Fréttablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 38
MARKAÐURINN 15. NÓVEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T L Ö N D Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, hefur frestað kaupum á 22 Dreamliner-farþegaþotum frá flugvélasmiðjum Boeing. Fyrirhugað var að kaupa vélarn- ar á næstu sex árum. Nú stefnir í að af kaupum verði ekki fyrr en eftir að minnsta kosti átta ár. Að sögn Valery Okulov, for- stjóra Aeroflot, fékkst ekki fjár- veiting frá stjórnvöldum vegna kaupanna og rann samningurinn því út í sandinn. Stjórnmálaskýrendur geta sér þess til að viðræður á milli Aeroflot og Boeing hafi siglt í strand eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að setja viðskiptabann á rússneska hergagnaútflytjand- ann Rosoboronexport og herþotu- framleiðandann Sukhol, sem eiga í viðskiptasamböndum við Írana. Flugfélagið íhugaði að end- urnýja flugflota sinn sem sam- anstendur að mestu af Ilyushin- vélum. Vélarnar eru komnar til ára sinna og hafa þær bilað all- oft. Aeroflot hefur sömuleiðis stefnt að því að kaupa 22 Airbus 350 XWB farþegaþotur á árun- um 2012 til 2013. Okulov benti hins vegar á að það væri óvíst hvort af kaupunum yrði þar sem Airbus ætti við framleiðsluvanda að stríða og hafi Aeroflot ekkert heyrt frá fyrirtækinu. - jab Aeroflot kaupir ekki Boeing-vélar Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórnvöld í Austur-Afríkuríkinu Kenía eru sökuð um að gera ekkert til að stöðva fjársvik, skattsvik og peningaþvættisstarfsemi Charterhous-bankans í landinu. Umfangið er geysimikið en stór hluti af svikamyllunni er sagður renna beint í ríkiskass- ann. Að sögn breska ríkisútvarpsins eru svikin talin nema allt að 1,5 milljörðum bandaríkjadala eða tæplega 102 milljörðum íslenskra króna. Ríkisútvarpið segir ennfremur að stór hluti af þessari vafasömu starfsemi bankans renni beint í ríkiskassann og nemi jafnvel um tíu prósentum af heildartekjum Afríkuríkisins. Skrúfi stjórnvöld fyrir svikamylluna getur farið svo að hrikti í stoð- um efnahags landsins, að sögn BBC. Útvarpið hefur ennfremur eftir Titus Mwirigi, fyrrverandi ráðgjafa við bankann, að ekkert sé gert til að setja svikurunum stólinn fyrir dyrnar. Hann greindi heimspressunni frá fjárplógsstarfseminni fyrir tveimur árum og sagði hana gerða með fullri vitund stjórnvalda. Mwirigi flúði land í kjölfarið og er nú í felum í Bandaríkjunum. Amos Kimunya, fjármálaráðherra Kenía, vísar því hins vegar á bug að stjórnvöld dragi lappirnar í málinu. Sannleikurinn sé að málinu ljúki senn og verði hinir grunuðu færðir í hendur réttvísinnar innan skamms. Mwirigi sagði hins vegar í samtali við útvarpið að allir þeir sem hafi rannsakað fjársvikamálið á vegum bankans hafi ýmist verið fluttir til í starfi eða flúið land og virðist sem allt sé gert til að tryggja framgang svikahrappa í Kenía. Keníastjórn sökuð um að styðja svik Stjórnvöld í Kenía eru sögð styðja svikabanka enda renna tekjur hans beint í ríkiskassann. Samtök stjórnenda í Danmörku völdu í síðustu viku Jørgen Vig Knudstorp, forstjóra danska leik- fangaframleiðandans Lego, sem forstjóra ársins. Danska dagblaðið Börsen segir rökstuðning samtakanna fyrir val- inu vera þá að Knudstorp hafi tekið sér fyrir hendur það ábyrgð- arfulla starf að standa vörð um þá þjóðargersemi sem Lego sé. Þá vinni hann sömuleiðis að einni erfiðustu hagræðingu í fyrir- tækjasögu landsins, sem meðal annars felur í sér að níu hundruð manns verður sagt upp í Billund í Danmörku á næstu þremur árum. Þá segir ennfremur að Knudstorp, sem er 37 ára og yngsti forstjórinn til að hljóta titilinn for- stjóri ársins, hafi unnið gott starf við endurskipulagningu í rekstri Lego ásamt ungum stjórnendum fyrirtækisins, og „siglt fleyinu yfir á lygnan sjó,“ líkt og segir í Börsen. Rekstur Lego hafði verið í járn- um í nokkur ár þegar Knudstorp tók við forstjórastarfinu fyrir rétt rúmum tveimur árum. Lego var rekið með talsverðu tapi fyrir ári en Knudstorp tókst með aðhalds- aðgerðum að snúa tapinu í 2,8 milljarða króna hagnað á fyrsta fjórðungi ársins. Fjölmiðlar hafa reyndar gert sér mat úr endurskipulagningu Knudstorps, sem fækkað hefur starfsfólki til að gera fyrirtækið samkeppnishæfara. Hægt hefur á framleiðslu á flestum vörum og eru líkur á að það nái ekki að anna eftirspurn fyrir jólaverslunina.