Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 46

Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 46
4 NimbleGen Systems er þjónustu- fyrirtæki á sviði líftækni, starfar á alþjóðamarkaði og framleiðir DNA-örflögur sem notaðar eru í rannsóknir á sviði líftækni og heil- brigðivísinda. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 1999 í Bandaríkjun- um, var lengi vel í þróunarvinnu og sinnti markaðssetningu einung- is að litlu leyti. Eftir að virtir vís- indamenn tóku eftir vörunni, fóru að nota hana og tala um hana sín á milli fóru hjólin að snúast og er NimbleGen nú eitt þeirra fyrirtækja á þessu sviði sem eru í hvað örust- um vexti. NimbleGen hefur starfað á Íslandi í tæp fimm ár, eða frá því snemma árs 2002. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt og árið 2004 varð stjórnendum fyrirtækisins ljóst að þáverandi húsnæði myndi ekki standa undir vexti fyrirtækisins. Ári síðar flutti starfsemin í nýtt og glæsilegt húsnæði að Vínlandsleið í Grafarholti. Þar er rúm til heilm- ikillar stækkunar sem ekki virðist vanþörf á ef væntingar stjórnenda um aukinn vöxt rætast. Í haust náði NimbleGen þeim áfanga að smíða fimmtíu þúsund- ustu örflöguna hér á landi. Sigríður Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri NimbleGen á Íslandi, segir tals- verða nákvæmnisvinnu við að gera eina flögu en í dag séu um hundr- að flögur smíðaðar á degi hverjum. „Við höfum stækkað hratt á þessu sviði að undanförnu. Til marks um það má benda á að um helmingur af þessum 50 þúsund örflögum var smíðaður á síðastu tólf mánuðum,“ segir Sigríður. „Auk þess að smíða DNA-örflögur, þá starfrækjum við einnig rannsóknastofu sem sér um þjónusturannsóknir með örflögu- tækni og hefur umfang rannsókn- anna farið vaxandi.“ Starfsmannafjöldinn hefur vaxið í samræmi við aukningu starfsem- innar og tvöfaldaðist hann í fyrra. Hópurinn heldur áfram að stækka og starfa nú hjá fyrirtækinu á Íslandi yfir þrjátíu manns og alls hundrað í fyrirtækinu öllu. Flestir eru í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Madison-borg í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum, um sex í Waldkrai- burg Í Þýskalandi auk þess sem um tuttugu manns vinna við sölu- og markaðsstörf víðs vegar um heim. Þegar leit NimbleGen Systems að fýsilegum kosti undir rannsókn- arstofu stóð yfir varð Ísland fyrir valinu þar sem ýmsir kostir þóttu fylgja því að halda úti starfsemi sem þessari hér á landi. Það sem hafði mest að segja var að ákveð- in einkaleyfi samkeppnisaðila á DNA-örflögum eru ekki í gildi hér á landi og þar með opnaðist svig- rúm til að smíða örflögur hérlendis og stunda rannsóknir með örflögu- tækni. Hins vegar voru ákveðnar hömlur á útflutningi á örflögunum og því hefur NimbleGen í mörgum tilfellum selt bæði flögur og rann- sóknaniðurstöður í einum pakka. Tvö fyrirtæki í eigu bandarískra vísindastofnana hafa orðið til í tengslum við starfsemi NimbleGen á Íslandi, Lindgen ehf. og WiCell ehf., og leigja þau aðstöðu af Nimb- leGen og nota flögurnar við rann- sóknir sínar. Kaflaskil urðu í starfsemi NimbleGen í haust sem opnuðu fyrirtækinu fjölmörg ný sóknarfæri. Samn- ingar náðust við örflögufyrirtæk- ið Affymetrics sem hefur víðtækt einkaleyfi fyrir sölu á örflögum. Við samninginn var hömlum um útflutning létt af framleiðslunni og möguleikarnir fyrir frekari vöxt á alþjóðavettvangi jukust til muna. Það er eftir sem áður hagkvæmast að smíða flögur og stunda þjónustu- rannsóknir á Íslandi, ekki síst vegna þess að hér er gott framboð af góðu, víðsýnu og velmenntuðu fólki. Því sjá stjórnendur fram á mikinn vöxt hér á landi. Sigríður segir þó sam- keppnina við útlönd fara harðnandi, meðal annars hvað varðar rekstrar- og launakostnað og vegna þess að hér á landi eru engar aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að auðvelda fyrirtækjum eins og NimbleGen að koma undir sig fótunum. Þar að auki sé aðgangur að fjármagni mjög takmarkaður. „Það eru fáir fjárfestar á Íslandi sem hafa áhuga á líftækni- fyrirtækjum,“ segir hún. Allt fjár- magn sem fer í starfsemi NimbleGen kemur erlendis frá, ef frá eru taldir styrkir frá vísindasjóðum. Framleiða örflögurfyrir alþjóðamarkað Sigríður Valgeirsdóttir er framkvæmdastjóri NimbleGen Systems á Íslandi. Fyrirtækið, sem framleiðir DNA-örflögur sem notaðar eru í líftækni- rannsóknir, hefur margfaldast að stærð frá opnun útibús hér á landi árið 2002. { Íslenskur iðnaður }
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.