Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 54

Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 54
12 Sonja Björk Grant er framkvæmda- stjóri kaffihúsa Kaffitárs en hún hefur unnið hjá fyrirtækinu í rúm ellefu ár og tekið þar þátt í frum- kvöðlastarfi. „Fyrirtækið hefur vaxið hægt og sígandi en nokkuð hratt undanfarin sex ár. Við teljum að það sé svolítið í kjölfar kaffibar- þjónakeppnanna sem hafa verið að ryðja sér til rúms. Kaffibarþjóna- starfið nýtur meiri virðingar en áður þar sem fólk er ekki eingöngu að afgreiða á kaffihúsi, heldur starf- ar sem kaffibarþjónar, og þannig hefur myndast ný starfsstétt,“ segir Sonja. Aukinn áhuga Íslendinga á kaffi og kaffimenningu almennt má þó ekki eingöngu rekja til keppnanna heldur spilar þar fleira inn í. „Íslendingar eru pínu nýjunga- gjarnir. Við höfum samt alltaf drukk- ið mikið kaffi en við erum farin að drekka miklu betra kaffi. Íslend- ingar eru býsna góðir í að velja sér almennilegt hráefni, og orðnir pínu snobbaðri,“ útskýrir Sonja og telur að innflutningur Kaffitárs á fram- andi og spennandi kaffibaunum hafi heillað Íslendinga. í þessu samhengi má einnig nefna vaxandi áhuga Íslendinga á léttvíni og er drykkjumenningin ekki eins einhæf og áður þekktist. Sonja tekur undir þetta en segir jafnframt að svo virðist sem sum veitingahús séu að dragast aftur úr og bjóði einfaldlega ekki upp á nógu gott kaffi. Kaffitár hefur undanfarin ár sinnt þessari auknu eftirspurn eftir góðu kaffi og opnað ný kaffihús, nú síðast í Listasafni Íslands. Sonja segir að Kaffitár sé enn að vaxa og dafna en mjög trúlega verða tvö ný kaffihús opnuð á næsta ári. „Síðan er hugsanleg útrás,“ segir hún bjart- sýn og brosandi að lokum. Íslendingar eru nýjunga- gjarnir og smá snobbaðir Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið leiðandi í nýsköpun í iðnaði hérlendis. Fyrirtækið hefur vaxið hratt undanfarin ár og virðist ekkert lát ætla að verða á því. Lítið er vitað með vissu um söðla- smíði og almenna reiðtygjasmíði á Íslandi á miðöldum þar sem heimild- ir skortir eða þær eru ekki áreiðan- legar en hnakkur var alltaf nefndur söðull í fornu máli Íslendinga. Flest- ar heimildir um söðlasmíði eru frá 19. öld en söðlasmíði var þá farin að festast í sessi sem iðngrein á Íslandi. Þrátt fyrir heimildaskort er óhætt að fullyrða að söðlar og reið- tygi hafi verið smíðuð á Íslandi frá landnámi. Það hefur vafalítið verið metnaðarmál fyrir fyrirmenni og stórhöfðingja að sitja í fallegum söðli og nota falleg reiðtygi þótt ekki væri það til annars en að skera sig úr sauðsvörtum almúganum. Sjálfsþurftarbúskapur var eitt af einkennum íslensks bændasamfé- lags á fyrstu öldum eftir landnám. Slíkt fyrirkomulag leiddi af sér að sjaldan voru aðföng sótt út fyrir bæjarsamfélagið heldur allt fram- leitt heima fyrir. Á þeirri forsendu má ætla að laghentir bændur, hús- karlar eða vinnumenn hafi smíðað þau reiðtygi sem þurfti til daglegra nota þótt engar áreiðanlegar heim- ildir staðfesti slíkt. Starfsheitið handverksmaður er ekki bundið í lög fyrr en árið 1787 en þá gengu lög í gildi sem leyfðu handverksmönnum að starfa í kaupstöðum að fengnu leyfisbréfi og löggildingu yfirvalda. Ekki er vitað með vissu hver fyrstur lagði fyrir sig söðlasmíði á Íslandi á þann hátt að kalla mætti iðngrein en árið 1808 var Tómas Björnsson Beck talinn eini „gildis- lærði“ meistarinn í söðlasmíði hér á landi. Tómas lærði söðlasmíði í útlöndum og er því í heimildum notað orðið „gildi“ um handverks- manninn en „gildi“ var óþekkt á Íslandi á þessum tíma. (www.idan.is) Söðla- og reiðtygjasmíði { Íslenskur iðnaður } H in rik P ét ur ss on l w w w .m m ed ia .is /h ip Sérð þú tækifæri á vexti? Fjármögnun í takt við þínar þarfir Suðurlandsbraut 22 Glerárgötu 24-26 Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is Tækifæri leynast allsta›ar! "fiegar flú hefur komi› auga á atvinnu- tækifæri sem hentar flínum flörfum, getum vi› a›sto›a› me› sérsni›inni rá›gjöf í bland vi› persónulega fljónustu sem byggir á sérflekkingu okkar í fjármögnun atvinnu- tækja." Sveinn fiórarinsson Rá›gjafi, fyrirtækjasvi›
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.