- jab Forstjóri ársins vinnur hjá Lego Bandaríski afþreyingarrisinn Disney skilaði tvöfalt meiri hagn- aði á þriðja fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nam 782 milljónum banda- ríkjadala, jafnvirði rúmlega 53 milljarða íslenskra króna, sam- anborið við 379 milljónir dala, eða 25,8 milljarða króna, í fyrra. Hagnaðurinn, sem hefur aldrei verið meiri, er að mestu tilkominn vegna góðrar aðsóknar að kvikmyndum undir merkjum Disney og í Disney-garðana. Þá skilaði annað efni Disney-risans sömu- leiðis hagnaði. Tekjur fyrirtækis- ins námu 8,8 millj- örðum dala eða 600,5 milljörðum króna sem er fjórtán prósentum betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Bob Iger, forstjóri Disney, segir árið hafa verið sérstaklega gott enda hafi afkomumet verið slegið á öllum sviðum. „Þetta er niðurstaða ótrúlegrar sköpunargleði hjá fyr- irtækinu,“ sagði hann. Þessi fína afkoma hafði hins vegar slæmar afleiðingar fyrir gengi hlutabréfa í Disney. Gengið hefur hækkað um fjörutíu pró- sent það sem af er ári og telja fjárfest- ar ekki innistæðu fyrir meiri hækk- unum. Seldu margir þeirra því bréf sín og tóku inn hagnað. Afleiðingarnar urðu þær að gengi bréfa í Disney lækkaði um þrjú prósent daginn eftir að uppgjörið birtist í síðustu viku. - jab Disney með methagnað Japanski bílaframleiðandinn Toyota, sem er næststærsti bíla- framleiðandi í heimi, ætlar að spýta í lófana á næstu árum. Markmiðið er að reisa meðal ann- ars verksmiðjur í Bandaríkjunum, á Indlandi og í Kína og ná fimmtán prósenta markaðshlutdeild á heimsvísu á næstu fjórum árum. Toyota seldi 65 milljónir nýrra bíla á síðasta ári, undir eigin merkjum, Daihatsu og Hino Motors, sem tilheyra dótturfé- lögum. Stefnt er að því að auka söluna um tólf prósent á næstu fjórum árum og selja allt að 73 milljónir bíla. Þá er sömuleiðis horft til þess að sala á bílum undir merkjum Toyota aukist um fjórtán prósent á sama tíma en fyrirtækið seldi rúmar 7,2 millj- ónir bíla á síðasta ári, sem jafn- gildir ellefu prósenta markaðs- hlutdeild á heimsvísu. Toyota horfir til þess að auka sölu á nýjum bílum, mest í Brasilíu, R ú s s l a n d i , Indlandi og í Kína, s a m - kvæmt upplýsingum frá stjórn japanska bílaframleiðandans. Fyrirtækið hefur verið á góðu skriði síðastliðin ár en búist er við að Toyota fari fram úr banda- rísku bílasmiðunum hjá General Motors við árslok. Gangi það eftir verður Toyota stærsti bílafram- leiðandi í heimi. - jab Toyota stefnir á stærri hlutdeild Sala á leikjatölvunni PlayStation 3 frá Sony hófst í Japan á laugar- dag. Tölvurnar dvöldu ekki lengi í hillum versl- ana því óþreyjufullir leikjatölvuunnendur rifu þær jafnóðum út. Strax á mánudag voru þær við það að seljast upp enda fóru einungis hundrað þúsund stykki í sölu. Ástæðan fyrir því að svo tak- markað magn fór í sölu var galli í Blu-ray drifi leikjatölvunnar, sem hamlaði frekari framleiðslu. Sala á tölvunni hefst í Bandaríkjunum í næstu viku. Evrópubúar fá hana hins vegar ekki í hendur fyrr en í mars á næsta ári. Breska dagblað- ið The Guardian segir breska for- eldra óánægða yfir því að fá leikjatölv- una í mars enda hafi margir ætlað að gleðja börn sín með hörðum pökkum um jólin. Nokkrir ætla að ganga svo langt að kaupa tölvuna í Bandaríkjunum og Japan. Það er hins vegar erfiðleikum bundið því Sony hefur lagt blátt bann við innflutningi á henni á milli heims- álfa. - jab PS3 næstum uppseld í Japan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.