Fréttablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 53
11
Að þrýsta lófa í blautan sand er
prentun ef miðað er við þá skil-
greiningu að prentun sé fólgin
í að flytja mynd frá einum fleti
yfir á annan með þrýstingi. Sé
þetta haft sem viðmiðun hafa
fyrstu mennirnir vafalaust stund-
að prentun. Það er aðeins með
tæknimenningu síðmiðalda að
fljótvirknin og kunnáttan aukast
til muna.
Nú er talið víst að Jón Ara-
son biskup á Hólum 1525 -1550
hafi fyrstur Íslendinga innleitt
prenttæknina hér á landi. Jón var
biskup kaþólsku kirkjunnar og er
merkilegt til þess að vita að upp-
hafsmenn prentverksins á Íslandi
hafi verið embættismenn kaþ-
ólsku kirkjunnar.
Það er hugsanlegt að Jón Ara-
son hafi viljað nýta sér prentlist-
ina í baráttu sinni við lúterska
„villutrúarmenn“ og við bakhjarl
lútherskunnar á Norðurlöndum
Konung Danmerkur. Ef svo er þá
er það þveröfugt við þá þróun sem
átti sér stað á tímum Jóns biskups
í mörgum héruðum Evrópu þar
sem helsta vopn Lútherstrúar-
manna í útbreiðslu hins nýja siðar
var einmitt prentverkið.
Fyrstu bækur sem prentaðar
voru á Íslandi báru einkenni þess
að í landinu var fyrir töluverð rit-
hefð sem rekja mátti til íslensku
skinnhandritanna. Í þessum
bókum kemur fram sama stafa-
gerð og í gömlu handritunum, til
dæmis gamla góða þ-ið sem hefur
alltaf verið sérkenni íslensks rit-
máls.
Segja má að þróun prentverks-
ins á Íslandi hafi gengið í gegn-
um þrjú ólík stig til dagsins í dag.
Þessi stig einkennast af því hverjir
höfðu yfirráð yfir prentverkinu og
í hvaða skyni þeir nýttu sér hina
nýju tækni.
(www.idan.is)
Sagan - Upphaf prentverks
Næstu námskeið á dagskrá hjá
Iðunni fræðslusetri er eftirfar-
andi;
Brunaþéttingar. 24. nóvember.
Á námskeiðinu er fjallað um
brunaþéttingar í mannvirkjum.
Kynnt eru efni til brunaþéttinga.
Rafmagnsfræði fyrir málmiðn-
aðarmenn. 24. nóvember.
Nemendur kynnast grunnatriðum
rafmagnsfræðinnar og notkun
mælitækja. Fjallað um helstu
íhluti rafkerfa svo sem rofa,
öryggi, spólur, lekaliða og mót-
ora. Farið er í uppbyggingu
tákna og rafmagnsteikninga.
Skoðuð virkni iðntölva (PLC) og
forritun þeirra. Áhersla er lögð á
verklega kennslu.
Utanhússklæðningar. 25. nóv-
ember.
Á námskeiðinu er fjallað um
klæðningu útveggja og mat á
viðgerða- og viðhaldsaðgerðum.
Farið yfir vinnuaðferðir og frá-
gang festingakerfa. Fjallað um
val á réttum efnum til klæðninga
og klæðningarefni kynnt.
Plastkubbahús. 2. desember.
Á námskeiðinu er kynnt bygg-
ingaaðferð sem hefur verið að
ryðja sér til rúms á síðustu árum.
Steypumót byggð úr plastkubb-
um. Fjallað um undirstöður mót-
anna. Einnig um um afréttingu
og stífingar. Námskeiðið er hald-
ið í samvinnu við framleiðendur
plastkubba.
Uppbygging loftræsikerfa. 8.
desember.
Fjallað um tilgang, eiginleika og
virkni einstakra hluta kerfanna
og tengslin milli þeirra. Kennt
er að nýta upplýsingar framleið-
enda um einstök tæki sem notuð
eru í loftræsikerfum.
AutCAD 2006 Essentials. 17.
febrúar.
Farið yfir notendaviðmót forrits-
ins, hvernig á að byrja vinnu og
halda utan um teikningaskrár.
Farið í skjáskipanir, teikniskip-
anir og gerð staðalteikninga,
hnitakerfi, gripaðgerðir, breyti-
aðgerðir, fyrirspurnaaðgerðir og
skástrikun. Textavinnsla og mál-
setningar í AutoCAD. Hjálpar-
tæki og blokkarhugtakið kynnt
ásamt útprentun.
Námskeið }
{ Íslenskur iðnaður
Stjórn og ráðgjafaráð SI efna til framhaldsfundar um náttúruvernd og nýtingu
náttúruauðlinda í ljósi nýrrar skýrslu nefndar iðnaðarráðherra um málið.
Staður: Grand Hótel Reykjavík
Dagur: Þriðjudaginn 21. nóvember
Stund: Frá 15:00 til 17:00
Fundurinn er öllum opinn.
Félagsmenn SI eru eindregið hvattir til að koma.
Fundarstjóri:
Helgi Magnússon formaður SI
umhverfisráðherra
formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands
stjórnarformaður BM Vallár ehf.
Jónína Bjartmarz
Árni Finnsson
Víglundur Þorsteinsson
Stjórnandi: Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri SI
Pallborðsumræður ræðumanna
Dagskrá:
Er sátt í sjónmáli?
Opinn fundur Samtaka iðnaðarins um nýja skýrslu auðlindanefndar:
Framtíðarsýn um verndun og nýtingu auðlinda í jörðu og vatnsafls""