Fréttablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 28
Lesendur Fréttablaðsins eru
líklega farnir að kannast við
þá Jón Bjarka Magnússon og
Sigurð Eyþórsson en birtar
hafa verið sögur af ferðalagi
þeirra um Asíu síðasta árið.
Jón Bjarki og Sigurður eru
loks komnir heim eftir þrettán
mánaða ferðalag og tóku þeir
skemmtilegan minjagrip með
sér heim.
„Gríska grjótið,“ stamar þreyttur
Ástrali út úr sér við blaðamann á
bjagaðri íslensku og bendir á sjálf-
an sig. Gríska grjótið er 27 ára
gamall strákur frá Melbourne sem
Jón Bjarki og Sigurður pikkuðu
upp í Pakistan á ferð sinni um
Asíu. Gríska grjótið er viðurnefni
sem strákarnir gáfu Ástralanum
en réttu nafni heitir hann Robert
Xanthopoulos. „Ég er eins langt að
heiman núna og er líkamlega
mögulegt,“ segir Robert og brosir
sposkur en hann kom til Íslands
fyrr í vikunni til að heimsækja vini
sína þá Jón Bjarka og Sigurð. „Þeir
buðu mér að koma hingað,“ segir
Robert ánægður. „Við hittumst
fyrst í Pakistan og ferðuðumst um
landið saman og urðum mjög góðir
vinir á þeim tíma. Þegar við hitt-
umst fyrst var ég á ferð með öðru
fólki en hins vegar voru leiðir
okkar um það bil að skiljast þannig
ég var heppinn að hitta Jón Bjarka
og Sigurð því þeir voru að ferðast í
sömu átt og ég.“
Sigurður segir kynni þeirra
drengja hafa komið til fyrir
nokkra tilviljun. „Við rákumst á
Robert nokkrum dögum eftir að
við höfðum fyrst hitt hann. Við
vorum þá á jeppa, hann orðinn
einn, og við áttum eitt sæti laust í
jeppanum.“ Strákarnir buðu
Róbert eina lausa sætið og var það
byrjunin á dásamlegum vinskap.
„Maður hittir auðvitað mikið af
fólki þegar maður ferðast á þenn-
an máta,“ segir Robert. „En í flest-
um tilfellum hangir fólk saman í
nokkra daga. Það er ekki oft sem
það gerist að fólk ferðast svona
lengi saman eins og við gerðum og
jafn góð vinátta myndast.“
Leið Jón Bjarka og Sigurðs lá
landleiðina frá Rússlandi, til
Mongólíu, Kína, Víetnam, Kamb-
ódíu, Laos, Taílands, Indlands,
Pakistans, Írans, Tyrklands, nokk-
urra landa í Evrópu og svo aftur
heim til Íslands. Robert ferðaðist
frá Ástralíu til Kína og landleiðina
til Evrópu með viðkomu í Pakist-
an, Íran, Tyrkland, Grikklandi, þar
sem hann heimsótti ættmenni sín,
Makedóníu og Slóveníu svo fátt
eitt sé nefnt. Gaman er þess að
geta að þetta var fyrsta ferð
Roberts út fyrir Ástralíu og óhætt
að segja að hann ráðist ekki á
garðinn þar sem hann er lægstur.
„Leiðir okkar skildu svo í Íran,“
segir Jón Bjarki. „Þá vorum við
búnir að ferðast saman í rúman
mánuð.“ Og heimboðið til Íslands
kom til með óvanalegum hætti.
„Síðast þegar við sáum Robert
vorum við allir á leið til Tyrklands
frá Íran,“ segir Sigurður. „Við
vorum spenntir fyrir því að geta
loksins fengið okkur einn bjór
saman enda erfitt að komast yfir
bjór í múslimaríkjum. Þegar við
vorum að stíga upp í lestina þá
sneri Robert sér að okkur og sagði:
„Strákar, ég verð að vera í Íran
aðeins lengur, við fáum okkur
bara bjór saman á Íslandi,“ og þar
með skildust leiðir.“
Þrír mánuðir liðu þar til Robert
kom til Íslands í þeim tilgangi að
innheimta bjórinn sem ekki náðist
að drekka í Tyrklandi. Robert seg-
ist heillaður af landinu þótt það sé
heldur kalt. „Hér er kalt, dimmt og
fólk djammar mikið. En það er ein-
mitt það sem við erum búnir að
gera, djamma,“ segir Robert og
hlær. „Strákarnir fóru líka með mig
til Þingvalla sem var stórfenglegt
og einnig skoðuðum við Geysi en ég
sá ekki mikið vegna myrkurs,“
bætir Robert við og brosir. „Þetta
er endirinn á ferðinni minni. Ég
ætla að staldra aðeins við í London
og svo fer ég aftur heim til Ástralíu
eftir fimm mánaða ferðalag.“
Strákarnir eru allir sammála um
að erfitt sé að gera upp á milli
minninga úr svo langri ferð. „Eftir-
minnilegast fyrir okkur er þegar
við vorum í Mongólíu,“ segir Jón
Bjarki. „Þetta var í upphafi ferðar
okkar. Við þurftum að ná ferju sem
var við enda mikillar hásléttu. Við
höfðum skamman tíma til að kom-
ast yfir sléttuna og notuðum til þess
hesta og á stökki brunuðum við
eftir sléttunni, öskrandi í áttina að
Kína. Frelsið var svo mikið og þetta
var ólýsanleg tilfinning.“ Robert
hlær og segist ekki treysta sér til
að toppa þessa sögu. „En kannski er
eftirminnilegast allt fólkið sem
varð á leið manns. Það var eitthvað
sem ég hafði ekki búist við, að eign-
ast jafn góða vini á slíku ferðalagi,“
segir Robert og Jón Bjarki og Sig-
urður eru sammála. „Maður hugsar
meira um staðina sem maður ætlar
að heimsækja og það sem maður
mun koma til með að sjá, munka,
klaustur og annað,“ segir Jón
Bjarki. „En það sem skilur mest
eftir sig eru tengslin sem maður
myndar.“
Minjagripur frá Pakistan
BORGARTÚNI 29 | 105 REYKJAVÍK | ICELAND | WWW.EXIT.IS | TEL. +354 562 2362 | FAX. +354 562 9662
// Sjálfboðastörf
Guatemala, Costa Rica, Peru, Indland og Suður Afríka
Að vinna að sjálfboðastörfum er krefjandi starf en um leið
spennandi tækifæri til þess að kynnast framandi menningu. Allar nýjustu upplýsingar
og fréttir á ensku á
vefnum reykjavik.com og
í blaðinu Reykjavikmag.
Líka fyrir þig;
lífið, fréttirnar og fjörið á ensku