Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 53

Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 53
11 Að þrýsta lófa í blautan sand er prentun ef miðað er við þá skil- greiningu að prentun sé fólgin í að flytja mynd frá einum fleti yfir á annan með þrýstingi. Sé þetta haft sem viðmiðun hafa fyrstu mennirnir vafalaust stund- að prentun. Það er aðeins með tæknimenningu síðmiðalda að fljótvirknin og kunnáttan aukast til muna. Nú er talið víst að Jón Ara- son biskup á Hólum 1525 -1550 hafi fyrstur Íslendinga innleitt prenttæknina hér á landi. Jón var biskup kaþólsku kirkjunnar og er merkilegt til þess að vita að upp- hafsmenn prentverksins á Íslandi hafi verið embættismenn kaþ- ólsku kirkjunnar. Það er hugsanlegt að Jón Ara- son hafi viljað nýta sér prentlist- ina í baráttu sinni við lúterska „villutrúarmenn“ og við bakhjarl lútherskunnar á Norðurlöndum Konung Danmerkur. Ef svo er þá er það þveröfugt við þá þróun sem átti sér stað á tímum Jóns biskups í mörgum héruðum Evrópu þar sem helsta vopn Lútherstrúar- manna í útbreiðslu hins nýja siðar var einmitt prentverkið. Fyrstu bækur sem prentaðar voru á Íslandi báru einkenni þess að í landinu var fyrir töluverð rit- hefð sem rekja mátti til íslensku skinnhandritanna. Í þessum bókum kemur fram sama stafa- gerð og í gömlu handritunum, til dæmis gamla góða þ-ið sem hefur alltaf verið sérkenni íslensks rit- máls. Segja má að þróun prentverks- ins á Íslandi hafi gengið í gegn- um þrjú ólík stig til dagsins í dag. Þessi stig einkennast af því hverjir höfðu yfirráð yfir prentverkinu og í hvaða skyni þeir nýttu sér hina nýju tækni. (www.idan.is) Sagan - Upphaf prentverks Næstu námskeið á dagskrá hjá Iðunni fræðslusetri er eftirfar- andi; Brunaþéttingar. 24. nóvember. Á námskeiðinu er fjallað um brunaþéttingar í mannvirkjum. Kynnt eru efni til brunaþéttinga. Rafmagnsfræði fyrir málmiðn- aðarmenn. 24. nóvember. Nemendur kynnast grunnatriðum rafmagnsfræðinnar og notkun mælitækja. Fjallað um helstu íhluti rafkerfa svo sem rofa, öryggi, spólur, lekaliða og mót- ora. Farið er í uppbyggingu tákna og rafmagnsteikninga. Skoðuð virkni iðntölva (PLC) og forritun þeirra. Áhersla er lögð á verklega kennslu. Utanhússklæðningar. 25. nóv- ember. Á námskeiðinu er fjallað um klæðningu útveggja og mat á viðgerða- og viðhaldsaðgerðum. Farið yfir vinnuaðferðir og frá- gang festingakerfa. Fjallað um val á réttum efnum til klæðninga og klæðningarefni kynnt. Plastkubbahús. 2. desember. Á námskeiðinu er kynnt bygg- ingaaðferð sem hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum. Steypumót byggð úr plastkubb- um. Fjallað um undirstöður mót- anna. Einnig um um afréttingu og stífingar. Námskeiðið er hald- ið í samvinnu við framleiðendur plastkubba. Uppbygging loftræsikerfa. 8. desember. Fjallað um tilgang, eiginleika og virkni einstakra hluta kerfanna og tengslin milli þeirra. Kennt er að nýta upplýsingar framleið- enda um einstök tæki sem notuð eru í loftræsikerfum. AutCAD 2006 Essentials. 17. febrúar. Farið yfir notendaviðmót forrits- ins, hvernig á að byrja vinnu og halda utan um teikningaskrár. Farið í skjáskipanir, teikniskip- anir og gerð staðalteikninga, hnitakerfi, gripaðgerðir, breyti- aðgerðir, fyrirspurnaaðgerðir og skástrikun. Textavinnsla og mál- setningar í AutoCAD. Hjálpar- tæki og blokkarhugtakið kynnt ásamt útprentun. Námskeið } { Íslenskur iðnaður Stjórn og ráðgjafaráð SI efna til framhaldsfundar um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda í ljósi nýrrar skýrslu nefndar iðnaðarráðherra um málið. Staður: Grand Hótel Reykjavík Dagur: Þriðjudaginn 21. nóvember Stund: Frá 15:00 til 17:00 Fundurinn er öllum opinn. Félagsmenn SI eru eindregið hvattir til að koma. Fundarstjóri: Helgi Magnússon formaður SI umhverfisráðherra formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands stjórnarformaður BM Vallár ehf. Jónína Bjartmarz Árni Finnsson Víglundur Þorsteinsson Stjórnandi: Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri SI Pallborðsumræður ræðumanna Dagskrá: Er sátt í sjónmáli? Opinn fundur Samtaka iðnaðarins um nýja skýrslu auðlindanefndar: Framtíðarsýn um verndun og nýtingu auðlinda í jörðu og vatnsafls""
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.