-MAX (235 stig) og Opel Corsa sem varð í öðru sæti (233 stig). Í þriðja sæti kom síðan Citro- ën C4 Picasso (222 stig). „Við erum himinlifandi yfir að þessi nýja tegund skuli hafa fengið það frábæra hrós sem Bíll ársins- verðlaunin eru, sérstaklega í ljósi þess hversu margir verðugir keppi- nautar voru með. Síðan S-MAX kom á markað fyrr á þessu ári höfum við verið agndofa yfir viðbrögðum þeim sem bíllinn hefur fengið, bæði frá fjölmiðlum og almenningi,“ segir Roelant de Waard, forstjóri Ford Britain, í fréttatilkynningu frá Ford. Verðlaunin Bíll ársins veita sam- tökin Car of the Year sem eru sam- tök sjö bílatímarita í Evrópu. Þau eru: Auto (Ítalía), Autocar (Bret- land), Autopista (Spánn), Autovisie (Holland), L’Automobile Magazine (Frakkland), Stern (Þýskaland) og Vi Bilägare (Svíþjóð). Dómnefndin samanstendur af 58 bílablaðamönn- um frá 22 Evrópulöndum. Von er á fyrstu eintökunum af Ford S-MAX hingað til lands í febrúar á næsta ári. Ford S-MAX bíll árs- ins 2007 í Evrópu Sýnum LMC og FENDT hjólhýsin árgerð 2007. Opið virka daga frá 9-18 Víkurverk Tangarhöfða 1 Sími 557 7720 www.víkurverk.is RAFGEYMAR Í ÖLL FARARTÆKI 2 5 3 1 / TA K TI K 8 .1 1 .2 0 0 6 FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.