Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 42

Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 42
MARKAÐURINN 15. NOVEMBER 2006 WEDNESDAY10 Ú T T E K T Baugur tók í síðustu viku við lyklunum í House of Frasier. Fjárfesting þar sem heild- arfjármögnunin nam 77 milljörðum króna. Með Baugi í þessari fjárfestingu eru gamlir kunningjar sem eiga það sameiginlegt að hafa selt Baugi rekstur á undanförnum miss- erum. HoF er stórt verkefni og markmiðið er að vekja þennan virðulega risa sem hefur dottað að undanförunu. Fríska upp á vöruúrval og framsetningu og auka söluna. 15 ÞÚSUND TÖLVUBRÉF Enda þótt verkefnið sé stórt er það mun minna en stærsta fjárfestingarverkefni Baugs og þá umfangsmestu kaup íslenskrar viðskiptasögu. Kaupin á Big Food Group. Alls nam fjármögnun þeirra kaupa 112 milljörð- um króna. Fyrir réttum tveimur árum unnu fimm starfsmenn Baugs að þessum kaupum og luku þeim, ásamt hópi fjárfesta og bönk- unum Kaupþingi, Landsbankanum og Bank of Scotland. Flækjustig verkefnisins var mikið. „Það voru margir sveittir,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs. „Það var mikið í gangi á þessum tímapunkti,“ segir Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi. „Þetta var algjör geðveiki. Það fóru fimmtán þúsund tölvubréf á milli.“ Það var fleira í gangi. „Við vorum að kaupa Big Food, MK One, Magasin du Nord og að setja saman Shoe Studio og Rubicon,“ segir Jón Ásgeir. Þeir hlæja og hrista hausinn. „Þetta þótti okkur eðlilegt á þessum tíma,“ segir Gunnar og brosir. KOMNIR MEÐ EINSTAKT FYRIRTÆKI Í látlausum skrifstofunum í gamla húsnæð- inu á New Bond Street voru allir á þönum. Lögfræðingar með háa pappírsstafla í einu herbergi og starfsmenn Baugs á þönum með pappíra á milli herbergja. Andrúmsloftið virt- ist samt ekkert yfirstressað, en blaðamanni í heimsókn í desember 2004 varð fljótlega ljóst að tími fyrir óþarft hjal var enginn. Verkefnið var gríðarleg ögrun og mál manna að ef það heppnaðist væru fáar dyr í fjármálaheimi Lundúna sem ekki stæðu fyrirtækinu opnar. „Ég held að það gildi, eins og menn skrifuðu hér í blöð í aðdraganda House of Frasier-kaupanna, að ef einhver gæti klárað verkefnið þá væri það Baugur. Það er orðsporið sem við höfum. Baugur fer ekki í verkefni nema að ætla sér að klára það,“ segir Jón Ásgeir. „Það er mjög gott veganesti. Við erum komin með einstakt fyr- irtæki hérna. Gæðin á vinnunni og þekkingin á því sem við erum að fást við er þannig að bankarnir verða undrandi þegar við leggjum fyrir þá verkefnin. Þessi þekking er rosalega mikils virði.“ Hann segir að það sé fyrst núna sem búið sé að byggja upp nægjanlegan fjölda og þekk- ingu til að styðja við verkefnin. „Við vorum náttúrulega alltof fá með alltof mikið.“ ENDURVINNSLA FJÁRFESTA Fjárfestingargeta Baugs hefur vaxið mikið og hópurinn sem fjárfestir með þeim stækk- að. Meðfjárfestarnir eru margir hverjir þeir sem selt hafa Baugi sín fyrirtæki. „Það er svolítið sérstakt. Þetta er eins og að kaupa hús af einhverjum og síðan verði hann besti vinur manns. Í Big Food-kaupunum var mjög mikil- vægt að sjá að þessi hópur vann ekki bara vel saman að því að leysa það flókna verkefni að kaupa fyrirtækið, heldur einnig þegar menn tókust á við þá erfiðleika í rekstrinum sem blöstu við þegar við tókum við félaginu,“ segir Gunnar. „Financial Times kallaði þetta endurvinnslu á fjármunum hjá Baugi. Þessir fjárfestar hafa unnið með okkur í verkefnum sem við leiðum og við höfum einnig komið að verkefnum þar sem þeir eru í forystu.“ MAGAPÍNUYFIRTAKA Ástand Big Food var verra en menn bjuggust Við eigum eftir að landa þei House of Frasier bættist í hóp fyrirtækja Baugs í síðustu viku. Fyrir tveimur árum vann Baugur að Kaup þar sem boginn var spenntur til hins ítrasta. „Magapínuverkefni“ segir Jón Ásgeir Jóhanne tök hefðu getað gert út af við Baug. Hafliði Helgason ræddi um Baug í Bretlandi við Jón Ásgeir o kvæmdastjóra Baugs í Bretlandi. „Þetta var algjör geð- veiki. Það fóru fimmtán þúsund emailar á milli ... Við vorum að kaupa Big Food, MK One, Magasin du Nord og að setja saman Shoe Studio og Rubicon ... Þetta þótti okkur eðlilegt að þessum tíma,“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.